Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1986, Page 47

Faxi - 01.12.1986, Page 47
in fór fram, en það var á stóru opnu svæði í miðbænum. Þetta var eiginlega ekki ósvipað fyrir- komulag og 17. júní hátíðahöld heima, skrúðganga og fjallkona kom fram og flutti hátíðarljóð. Ræðu dagsins flutti skrifstofu- stjóri Alþingis, Friðrik Ólafsson. Kórinn söng þjóðsönginn við fánahyllingu og síðan fluttum við nokkur lög á eftir ræðu Friðriks Ólafssonar. Forseti Þjóðræknifélagsins, Glenn Sigurðsson, stjórnaði og kynnti skemmtiatriðin. Þama var mikill mannfjöldi samankominn og sumir langt að komnir. Okkur, sem komum frá íslandi, var sérlega vel tekið, umvafin hlýju og gestrisni, og ég nú tali um sólskinið, hiti var um 30 stig. Um kvöldið vomm við gestir Þjóð- ræknisfélaginu í nýju félagsheim- ili. Þar var mikið sungið bæði úti og inni og fyrr en varði var þessi eftirminnilegi dagur liðinn. Við áttum flug frá Winnipeg-flugveili kl. Í0 um kvöldið og skyldi þá haldið til Kalgary. Við komum á Best Western hótel um kl. 1 eftir miðnætti, 5. ágúst. Kalgary er mjög falleg borg og á fallegum stað með um 640 þúsund íbúa. Áður var þetta bær, sem byggði afkomu sína á landbúnaði, en nú er þetta orðin borg með skýjakljúfa, sem byggir alla sína afkomu á gasi og olíuframleiðslu. Það er margt sem ber fyrir augu í Kanada, t.d. þama í Kalgary var farið með okkur í stóra verslunarmiðstöð, upp á nokkrar hæðir, en uppi á þaki var einn heljar mikill skrúð- garður með fossum, lækjum trjám og ótal lautum og griðar- stöðum fyrir gesti og gangandi. Já, hugvitið og arkitetkturinn lætur ekki að sér hæða. Mér sýndist nú hvorki vanta land und- ir skrúðgarða né annað, en það er nú svo, hugvitið og mannshöndin koma víða við. Meðan allt lék í lyndi með hið háa olíuverð var borgin rík en nú með lækkandi olíuverði virtist lægð yfir mann- fólkinu og gætti dálítillar svart- sýni út af atvinnuleysi. Við sungum um kvöldlið í danskri kirkju á vegum Islend- ingafélagsins, sem starfandi er í borginni. Þar eins og annars stað- ar vomm við umvafin mikilli gest- risni. 6. ágúst var einn eftirminniieg- asti dagur ferðarinnar. Þá lá leiðin í Banff þjóðgarðinn, sem er sá elsti í Kanada. Þjóðgarðurinn liggur uppi í Klettaíjöllum og er náttúmfegurðin þar með ólíkind- um. Hádegisverður var snæddur á hóteli, sem stendur við Lake Louise, sem er lítið stöðuvatn um- lukt háum fjöllum. Þessi staður mun vera einn vinsælasti ferða- mannastaður í Kanada, jafnt sumar sem vetur. Á leiðinni til Kalgary var stansað við fýlkja- mörkin milli Aiberta og British Kolombia, en þar em vatnaskil. Það vakti furðu margra, hve trjá- gróðurinn teygði sig hátt upp eftir fjallshlíðunum og virtist stundum sem trén hreinlega yxu út úr klett- unum. Á veturna er mikið um að skíða- menn komi og dvelji á þessum slóðum, enda þama víða mjög gott skíðaiand og má geta þess að næstu Vetrar-Ólympíuleikar verða einmitt haldnir þama í ná- grenni Kalgary, árið 1988. Næsta dag var Kalgary, þessi fallega borg, yfirgefin og haldið áleiðis til næsta áfangastaðar, sem er lítill bær og heitir Salmon Arm. Eins og nafnið bendir til er þama mikið laxeldi og víðfræg uppeldisstöð laxaseiða. Við kom- umst að raun um það ferðafélag- arnir, þennan dag, að það getur orðið heitt í Kanada ekki síður en á sólarströnd, því hitinn fór í 40°. C og þótti mörgum þá gott að koma inn í loftkældar rúturnar eftir hverja áningu. Þennan dag stoppuðum við á þeim stað þar sem járnbrautarlínan milli aust- ur- og vesturstrandarinnar var tengd saman. Við komum til Salmon Arm síð- degis og skelltu flestir sér beint í sundlagina og skemmtu sér hið besta. Að lokum stillti kórinn sér upp úti í miðri laug og tók lagið við mikinn fögnuð áheyrenda. Daginn eftir var svo ferðinni heitið til Vancouver. Og enn liggur leiðin yfir há fjöll og djúpa dali. Farið var í gegnum marga smábæi og er náttúrufegurðin víða mikil. Vegurinn liggur alllengi meðfram stóru stöðuvatni er nefhist Okan- agan-vatn. Þjóðsagan segir að í þessu vatni búi ægilegt skrímsli, sem heitir Okopoko. Ekki kom- um við ferðafélagarnir auga á þetta skrímsli. Ekki langt frá Van- couver er all stór bær sem heitir Hope. Þessi bær var mikill upp- gangsstaður er gull fannst þar skammt frá árið 1858, en rúmri öld síðar eða 1965 átti sér hér stað mikill harmleikur, er stór skriða féll yfir bæinn og gróf hluta hans. Við dvöldumst í einni af útborg- um Vancouver, Surry, en mjög erfitt var að fá hótelrými í Van- couver venga heimssýningarinn- ar, sem stóð yfir á þessum tíma. Þennan dag, 9. ágúst, söngkórinn í stórri verslunarmiðstöð, Robson Square, fyrst um miðjan daginn og svo aftur um kvöldið og þá í stórum tónleikasal. Húsfyllir var og undirtektir mjög góðar. Kvöld- tónleikar kórsins voru teknir upp á band af frægum upptökumanni, sem tekið hefur upp tónleika víða um heim. íslensk kona frá Nýja—íslandi og maður hennar buðu öllum hópnum heim í kaffi og kökur og hlutum við þar frábærar móttök- ur. 10. ágúst skyldi taka daginn snemma. Lagt var af stað til Van- couvereyjar kl. 6, því ná þurfti ferju er gekk milli lands og eyjar. Fólksstraumurinn er svo mikill, að panta þurfti farið með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Því duttu mér í hug orð Halldórs Lax- ness þegar hann kom fyrst til Flat- eyjar á Breiðafirði er ég sá Van- couverey.,, Ég steig þá fyrst á land í þessari yndisey. Þar sem öll mannanna verk höfðu yfirbragð fortíðar, en náttúran svip hinnar eilífu fegurðar“. Butchart-garður- inn, sem gerður er þama í gamalli og aflagðri grjótnámu, ég hef bara engin orð yfir allt það blóma- skrúð, gosbrunna, tré og stræti. í raun eru þetta margir garðar, kenndir við ýmis þjóðlönd, þar sem gróðurinn hefur þá verið sótt- ur til viðkomandi lands. Við dvöldumst þama fram eftir degi, héldum síðan inn í Viktoríuborg, sem er höfuðborg Bresku Kolom- bíu. I borginni er margt að skoða, söfn og skrúðgarða, en við létum okkur nægja að skoða vaxmynda- safnið. Dagur var að kvöldi kom- inn og við héldum aftur yfir sund- ið til Vancouver eftir vel heppn- aðan dag, þar sem maður sá svo greinilega hvað mannshöndin get- ur hjálapað skaparanum að gera landið að paradís á jörð. 11. ágúst, mánudagur. Ferðast var með ströndinni frá Vancouver suður til Seattle sem er hafnar- borg í Bandaríkjunum. Ferðast eins og áður í rútu frá Greyhound. Bflstjórar vom alltaf ágætir en bfl- arnir gátu varla talist fyrsta flokks, en til allrar guðslukku vom allar rútur með kæliútbún- aði. Við komum til Seattle í eftirmið- daginn. Var byrjað á því að skoða FRAMHALD Á BLS. 341 ©3ka öííum uibékiptauinum gíeöiíegra jóía og faréœíbar d komanbi dri •j r TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 — Keflavík — Sími 3320 HA6KAUP (Síebiíeg jóíí Gott og jarsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu HAGKAUP Njaróvík,s1mi 3655 FAXI 323

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.