Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1986, Page 5

Faxi - 01.12.1986, Page 5
mér kunnugt um, að hún hafi sér- staklega verið reist til minningar um hann. En þessi kirkja hún helgast af anda hans — og ekki að- eins það, heldur er svo margt hér, sem minnir á hann. Dýrgripurinn mesti er steinninn, sem Hallgrím- ur lagði á leiði elskaðrar og óvenju efnilegrar dóttur sinnar í Hvals- neskirkjugarði, dóttur, sem hann missti í bemsku og syrgði svo mjög. Á hann er höggvið nafn hennar með hans eigin hendi og dánarár. Þessi dýrgripur var týndur í heilan mannsaldur, en héðan í frá mun hann ekki týnastj heldur varðveitast í þessum helgi- dómi, þessari kirkju meðan hún stendur. En annan bautastein reisti Hallgrímur þessari elskuðu dóttur sinni, sem ekki mun held- ur týnast, tvö ódauðleg erfiljóð, einhver hjartnæmustu og feg- urstu, sem ort hafa verið á ís- lenska tungu. En hér í þessari kirkju er fleira sem minnir okkur á Hallgrím Pét- ursson. Það er sú mynd, sem greypt hefur verið í kórvegg kirkj- unnar, mynd hins mikla snillings orðsins og mesta trúarskálds vor íslendinga, gerð af einum mesta snillingi íslenskrar höggmynda- listar fýrr og síðar, Einari Jóns- syni. í þessari mynd kemur snilld hans svo fagurlega, táknrænt og eftirminnilega fram, að hver mað- ur, sem lítur hana, hlýtur að fýll- ast aðdáun og lotningu. Á ég þá ekki fýrst og fremst við, hversu fögur og vel gerð eftirlíking hún er af hinni fornu teiknimynd af Hall- grími Péturssyni, sem víða gefur að líta, heldur miklu frernur í því, sem undir myndinni má sjá, hvemig lsitamaðurinn túlkar hið kunna og fagra vers Hallgríms Péturssonar: Gefðu að móðurmálið mitt minn Jesú, þess ég beiði frá allri villu klárt og kvitt, krossins orð þitt útbreiði um landið hér til heiðurs þér helst mun það blessun valda meðan þín náð lætur vort láð, lýði og byggðum halda. Hvemig listamaðurinn af sinni hugvitsömu snilld lætur innihald og þungamiðju orða þessa fagra bænavers koma ffam í gullnum krossi í miðju versi og leggur þannig sérstaka áherslu á og túlk ar með listrænum hætti það sem hann veit, að Hallgrímur vill fýrst og fremst að komi fram og ljómi mót hverjum kirkjugesti, og raun- ar sérhverjum kristnum manni. Það er krossinn — krossinn, sigur- tákn kristinnar trúar. Fyrst ég er farinn að tala um listamenn, get ég ekki látið hjá líða að nefna nafn listakonunnar Unnar Ólafsdóttur, sem gert hef- ur hið fagra altarisklæði og hátíða- hökul kirkjunnar. En Unnur Ólafsdóttir var þesari kirkju tengd með sérstökum hætti og sýndi það svo sannarlega í verki með gjöfum og órofa tryggð við þennan helgidóm. Eitt nafh hlýt ég enn að nefna, nafn Magnúsar Pálssonar, organista þessarar kirkju í 43 ár. Þótt Magnús hlyti ekki mikla menntun í listgrein sinni, þá var hann listamaður af Guðs náð, bæði sem organisti, tónskáld og frábær hagleiksmað- ur í höndum. Eftir hann var lagið, sem sungið var við stólversið áð- an. — Allir þessir listamenn, sem ég nú hefi nefnt, eru löngu látnir, en verk þeirra lifa og blessuð sé minning þeirra. Hér í Hvalsneskirkju ríkir því ekki aðeins með áhrifaríkum hætti andi Guðs heilaga orðs, heldur einnig í sannleika andi göf- ugra lista. — En kannski verkar í oss hér í þessum helgidómi sterk- ast andi Hallgríms Péturssonar. Hér í Hvalsnesi hafa þjónað margir prestar síðan um daga Hallgríms, og er ég, sem nú er að kveðja ykkur, kæru vinir, eiim í þeirra hópi. Áreiðanlega hefur enginn okkar náð andríki Hall- gríms Péturssonar, í stólræðum okkar hér í Hvalsneskirkju, sem varla er að vænta. En allir svo ólíkir sem við annars höfum verið - allir höfiun við byggt ræður okkar og raunar líf á sama grund- velli og hann. Hver er sá grund- völlur? — Því svarar okkur Páll postuli í fýrra Korintubréfi 3. kafla, 11. versi, er hann segir: „Því að annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.“ Kæru vinir. Það hefur verið ósk mín og þrá og það hef ég ykkur boðað, að þið, kæri Hvalsnessöfn- uður, já, einn og sérhver í þessum söfnuði, mættuð byggja líf ykkar á þessum grundvelli, þeim grund- velli, sem aldrei hefur og aldrei getur bilað eða brugðist. Því að eins og skrifað stendur: ,,Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ Ef við byggjum líf vort og eilífðarvon á þessum grundvelli, þá förum við að eins og hinn hyggni maður, sem byggði hús sitt á bjargi: og steypiregn kom ofan og beljandi lækir komu og stormar blésu og skullu á því húsi, en það féll ekki, því að það var grundvallað á bjargi. Já, ,,bjargið alda, borgin mín, byrg þú mig í skjóli þín.“ Kæru vinir. Nú þegar ég er að kveðja ykkur hér í þessum helgi- dómi, sem mér og ég veit að ykkur öllum hefur verið svo kær og hjartfólginn, eins og ég raunar lagði áherslu á í upphafi orða minna hér í dag, þá birtar mér fýrir hugarsjónum þær mörgu og hugljúfu myndir af þeim mörgu FRAMHALD Á BLS. 351. FAXI 281

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.