Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 93
LAUGARDAGUR 3. september 2011 57
SKRÁÐU ÞIG Í SÖNGNÁM NÚNA
ListaAkademían kynnir
3ja mánaða framhaldsnám
Fyrir þá sem hafa lokið CVT grunnnámi og stefna á framhald.
Hópur C –
Hefst 6. september. Kennsla fer fram á þriðjudögum í september, október og nóvember, alls 12 skipti.
Fjöldi þátttakenda er 8 á hverju námskeiði. Aldurstakmark 20 ára.
3ja mánaða söngnám fyrir 14–17 ára
Fyrir unga söngvara sem vilja bæta sig eða þá sem stefna á söng- eða leiklistarnám í framtíðinni.
Hefst 5. september. Kennsla fer fram á mánudögum í september, október og nóvember, alls 12 skipti
Fjöldi þátttakenda er 8 til 10 á hverju námskeiði. Aldurstakmark 14 ára.
3ja mánaða grunnnám í CVT
Fyrir þá sem vilja bæta söngkunnáttu sína eða þá sem stefna á söng- eða leiklistarnám í framtíðinni.
Hópur A – Hópur B –
Hefst 14. september. Kennsla fer fram annan hvern miðvikudag og fimmtudag í september, október
og nóvember, alls 12 skipti.
Fjöldi þátttakenda er 8 til 12 á hverju námskeiði. Aldurstakmark 18 ára.
NÝTT
SKRÁNING STENDUR YFIR
ÖRFÁ PLÁSS LAUS
LAUST
LAUST
FULLT
COMPLETE
VOCAL STÚDÍÓ
Skráning á námskeiðin fer fram á hera@herabjork.com og í síma 864 3704.
Kennarar: Hilda Örvars, Birgitta Haukdal, Björk Jónsdóttir,
Ágústa Ósk og Hera Björk.
Undirleikarar: Pálmi Sigurhjartar, Agnar Már, Ásgeir
Ásgeirs og Andrés Þór.
„Ég tók eins árs nám í Complete Vocal Technique og mæli hiklaust með þessari tækni. Ég náði að
staðsetja ýmislegt í söngröddinni sem ég vissi ekki að ég ætti til. Allt sem var svo erfitt fyrir mig að syngja
í gamla daga er núna ekkert mál. Ég hafði mjög gott af þessu og kom sjálfum mér á óvart.“ Páll Óskar
Söngkonan HERA BJÖRK er í forsvari fyrir Complete Vocal
Stúdíó. Hún er með kennararéttindi frá Complete Vocal Institute
í Kaupmannahöfn og hefur unnið fyrir skólann víðsvegar um
Evrópu sem fyrirlesari og kennari. Hera Björk hefur kennt
tæknina hér á landi undanfarin ár við góðan orðstír.
Kl
ap
pa
rs
tíg
ur
Laugavegur
Hverfisgata
29
Rakarastofan
Klapparstíg
Klapparstíg 29 • Sími 551 3010
Opið lau kl. 10-14
Hárgreiðslustofan
Klapparstíg
FÓLKIÐ Í KJALLARANUM Ilmur Kristjáns-
dóttir var tilnefnd til Grímuverðlauna
fyrir frammistöðu sína.
Leiksýningin Fólkið í kjallaran-
um fer aftur á fjalir Nýja sviðs
Borgarleikhússins nú um helgina.
Leikritið byggir á samnefndri
skáldsögu Auðar Jónsdóttur og
er lýst sem grátbroslegri sögu en
um leið uppgjöri við ’68 kynslóð-
ina og venjubundnar hugmyndir
um lífið og tilveruna. Með aðal-
hlutverk fara Ilmur Kristjáns-
dóttir, Guðjón Davíð Karlsson,
Birgitta Birgisdóttir, Sigrún
Edda Björnsdóttir og Jóhann Sig-
urðarson.
Verkið var tilnefnt til níu
Grímuverðlauna og voru
Auður og Ólafur Egilsson valin
leikskáld ársins. Takmarkaður
sýningafjöldi verður nú í haust,
þar sem sýningin þarf að víkja
fyrir öðrum verkum í október.
Fólkið í
kjallaranum
aftur á svið
Hannes Pétursson, eitt af merk-
ustu samtímaskáldum Íslands,
sendir frá sér nýtt verk í haust.
Bókin nefnist Jarðlag í tímanum
- Minningarmyndir úr barnæsku.
Þar skráir Hannes minningabrot úr
barnæsku sinni norður í Skagafirði
af kunnu listfengi.
„Myndirnar sem hann dregur
upp eru frá því úr bráðri bernsku
hans og fram yfir seinni heims-
styrjöld þegar hann flytur ungling-
ur til Reykjavíkur,“ segir Sigurður
Svavarsson, forleggjari hjá Opnu
sem gefur bókina út. Hann segir
minningarmyndirnar bæði segja
sögu samfélags og þjóðar, sem og
frá því hvernig skáld mótast.
„Það hefur margt drifið á daga
Hannesar og hann nær aftur í
fornan tíma, til dæmis í sveita-
dvöl frammi í sveit og þegar hann
á lýveldisárinu starfar sem kúskur
í vegagerð með hestvagni í brekk-
um Öxnadalsheiðar Skagafjarðar-
megin, meðan fyrsta jarðýtan er
að leggja af stað Eyjafjarðarmeg-
in. Hann er unglingur á Króknum
á stríðsárunum og sér Marlene
Dietrich syngja fyrir hermenn-
ina í Bifröst. Öllu lýsir Hannes svo
skáldlega að úr verður lítill míkró-
kosmos; þó hann skyggnist um frá
Króknum sem einungis er Depill
á hnettinum, svo vísað sé í fyrsta
kaflaheiti bókarinnar. Myndir af
samferðarfólki eru skýrt dregnar
og sitja lengi í minninu.“
Hannes hefur unnið að bókinni í
nokkur ár. Að sögn Sigurðar verð-
ur hún hátt í 400 síður að lengd og
kemur líklega út um mánaðamót
október/nóvember.
Hannes Pétursson sendi síðast
frá sér ljóðabókina Fyrir kvölddyr-
um árið 2006 sem var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
- bs
Hannes Pétursson rifjar upp æskuárin
HANNES PÉTURSSON Rifjar upp æskuár
sín norður í Skagafirði í bókinni Jarðlag í
tímanum, sem kemur út í haust.
Myndlistarkonan Þóra Þóris-
dóttir heldur kynningu á sýn-
ingu sinni „Rubrica“ eftir messu
í Hallgrímskirkju á sunnudag.
Sýning Þóru Þórisdóttur,
„Rubrica“, hefur vakið nokkra
athygli. Á sýningunni eru mynd-
verk sem fjalla um túlkun Þóru
á Heilögum anda, en hún leggur
áherslu á að rétta við kynjað
táknmál Biblíunnar. Lykilverk-
ið á sýningunni er Biblía sem
Þóra hefur þvegið með saltvatni
og blóði ásamt því að skrifa inn
ýmsar hugleiðingar og leið-
beiningar. Titill sýningarinnar
„Rubrica“ vísar meðal annars
til rauða litarins í yfirskriftum,
greinirósum og leiðbeiningum í
helgum ritum.
Sýning Þóru er þriðja sýningin
í sýningaröð Listvinafélags Hall-
grímskirkju, Kristin minni. Guð-
rún Kristjánsdóttir er hugmynda-
smiður sýningaraðarinnar en Ólöf
Nordal er sýningastjóri Rubica.
Kynning Þóru hefst klukkan
12.30 á sunnudag og eru allir vel-
komnir. Á heimasíðu Listvina-
félagsins má enn fremur nálgast
upptöku af samræðu myndlistar-
mannsins við Sólveigu Önnu Bóas-
dóttur guðfræðing og Ólaf Gísla-
son listfræðing.
Sýning Þóru stendur fram yfir
miðjan september og er opin alla
daga frá 9 til 17.
Rýnt í
Rubica Þóru