Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 13

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 13
Eríndi eftir Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir Heilbrigði er eitt þeirra lífsgæða sem hæst eru skrifuð í gildismati nútímans. Heilbrigði er hvort- tveggja í senn dýrmætasta eign hvers einstaklings og ein verðmæt- asta auðlind hverrar þjóðar. En hvað er heilbrigði? heil-brigði KV ÓB (eða -is H) 1 hreysti, það að vera heilbrigður. 2. heilsa, heilsufar: heilbrigðis- ástand, -lögregla, -mál, -fulltrúi, -stétt starfsstétt sem fæst við heil- brigðismál, -þjónusta, -brigður 1. heill, hraustur, sjúkdómslaus, sem líður vel líkamlega eða and- lcga. ýr oröabók. Heilbrigði er afstætt hugtak sem ekki er unnt að sltilgreina á þann veg að allir sætti sig við. Til þess er hugtakið of margþætt, teygjan- legt og breytilegt. Hvaða tilgangi þjónar það þá að skilgreina heilbrigði? ,,I fyrsta lagi er æskilegt að geta sagt til um það hver sé ekki heil- brigður, m.a. til að stuðla að sem réttlátastri skiptingu framlags samfélagsins til þeirra sem eru sjúkir. í öðru lagi hefur það pólitíska þýðingu að geta, ,mælt“ framfarir og árangur. Eru fleiri eða færri heilbrigðir nú en áður? í þriðja lagi getur það verið nauðsynlegt vegna rannsókna og vísindastarfa. Heilbrigði er oft skilgreind sem andstæða við sjúkleika. Er þá gengið út frá því að auðveldara sé að ákveða hvort viðkomandi ein- staklingur sé veikur en að segja til um hvort sá sami sé heilbrigður. Miðað er við hlutlægt eða huglægt mat. Hlutlæga matið leggur áherslu á einkenni, teikn sjúkdóma og nið- urstöður rannsókna. Jafnframt er gert ráð fyrir að til staðar séu sárs- Guðjón Magnússon, auki, angist eða kvíði, eða þá skert starfshæfni. Þá er áskilið að sjúkdómsferillinn fylgi, a.m.k. í aðalatriðum, lýsingum í fræðirit- um. Huglæga matið er opnara og ffjálslegra, fleiri einkenni og teikn koma til greina en ekki er krafist rannsóknarniðurstaðna er styðja sjúkdómsgreininguna. Á sama hátt skiptir ekki jafnmiklu máli og við hlutlægt mat hvort sjúk- dómsferill fellur að eldri lýsing- um. Það má skoða þessar tvær skýr- ingar í ljósi langrar þróunar. Hlut- læga matið má rekja til bráðra smitsjúkdóma sem einkenndu sjúkdómatíðni áður fyrr. Hug- læga matið er aftur á móti tengt hugmyndum um truflun á jafn- vægi sálar og líkama. En er þá auðvelt að segja til um hver sé veikur? Lítum aðeins nánar á helstu kenningar um orsakir sjúkleika. Gjafavara I úrvali Mikiö úrval df grafík og málverkum eftir þekkf lisfafólk Innnömmun SuDunnesun Vatnsnesvegi 12 — Keflavík. Sími 3598. FAXI 89

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.