Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 03.09.2011, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 3. september 2011 7 Kynning - auglýsing Ég sá pole fitness fyrst í London fyrir nokkrum árum og þótti það mjög áhugavert og ákvað að læra handtök- in,“ segir Josy Zareen, eigandi Pole fitness center á Íslandi í Faxafeni 12. Josy hefur kennt súlufimi á Íslandi frá árinu 2006 og var sú fyrsta til að gera það hér á landi. „Þá kenndi ég í Magadanshúsinu,“ segir hún en pole fitness varð fljótt svo vinsælt að Josy ákvað að stofna sér batterí í kringum það. En hvað er pole fitness? „Það er fyrir mér nokkurs konar fimleikar á súlu. Þetta er íþrótt og því æfum við ekki á háhæluðum skóm heldur í íþróttaskóm eða skólausar,“ segir Josy. Hún telur að vinsældir súlufim- innar sé ekki að rekja til súludansara. „Við stundum þetta allt öðruvísi. Við notum ekki dansa heldur nálgumst þetta eins og líkamsrækt.“ Josy segir að konurnar í tímum sínum séu sérstaklega ánægðar með hversu fljótt þær nái árangri. „Þær fá aukið sjálfstraust því breytingarnar á líkamanum eru fljót- ar að koma fram. Fætur og hendur styrkj- ast og hinir svokölluðu „bingóvöðvar“ hverfa fljótt,“ segir hún glettin og bætir við: „Á fáeinum vikum finnur maður styrk- inn aukast um heilan helling.“ Þeir sem stunda pole fitness mæta þrisvar í viku. „Við kenndum áður tvisvar í viku en fjölg- uðum tímunum því fæstar konur eiga súlu heima til að æfa sig á,“ segir Josy glaðlega og bendir á að teygt sé vel fyrir og eftir æf- ingar og stundum séu heilu tímarnir bara með teygjum. Að sögn Josy kemur mörgum á óvart sem prófa pole fitness í fyrsta sinn hversu skemmtileg íþróttin er. „Vissulega eru sumar æfingarnar erfiðar en konurnar læra hratt þá tækni sem til þarf, því þetta snýst að mörgu leyti um tækni frekar en hreinan styrk.“ Þegar Josy byrjaði að kenna súlufimi fyrst í Magadanshúsinu voru stúlkurn- ar sem sóttu tímana flestar á aldrinum 18 til 25 ára. Í dag eru langflestar á aldurs- bilinu 25 til 30 ára. „Eldri stelpurnar sækja orðið meira í súlufimina því þær vita að við notum ekki hæla og hugsum þetta öðruvísi en flestir.“ Sem dæmi um hugarfarsbreytingu fólks nefnir Josy að hjá henni stundi nokkrar mæðgur íþróttina saman. „Mæður hafa hringt í mig með áhyggjur af unglingsdætrum sínum sem hafa vilj- að stunda súlufimi. Þegar ég útskýri fyrir þeim út á hvað pole fitness gengur sann- færast þær um að prófa sjálfar,“ segir Josy og finnst skemmtilegt að fylgjast með mæðgunum hjálpast að á súlunni. Nánari upplýsingar má finna á www. polefitness.is SKEMMTILEG íþrótt á súlu Hjá Pole fitness center á Íslandi er kennd súlufimi, eða pole fitness. Þar er aldrei æft í háum hælum enda segir Josy Zareen að pole fitness séu fimleikar á súlu og eigi ekkert skylt við súludans. „Ég hef alltaf verið dansandi, bæði á böllum og heima, en ætlaði samt alltaf að verða grafískur hönn- uður og er menntuð sem slík frá Listaháskólanum. Það skilar sér þegar ég er að vinna í vefsíðunni minni um dansinn, www.brynj- apeturs.is,“ segir Brynja Péturs- dóttir brosandi. Hún byrjaði ung með sína eigin starfsemi, eftir að hafa lært hip- hop í Kramhúsinu og maga- dans hjá Josy Zareen. „Ég opn- aði heimasíðu og tók sal á leigu í Árbæjarþreki 2004 til að kenna í,“ segir hún en kveðst svo sjálf hafa sótt sér aukna dansmenntun út fyrir landsteinana. „Ég fer minnst tvisvar á ári út að dansa og læra, oftast til New York þar sem ég er með marga kennara en ég hef líka lært í London, París, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Helsinki bæt- ist á listann núna í haust,“ segir hún og bætir við: „Þetta er nefni- lega svo slungið með street-dans- inn. Ef fólk er í klassískum döns- um, djassi eða ballett þá fær það gráðu en skólar kenna ekki street- stílana til prófs heldur þróast þeir bara, sem er svo fallegt.“ Brynja kveðst meðal annars hitta reglulega kennara í New York sem haldi utan um hiphop- dansinn, bæði gömlu sporin og nýju. „Buddha Stretch er alger gúru og vann meðal annars fyrir Michael Jackson. Hann hefur haft mikil áhrif á mótun dansins og mörg spor urðu til heima í stofu hjá honum. Hiphop er nefnilega svo ungur dans að enn er hægt að finna frumkvöðlana sem hafa fylgt honum frá byrjun.“ Brynja er enn með námskeið í Árbæjarþreki og er að bæta við tímum í Hreyfingu þar sem hægt er að koma í dans og fá opið kort í líkamsrækt. Hún kveðst kenna í hópum, 12 til 15 ára, 16 til 19 ára og svo 20 plús. Þannig fái hún til sín bæði byrjendur og reyndara fólk. gun@frettabladid.is Dansinn er mín ástríða Brynja Pétursdóttir er ástríðudansari sem aðhyllist hiphop og aðra street-dansa sem hún lærir úti í löndum. Hún hefur kennt í Árbæjarþreki undanfarin ár og er nú að bæta danstímum í Hreyfingu við. Street-dansinn hefur smám saman verið að ryðja sér til rúms og bæði strákar og stelpur stunda hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Josy Zareen leggur ríka áherslu á að súlufimi sé íþrótt og eigi ekkert sameiginlegt með súludansi. Á fáeinum vikum finnur maður styrkinn aukast um heilan helling. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.