Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 3. september 2011 9
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Markaðsstjóri Upplýsingar veitir:Elísabet Sverrisdóttir
elisabet@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 12. september nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is.
Securitas óskar eftir að ráða til sín öflugan einstakling í starf markaðsstjóra.
Meginmarkmið starfsins er að viðhalda góðri ímynd Securitas sem leiðandi fyrirtækis
á öryggismarkaði. Markaðsstjóri er sérfræðingur í markaðsmálum og er ábyrgur fyrir
stefnumótun, áætlanagerð og daglegum rekstri á markaðsstarfi Securitas.
Helstu verkefni:
• Hefur yfirumsjón með auglýsingamálum,
útgáfustarfsemi og öðru kynningarstarfi
• Vinna við stefnumótun og áætlanagerð vegna sölu-
og markaðsmála ásamt framkvæmdastjóra
• Ber ábyrgð á samræmingu í sölu- og markaðsstarfi
• Er framkvæmdastjóra til aðstoðar við daglega
starfsemi sviðsins
• Ber ábyrgð á útliti og efnisuppfærslu heimasíðu
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði markaðsmála og eða viðskipta,
meistarapróf er kostur
• A.m.k. þriggja ára reynsla af markaðsstarfi
• Einskær áhugi á markaðsmálum, hugmyndaauðgi og frumkvæði
• Góð ritfærni á íslensku og ensku
• Agi og festa í vinnubrögðum
Markaðsstjóri leysir af yfirmenn á sölu- og markaðssviði í fjarveru
þeirra. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.
Securitas er stærsta fyrirtæki landsins á öryggismarkaði og hefur um 400 starfsmenn.
Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra
þjónustu. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land en höfuðstöðvarnar eru
í Skeifunni 8 í Reykjavík.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Fjármálastjóri
Upplýsingar veitir:
Þórir Þorvarðarson
thorir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 11. september nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is.
Festa lífeyrissjóður óskar eftir að ráða í stöðu fjármálastjóra.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Dagleg fjárstýring
• Yfirumsjón með reikningshaldi, kostnaðareftirliti,
áhættustjórnun og greiningu
• Undirbúningur fyrir endurskoðun og ábyrgð á innra eftirliti
• Áætlanagerð og frávikagreining
• Vinnsla og framsetning upplýsinga um fjármálastöðu
og rekstraruppgjör
• Skýrslugerð
• Seta í fjárfestingaráði sjóðsins
Hæfniskröfur og eiginleikar:
• Viðskiptafræðimenntun á háskólastigi eða
sambærilegt
• Löggilding í verðbréfamiðlun æskileg
• Reynsla af rekstri og fjármálastjórnun
• Víðtæk fjármálaþekking
• Góð þekking á helstu fjárhagsupplýsingakerfum
• Frumkvæði og fagmennska í starfi
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Festa lífeyrissjóður er einn af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins. Sjóðurinn varð til við sameiningar Lífeyrissjóðs
Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands árin 2005 og 2006. Aðalskrifstofa sjóðsins er í Reykjanesbæ, en einnig eru
skrifstofur sjóðsins á Selfossi og Akranesi. Við sameiningarnar runnu saman þrír öflugir sjóðir með um 15 þúsund
greiðandi sjóðfélaga og um 5 þúsund lífeyrisþega. Sjóðurinn rekur bæði aldurstengda samtryggingardeild og
séreignardeild. Fjármálaeftirlitið er eftirlitsaðili með starfsemi sjóðsins. www.festa.is