Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 38
3. september 2011 LAUGARDAGUR38 Umsóknarfrestur til að sækja um veiðileyfi í forúthlutun fyrir veiðisumarið 2012 er til 20. september nk. Fyrirkomulag forút- hlutunar verður með svipuðu sniði og sl. sumar og í samræmi við samþykktar úthlutunarreglur þar um. Í forúthlutun geta allir sótt um veiðileyfi, félagsmenn sem utanfélagsmenn og fyrirtæki. Hægt er að skila inn skriflegum umsóknum til skrifstofu SVFR, Háaleitisbraut 68 eða með tölvupósti til halli@svfr.is. Umsóknarfrestur er til 20. september 2011. Eftirfarandi ársvæði og tímabil eru til forúthlutunar: LEIRVOGSÁ 8. júlí – 11. ágúst NORÐURÁ I 21. júní – 8. ágúst NORÐURÁ II 6. júlí – 8. ágúst HÍTARÁ I 8. júlí – 5. ágúst LAXÁ Í AÐALDAL – NESSVÆÐIÐ 1. júlí – 20. september LANGÁ Á MÝRUM 3. júlí – 24. ágúst LAXÁ Í LAXÁRDAL 31. maí – 31.ágúst LAXÁ Í MÝVATNSSVEIT 31. maí – 31.ágúst STRAUMAR 23. júní – 4. ágúst LAXÁ Í DÖLUM 18. júlí – 23. ágúst Athygli skal vakin á því að allt tímabilið er til úthlutunar á urriðasvæðunum í Laxárdal og Mývatnssveit, en þau leyfi sem eftir standa fara í félagsúthlutun í janúar næstkomandi. Félagsmenn eru hvattir til að sækja um, þótt allt tímabilið sé í forúthlutun munu þeir njóta félagsaðildar sinnar við úthlutun. Að lokinni úthlutun þarf að greiða staðfestingargjald (25%) af verði veiðileyfa. Verðskrá liggur fyrir hjá SVFR. Í forúthlutun gildir sama verð fyrir alla og því er ekki um afslátt til félagsmanna að ræða. Félagsmenn þurfa ekki að nota A-umsókn sína í forúthlutun. Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hvetur félagsmenn til að sækja um veiðidaga á forúthlut- unartíma. Jafnframt er forsvarsmönnum veiðihópa bent á að senda inn fyrirspurnir og umsóknir en mikil eftirspurn er eftir veiðidögum hjá félaginu á forúthlutunartíma. Þess má geta að í fyrsta sinn er gefin út söluskrá fyrir umrædd veiðileyfi, og fæst hún á rafrænu formi á heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur á www.svfr.is www.svfr.is Forúthlutun veiðileyfa fyrir sumarið 2012 Hinn margverðlaunaði þáttur Sjálfstætt fólk í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar hefur sitt tíunda starfsár 5. september næstkomandi. Þá verða stöllurnar Skoppa og Skrítla með nýja þáttaröð, Enn út um hvippinn og hvappinn, fyrir börnin eftir áramót og Sveppi sér um að stytta þeim stundir á morgnana. Sýningar á Ísþjóðinni hófust í vikunni á RÚV, en í þáttunum leitar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir uppi unga Íslendinga sem skarað hafa fram úr á sínum sviðum og tekur þá tali. Þá heldur Þórhallur Gunnarsson áfram með umræðu- þættina Hvert stefnir Ísland, sem hann sá einnig um síðasta vetur og Stundin okkar verður á sínum stað með nýjum umsjónarmanni, Margréti Sverrisdóttur. Auk þess verður landsbyggðarþátturinn vinsæli Landinn aftur á dagskrá í vetur. Hinir vinsælu þættir Sönn íslensk sakamál, sem sýndir voru á RÚV fyrir um áratug, verða endur- vaktir á SkjáEinum í vetur. Í þáttunum verða rifjuð upp glæpamál sem vakið hafa athygli á Íslandi. Eftir því sem næst verður komið mun Sigursteinn Másson aftur halda um stjórnartaumana í þáttunum. Sölvi Tryggvason byrjar með viðtalsþætti með nýjum áherslum í haust og fjallar um málefni líðandi stundar. Auk þess sjá þeir Sverrir Berg- mann og Ólafur Þór Jóelsson áfram um tölvuleikjaþáttinn GameTíví, sem fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. A f þeim átta leiknu þáttaröðum, sem ekki eru fyrst og fremst ætlaðar börnum, sem til stendur að sjón- varpsstöðvarnar RÚV, Stöð 2 og SkjárEinn framleiði í vetur er aðeins ein sem setur grín og glens ekki í öndvegi. Það er þriðja saka- málaþáttaröðin af Pressu á Stöð 2, þótt eitthvað verði líklega um dramatík í Heimsendi á Stöð 2 og Hæ Gosa á SkjáEinum. Dag- skrárstjórar virðast því álíta að grínið eigi greiða leið að hjörtum íslenskra áhorfenda. Af öðru í innlendri dagskrár- gerð sjónvarpsstöðvanna þriggja vekur einnig athygli framleiðsla nokkurra þáttaraða sem flokka mætti sem raunveruleikaþætti, auk þess sem Stöð 2 blandar sér í spurningaþáttaslaginn með nýjum þætti. Matargerðarþættir verða líklega fleiri en nokkru sinni fyrr á dagskránni í vetur. Þá er víst að margir bíða spenntir eftir endur- vakningu Sannra íslenskra saka- mála á SkjáEinum. Góða skemmt- un við viðtækin í vetur. Íslendingar sækja í grínið Til stendur að þrjár stærstu sjónvarpsstöðvarnar, Stöð 2, RÚV og SkjárEinn, framleiði fjölda íslenskra þáttaraða af ýmsum toga í vetur og enn er von á að nýir þættir bætist við. Fréttablaðið stiklaði á stóru um innlenda dagskrárgerð stöðvanna þriggja. Gríngengið vinsæla, Mið-Ísland, byrjar með sketsaþætti á Stöð 2 eftir áramótin. Í kynningu segir að í þáttunum verði áhorfendum boðið inn í nýjan heim, sem þó svipi glettilega til Íslands. Heimsendir er titillinn á nýrri þáttaröð frá sama teymi og gerði Vaktaseríurnar vinsælu. Fylgst verður með sjúklingum og starfsfólki á afskekktri geðdeild árið 1992. Aðalhlutverk verða í höndum Halldórs Gylfasonar, Péturs Jóhanns Sigfússonar, Nínu Daggar Filippusdóttur og fleiri. Þá er senn von á nýrri þáttaröð frá Spaugstofunni á sínu 21. aldursári, auk þess sem Steindinn okkar, Lífsleikni Gillz og spennuþáttaröðin Pressa snúa aftur eftir áramót. Ný gamanþáttaröð, Kexvexmiðjan, fer í loftið á RÚV í lok þessa mánaðar. Gísli Rúnar Jónsson er leikstjóri og semur handritið ásamt Carolu Köhler. Um er að ræða sketsaþætti þar sem gert er grín að flestu því sem viðkemur mannlegri náttúru. Leikarar eru Andrea Jónsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Hið árlega áramótaskaup verður í höndum leikstjórans Gunnar Björns Guðmundssonar eins og síðustu tvö ár. Gamanþáttaröðin Hæ Gosi fer aftur á dagskrá í lok þessa mánaðar á SkjáEinum. Þættirnir fjalla um hversdagslegt líf tveggja bræðra og fóru upptökur fram á Íslandi og í Fær- eyjum, en færeyska ríkissjónvarpið hefur tryggt sér sýningarrétt að þáttunum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og með aðalhlutverk fara bræðurnir Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir. ■ LEIKNIR ÞÆTTIR Tíu íslenskir hönnuðir spreyta sig á að hanna útivistarflíkur í þáttunum Hannað fyrir Ísland sem hefjast á Stöð 2 eftir áramót. Sigurvegarinn hlýtur eina milljón króna og tækifæri til að vinna fyrir 66°Norður. Leikkonan Ilmur Stefánsdóttir sér um ferðaþáttinn Borgarilm sem þegar hefur hafið göngu sína, en þar eru heimsóttar átta borgir sem notið hafa vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum. Karl Berndsen mætir til leiks á Stöð 2 í nýjum tískuþætti eftir áramót og þá snúa einnig þau Jói Fel og Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka, aftur með mat- reiðsluþætti sína sem notið hafa mikilla vinsælda. Vikulegur menningarþáttur, Djöflaeyjan, fer af stað á RÚV um miðjan september og verður í umsjón Þórhalls Gunnarssonar. Í þáttunum verður fjallað um leiklist, myndlist og kvikmyndir. Kiljan, bókmenntaþáttur Egils Helgasonar, verður á sínum stað. Í vinnslu er ný tónlistarþáttaröð, Hljómskálinn, sem gítarleikarinn og upptökustjórinn Guðmundur Kristinn Jónsson, eða Kiddi í Hjálmum, sér um. Þá vinnur píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson að fræðsluþáttum um tónlist undir nafninu Með á nótunum, auk þess sem Jónas Sen og Jón Egill Bergþórsson leggja nú lokahönd á þáttaröð um dans, Sex pör, í samvinnu við Listahátíð. Yesmine Olsson verður með þætti um austurlenskan mat og Sveinn Kjartansson kokkur sér um þætti um jólamat. Rithöfundurinn Tobba Marinósdóttir byrjar með nýja þætti, Tobba, 21. september þar sem umfjöllunarefnin varða samskipti kynjanna, heilsu, heitustu umræðurnar hverju sinni og samfélagsleg ádeilumál. Þá snúa þættirnir Nýtt Útlit aftur á SkjáEinn 13. september með nýjum umsjónarmönnum, þeim Jóhönnu Björgu Christensen, Hafdísi Ingu Hinriksdóttur og Ásgrími Má Friðrikssyni, og örlítið breyttum áherslum. ■ LÍFSSTÍLS- OG MENNINGARÞÆTTIR Spurningabomban, nýr spurningaþáttur í umsjón Loga Bergmanns Eiðssonar hefst 23. september. Þar egnir Logi saman tveimur liðum og er markmiðið að skemmta áhorfendum frekar en að sýna hve klárir keppendur eru. Logi heldur einnig áfram með spjallþátt sinn Logi í beinni í nóvember, en þegar eru hafnar sýningar á Týndu kynslóðinni, skemmtiþætti í umsjón Björns Braga Arnarssonar og Þórunnar Antoníu Magnúsdótt- ur. Nýr þáttur um dans hefur göngu sína á RÚV í október. Þáttunum, sem verða í anda hinna bandarísku So You Think You Can Dance, er stýrt af sjónvarpskonunni Ragnhildi Steinunni Jóns- dóttur, sem hefur bakgrunn í dansi. Aðaldómari er dansarinn Katrín Hall. Andri Freyr Viðarsson heldur áfram með Andri á flandri í febrúar. Hin sívinsæla forkeppni Eurovision fer fram á nýju ári og mun ætlunin vera að endurskoða þær leiðir sem verða farnar til að velja lagahöfunda. Spurningaþætt- irnir Útsvar og Gettu betur verða báðir á dagskrá RÚV í vetur, en gert verður hlé á Útsvari þegar Gettu betur fer í loftið í febrúar. Spurningaþátturinn HA? heldur áfram göngu sinni á SkjáEinum í lok september. Sem fyrr er markmiðið ekki að safna sem flestum stigum heldur skemmta áhorf- endum. Umsjónarmaður er leikarinn Jóhann G. Jóhannsson, en honum til halds og traust verður skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm. ■ SKEMMTI- OG SPURNINGAÞÆTTIR ■ ÞÆTTIR AF ÝMSUM TOGA HÆ GOSI HEIMSENDIR KEXVERXMIÐJAN TOBBA SPURNINGABOMBAN ÍSÞJÓÐIN Auk þessara stöðva er innlenda dagskrárgerð einnig að finna á sjónvarpsstöðvunum ÍNN, Omega og N4 á Akureyri. Upplýsingar um dagskrárgerð þessara stöðva má finna á heimasíðum þeirra, inntv.is, omega.is og n4.is. ■ ÍNN, OMEGA OG N4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.