Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1986, Page 60

Faxi - 01.12.1986, Page 60
„ Maður lœrði afsjálfam sér og naunganum Afmœlisviðtal við Jóhann Bergmann um bíla og breytingar Jóhann Bergmann, bifreiðastjdri, Suðurgötu 10 í Keflavík varð áttræður 18. nóvember sl. Tilefnið var notað til að taka við hann eins konar afmælisviðtal handa Faxa. Það er staldr- að við það brot úr ævisögunni sem tengist vinnu og vinnuskil- yrðum á þriðja og fjórða áratugnum. Arin þegar vélar voru að komast í almenna notkun í atvinnutækjum til sjós og lands. Og menn urðu að læra að fára með þær með því að ráðgast við náungann og álykta rétt út frá eigin reynslu. — Ja, ég byrjaði nú til sjós, á fjögurra manna fari, bara tólf ára gamall. Það var strangur skóli að sitja undir árum — og þótti skipta meira máli en bóknámið. Að vísu þurfti ekki að róa mjög langt. Og stundum komumst við í slef hjá mótorbát. Við sóttum undir Stapa, útaf Berginu og í Leirusjó. Hann gekk grunnt og maður man best eftir einhverjum uppgripum. Til dæmis man ég eftir að ein- hvem tíma á þessum árum þá var golþorskur goggaður upp inni á Vatnsnesklettum. Þetta var bátur sem pabbi átti og var með. Áður átti hann áttæring. — Stefán, faðir minn, hætti í út- gerð nokkru eftir þetta og fór að verka fisk fyrir bátana. Ég fór næst á 15 tonna mótorbát, Bjama Ólafsson, með Albert Bjamasyni, á línu. Þeir sem verkuðu fisk keyptu hann ekki heldur verkuðu hann fyrir bátana sem seldu hann svo til þeirra sem fluttu hann út. — Við krakkamir kynntumst alls konar störfum því pabbi hafði kindur og kýr og heyjaði fyrir þær. Þorskhausar og hryggir vom þurrkaðir á túnunum og seldir í gúanó, í beinamjöl. Um leið var þetta áburður á túnin. AUt var nýtt til þrautar? — Blessaður vertu. Slóg og kúa- mykja í garðana. Menn ræktuðu sjálfir kartöflur og rófur. Margir höfðu hænsni. Nú, allir vita hvemig sauðkindin er nýtt. Það var engu hent sem hægt var að nota til matar. Tfos hafði hver eins og hafa vildi, t.d. saltfisk sem ekki var nógu fínn til að flytja út. Nú svo var það ýsan, aðal mat- fiskurinn. Hún var ekki söltuð þá frekar en nú svo hver sem var gat bara sótt sér í soðið niðrá bryggju. Það var ekki farið að selja fisk hér í Keflavík fyrr en Kristinn Helga- son byrjaði í skúmum ofan við Edinborgarbryggjuna einhvem tíma í stríðslok að mig minnir. En Þetta þótti nú aldeilis farartœki. Falur Guðmundsson, skipstjóri, ökumaður bfísins 1933. Jóhann Bergmann. það var ekki hægt að torga allri ýsunni hér — og frystihús ekki komin til sögunnar. Og þá var að reyna að koma henni á markað í Reykjavík. Jd, þú vannst við að keyra ýsuna til Reykjavíkur? — Já, pabbi fór svo út í rekstur vömbflastöðvar sem var nokkuð sérstök. Hann átti bflana og réði menn í aksturinn, nema hvað við bræðurnir, ég og Hreggviður og Þorsteinn áttum bflana sem við keyrðum á móti honum. Seinna bættist rúta við, GK 14, kassabfll sem byggt var yfir hjá Kristjáni vagnasmið. Þetta urðu víst einir níu bflar þegar flest var. - Já fyrstu vörubflarnir í bæn- um vom auðvitað aðallega notaðir til að flytja fisk. Bæði innan bæj- arins og svo var heilmikið að gera við að koma fiski, aðallega ýsu, til fisksalanna í Reykjavík. Henni var safnað úr bátunum á kvöldin, allt suðrí Sandgerði. Svo var keyrt af stað í bæinn um fimmleytið á morgnana og komið inneftir um klukkan sjö. Þegar fram í sótti þá fór þetta aðallega til Steingríms í Fiskhöllinni sem seldi svo til karla sem seldu úr vögnum á göt- unum. - Jú, þessu fylgdu vökur og snúningar. Menn vildu koma kippu til vina og ættingja í Reykja- vík og Hafnarfirði - og stundum þurfti að koma við í búð eða á verkstæði í bænum eins og nærri má geta. Farþega hafði maður oft með. Það var ekki mikil hætta á að sofna við stýrið, aldrei langt í næstu beygju - og svo þurfti að vaka yfir því að finna stað til að mætast á því það var ekki hægt að mætast hvar sem var. - Vegurinnjá. Hann var nú orð- inn til áður en bflarnir komu, malarborinn vegur fyrir hest- vagna — og lystikerrur. Þær voru eitthvað á ferðinni þama á milli. Árið sem Katla gaus, 1918 hefur Horft norður Suðurgötu áður en hún var breikkuð. Hús Jóhanns er lengst til vinstri en Veghús tií hœgri. 336 RAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.