Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 94

Fréttablaðið - 03.09.2011, Page 94
3. september 2011 LAUGARDAGUR58 folk@frettabladid.is + Bókaðu flug á www.icelandair.is Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina. BARNABÖRN lífga nú upp á líf sálfræðingsins dr. Phil McGraw eftir að syni hans og tengdadóttur fæddist sonur í vikunni. Daginn eftir fagnaði sáli svo 61 árs afmæli sínu. Rokkarinn Gene Simmons úr hljómsveitinni Kiss mun ganga að eiga Shannon Tweed í Los Angeles hinn 1. október næst- komandi. Simmons bað um hönd Tweed í raunveruleikaþætti sínum, Gene Simmons Family Jewels, í júlí síðastliðnum. Þeim liggur greinilega á að láta pússa sig saman, sem verður að teljast fyndið í ljósi þess að þau hafa búið saman síðan 1985. Simmons og Tweed, sem taka mun upp eftirnafn rokkarans, eiga tvö börn saman, soninn Nicholas sem er 22 ára og dótt- urina Sophie sem er 18 ára. Gene gamli genginn út ÁSTFANGIN Gene Simmons og Shannon Tweed ganga upp að altarinu í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY Bíó ★★★★ Á annan veg Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Aðalhlutverk: Hilmar Guðjónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þor- steinn Bachmann Maður er manns gaman Sögusviðið er níundi áratugurinn. Finnbogi og Alfreð eru vegavinnumenn sem eyða heilu sumri saman á ótilgreindum sveitavegi og mála gular línur og berja stikur ofan í jörðina. Finnbogi er ástmaður systur Alfreðs, og mönn- unum semur ágætlega þrátt fyrir stöku árekstra. Svona hefst kvikmyndin Á annan veg, sem er fyrsta mynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Stórbrotin náttúra Íslands spilar stórt hlutverk í myndinni og fjarlægðin við ys og þys bæjarins skapar einmanalega stemningu. Ég gæti hugsað mér að berja niður nokkrar stikur með þeim félögum en síðan þyrfti ég að láta mig hverfa. Menn þurfa að vera ansi samstilltir til að þola nærveru hvor annars viku eftir viku í einangrun, og þó að Alfreð keyri í bæinn um helgar til að „fá utan um hann“ verða samskipti mannanna sífellt súrari eftir því sem líður á sumarið. Á annan veg er þroskasaga. Í upphafi myndar fær áhorfandinn þá til- finningu fyrir Finnboga að hann sé sá þroskaði og klári en að Alfreð sé metnaðarlaus vitleysingur. Ekki er þó allt sem sýnist og í ljós kemur að Finn- bogi á talsvert eftir ólært um lífið og tilveruna, og smám saman rennur það upp fyrir honum að hann getur lært heilmikið af vitleysingnum. Þegar Alfreð fer í fýlu og lætur sig hverfa getur Finnbogi varla barið niður vegastiku, og lýsir sú sena vináttu þeirra vel. Eins ólíkir og þeir eru virðast þeir háðir hvor öðrum, bæði andlega og í vinnunni. Maður er jú manns gaman. Það eru þeir Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson sem fara með hlutverk félaganna og samleikur þeirra er óaðfinnanlegur. Þorsteini Bachmann bregður fyrir annað slagið í líki vörubílstjóra og bannsettur senuþjófurinn sem hann er fær mann til að vilja sjá miklu meira af honum. Stundum fékk ég það reyndar á tilfinninguna að hann væri hreinlega ekki til. Annað hvort ímyndun mannanna eða hugsanlega draugur. Útlit myndarinnar er áferðarfallegt og minimalískt, og myndatakan er hreinasta afbragð. Hafsteinn leikstjóri heldur vel utan um söguna og leyfir senunum að dragast vel á langinn, og hentar það myndinni fullkomlega. Endir myndarinnar er þó helst til snubbóttur, og hann er það eina sem ég finn að annars stórgóðri mynd. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Óvenju þroskuð kvikmynd frá nýliðanum Hafsteini, krydduð hæfilegum skammti af húmor og depurð. Kvikmyndin Á annan veg var frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudaginn var. Margmenni sótti sýninguna og skemmti fólk sér konunglega. Á annan veg er gamanmynd í leikstjórn Hafsteins G. Sigurðssonar sem fjallar um tvo unga menn sem starfa við vegavinnu á afskekktum fjall- vegum á níunda áratugnum. Með aðalhlutverk fara Sveinn Ólafur Gunn- arsson, Hilmar Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann. Vegavinnumenn Í SVIÐSLJÓSINU KÁTIR KAPPAR Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar, og Sindri Kjartansson framleiðandi voru kátir á frumsýningunni. GOTT GRÍN Uppistandararnir Halldór Halldórsson og Bergur Ebbi Benediktsson ásamt eiginkonu þess síðarnefnda, Rán Ingvarsdóttur. LEIKSTJÓRASPJALL Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Benedikt Erlingsson spjöll- uðu saman fyrir sýninguna. AÐALLEIKARARNIR Leikstjórinn Hafsteinn Gunnar ásamt leikurunum Hilmari Guð- jónssyni og Sveini Ólafi Gunnarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLOTTIR FEÐGAR Feðgarnir Sigurjón Kjartansson og Egill Gauti létu sig ekki vanta á frumsýninguna. Sigurjón er bróðir Sindra, framleiðanda myndarinnar. 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.