Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 03.09.2011, Qupperneq 72
6 fjölskyldan Krakkar Frábær 14 vikna námskeið fyrir ykkur. Yngst 5 ára. Freestyle Michael Jackson Break Allt það nýjasta Yngst 9 ára Einnig námskeið fyrir 18+ Reykjavík og Mosfellsbær Innritun og upplýsingar www.dansskoliheidars.is og í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 20 til 12. sept. Kennsla hefst mánudaginn 12. sept. Systkinaafsláttur 2. barn hálft gjald 3. barn frítt Reykjavík og Mosfellsbær styrkja dansnám barna Konusalsa Sjóðheitt námskeið. Hentar öllum konum, ungum og öldnum, liðugum og stirðum. Skemmtileg hjóna- og paranámskeið Byrjendur og framhald. Keppnisdansar Hinn frábæri danskennari Svanhildur Sigurðardóttir sér um þjálfunina. Mæting 2x eða 3x í viku. Í 50 ár LOSAÐU ÞIG VIÐ SYKURFÍKNINA OG KRÆKTU ÞÉR Í FULLT AF ORKU! 20% AFSLÁTTU R Þú færð Turbo Greens í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna Innflutningsaðili: KUNG FU tímar fyrir krakka Skeifunni 3j • Sími 553 8282 • heilsudrekinn.is Byrja 5.september Haustskráning hafin Snáðarnir mínir hafa gott nef fyrir því hvaða bækur eru líklegar til að falla í kramið hjá öðru smáfólki. Ég treysti því dómgreind þeirra fyllilega og ber reglulega undir þá álitlegan bókakost sem þeir ýmist samþykkja eða hafna,“ segir Sara Hlín Hálf- dánardóttir, sem í bíltúr fyrir fimm árum fékk þá flugu í höfuðið að gefa út barnabækur undir forlagsnafninu Unga ástin mín. „Þá var eldri sonur minn orðinn mikill bókaormur en á bókasafninu freistaði bókakosturinn ekki nóg. Ég fór því á Amazon og pantaði lit- ríkar, harðspjalda smábarnabækur með ljósmyndum af alvöru dýrum, því sá stutti áttaði sig ekki alltaf á því hvort svín eða kónguló væri á teikningum sumra bóka,“ segir Sara, sem veðjaði á að eins yrði með önnur börn þegar hún sá son sinn eiga endalaust góðar stundir með bókunum að utan. Fyrsta árið gaf hún út sex bækur úr geymslunni sinni á Álftanesi, en fimm árum seinna eru bókatitlarn- ir orðnir sextíu talsins og umsvif- in rekin frá Englandi, þar sem Sara býr með fjölskyldu sinni í litlu sveitaþorpi nálægt Cambridge. „Hér er ég í suðupotti barnabók- mennta. Bretar eru ekki síðri bóka- þjóð en Íslendingar og kröfuharðir á að börn byrji snemma að lesa. Þann- ig á fjögurra ára sonur minn að vera farinn að stauta sig í gegnum staf- rófið og mikið er lagt upp úr end- ursögn barna úr bókum og að þau geti lagt dóm á sögupersónur og boðskap,“ segir Sara, sæl með lífið og tilveruna úti. „Hér krefst lífið samstöðu og við höfum borið gæfu til að vera samstíga. Fjölskyldan hefur líka orðið nánari þegar stór- fjölskyldan er ekki til taks. Eftir skóla tekur við leikur með vinum og samvera fjölskyldunnar, og um helgar förum við í dýragarð, sund, á söfn eða í heimsókn til vina. Í lengri skólafríum förum við til Frakklands eða í sveitaferðir því skólaárið er öðruvísi en heima og mikið um löng frí inni á milli allt skólaárið.“ Sara segir breskar konur í meiri- hluta kveðja vinnumarkað um 35 til 40 ára aldur til að snúa sér að barneignum. „Það sem eftir lifir eru karlarnir fyrirvinnan og vinna langan vinnudag. Því sætir hér undrum að minn maður skuli taka til hendinni heima og jafnvel vera einn með börnin þegar ég þarf í lengri vinnuferðir. Ég fyllist því stolti yfir hversu langt Íslendingar eru komnir í jafnréttisbaráttunni.“ Í tilefni afmælisins verða bóka- titlar útgáfunnar á allt að sextíu prósenta afslætti á öllum sölustöð- um, sem Sara segir afmælisgjöf til barna landsins og gefa fólki færi á að vera snemma í jólainnkaupum. „Ég er óendanlega þakklát fyrir þessar góðu viðtökur. Elsku eigin- maðurinn minn hefur verið mín hægri hönd allan tímann, en hann er stjórnarformaður og ég fram- kvæmdastjóri. Árlega sitjum við saman stjórnarfundi og þar verð- ur okkur iðulega sundurorða. Alla jafna rekur hann mig í lok fundar- ins en ræður mig jafnharðan aftur því hann veit að hann fær ekki betri framkvæmdastjóra,“ segir Sara hlæjandi. „Það er búið að vera gaman að standa í þessu ævintýri með honum og víst er að hann hefur sparað mér mörg mistökin með því halda mér niðri á jörðinni.” - þlg BÖRNIN ERU BEST dómbær á bækur Unga ástin mín er fimm ára í dag. Fædd á Álftanesi, þar sem hún sleit barnsskónum í lítilli geymslu, en dafnar nú sem aldrei fyrr á Englandi í umsjá þriggja systkina sem vita hvað þau og önnur börn vilja þegar kemur að lestri góðra bóka. Ekta fjölskyldufyrirtæki Sara Hlín með eiginmanni sínum, Davíð Guðjónssyni, og börnunum Hávari Daníel fjögurra ára, Hugrúnu Evu sex mánaða og Alvari Davíð sjö ára, sem er höfuðpaurinn í Unga ástin mín og varð til þess að bókaútgáfan varð til. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.