Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1986, Side 37

Faxi - 01.03.1986, Side 37
fjármagnað - og nú var að njóta sólarferðar. Hýrlegt og ágengt bros þjónsins, leikinn af Bimi Sveinssyni, þokaði hugarfarinu bægt og sígandi út af staðfastri braut frúarinnar, sem endaði með þeirri eindregnu niðurstöðu að karlmennirnir hefðu ekki einka- feyfi á framhjáhaldi. Kannske gerir slík niðurstaða minni usla í hjúskaparsáttmálanum en maður hafði vænst a.m.k. var það svo hjá þeim hjónum. Þau pökkuðu í töskur sínar til heimferðar í sæmi- legu samkomulagi, þó kaupgleði frúarinnar færi dálítið í taugarnar og þrengdi að rúmtaki ferðatösk- unnar. Unnsteinn hefur lengi verið einn af megin burðarásum L.l. og var það greinilega í þessari sýningu. Sigurbjörg lék einnig af prýði — líklega stærsta hlutverk sem hún hefur leikið hingað til. Önnur hlutverk gáfu ekki tilefni til átakaleiks, en öll voru þau ,,með á nótunum“ og fylltu vel út í rammann — kannske svolítið mis- munandi litrík, t.d. dansaði Þór- ný af þokka og nokkru yfirlætí — já því ekki það, eða litlaus eins og flagaranum-þjóninum — tókst að vera í von um að hann fengi, ,pen- ing fyrir lítið viðvik“. Aðrir sem unnu að sýningunni voru: Ljósameistari: Sævar Ósk- arsson. Hljóð: Ástþór B. Sigurðs- son. Framkvæmda- og sýningarstjóri: Sigfús Dýrfjör. Stjórn smíða- vinnu: Viggó Benediktsson. Leik- myndateiknun: Bragi Einarsson. Hvíslarar: Anna María Guð- mundsdóttir og Guðríður Guð- jónsdóttir. Búningar: Guðný Jó- hannsdóttir, Unnur Jóhannsdótt- ir og Sigríður Halldórsdóttir. Litla leikfélagið fer 6. maí í leik- för til Danmerkur og mun þar hafa 3 sýningar á Viva Espana (Sólarferð). Faxi óskar þeim góðrar ferðar. Núverandi stjórn Litla leikfélags- ins skipa: Formaður: Sigfús Dýr- fjörð. Varaformaður: Unnsteinn Egill Kristinsson. Gjaldkeri: Svavar Óskarsson. Ritari: Ólafur Sigurðsson. Meðstjórnandi: Þór- ný Jóhannsdóttir. Varamenn: Guðrún Stefánsdóttir, Ómar Jó- hannsson. cy Hvenær byrjaðir þú 4 Opinn fundur um vímuefni Þriðjudaginn 8. apríl gengust for- eldrafélög Myllubakkaskóla og Holta- skóla fyrir opnum fundi um vímu- eíni. Fundinum stýrði Konráð Lúðvíks- son læknir, formaður foreldrafélags My llubakkaskóla. Frummælendur voru: Þórarinn Týrfingsson læknir, Bogi Amar Finn- bogason, formaður foreldrafélaga í Reykjavík, Óskar Þórmundsson lög- reglumaður og Ambjöm Ólafsson læknir. IVeir fyrri frummælendur töluðu einlcum um ólögleg vímuefni og vam- ir gegn þeim. Fram kom hjá Óskari að frá Í980 hafa um 250 verið teknir á Suðumesjum af lögreglu fyrir fíkni- efnaneyslu. Ambjöm sagði frá reynslu sinni sem læknir og auknum drykkjuskap á þessu svæði. Á eftir framsöguerindum töluðu all- margir: Kom fram gagnrýni á þá stefnu að aðskilja vímuefni í lögleg og ólögleg og mótmælt var uppgjöf fyrir löglegum vímugjöfum eins og áfengi. Harðastir í þessari gagnrýni vom Hilmar Jónsson og Tómas Tómasson. Séra Öm Báður Jónsson prestur í Grindavík taldi að fólk skorti fótfestu og trú. Þess vegna væri siðferðið á lágu stigi og vímuefnaneysla vaxandi. Skarphéðinn Njálsson lýsti allítar- lega ýmsum tækjum og tólum sem eit- urlyfjaneytendur nota. Hann harmaði að bindindi og ungtemplarafélög ættu minnkandi gengi að fagna meðal ungl- inga. Jón Helgason nemi sagði frá heim- sókn í skóla sem hann hafði unnið að og fræðslufundi í Tónabæ í byrjun janúar. Jón lagði áherslu á trúarleg viðhorf. Þau væru besta meðalið gegn víni og dópi. Fundurinn var mjög vel sóttur af fullorðnum. 5Sj Kjc W ÍK Kjörskró fyrir bœjarstjó lögö fram á skrifstofu i- götu 12, 31. mars og li Bœjarstjórinn í Keflavi jrskrá eflavík rnarkosningarnar í Keflavík var (eflavíkurkaupstaöar, Hafnar- ggur hún frammi í fjórar vikur. k Verslunarba Óskum Suöu farsœldar á og þökkum liðnum vetri /Æ Verslunc Útibúiö Vatnsr '0' inki íslands hf. rnesjamönnum komandi sumri viðskiptin á irbanki íslands h.f. lesvegi 14 í Keflavík FAXI 113

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.