Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Síða 9

Faxi - 01.12.1990, Síða 9
Herra ÓlaSur Skúlason. biskuo Séra Odd Gíslason Þyngri spor hafa margir átt í kirkjugarð að Stað, heldur en við þennan bjarta og tæra haustdag. En margur hefur líka lyft hug til hæða, þótt höfuð lyti lágt og næmi sjón við fótmál. Sorg tengjum við mörgum slíkum ferðum, og þótt sárt nísti ekki ævinlega af trega, mun í fæst- um tilfellum svo fetuð troðin slóð eftir kistu, að ekki bærist einhverjar tilfinningar, saknaðar og eftirsjár. En nú göngum við ekki að leiði ástvinar eða einhvers þess, sem við finnum að hefur tengst ævi okkar á einn eða annan hátt. Göngum frek- ar létt í spori fyrir þær sakir, að við vitum, að hér tökum við þátt í góðu verki og er um það að ræða, sem oft beinir líka sporum í kirkjugarð, að ræktarsemi við látinn á sér oftsinnis betri viðmiðun, þegar tengist þeim stað, þar sem hann hefur verið lagð- ur að leiðarlokum. En hér er engin kistan og heldur ekkert leiðið, því látinn, sem minnst er við þessi vikulok andaðist fjarri fósturjarðar ströndum og bar beinin í framandlegri mold. Þó komum við hér saman af ræktarsemi, þegar blóðbönd tengja, og í þakkarskyni og virðingar, þótt ekki sé um skyld- leika að ræða. Séra Oddur Vigfús Gíslason gekk hér í fylgd fólks í líkfylgdum og þekkti trega syrgjenda. Hann hafði lika á því lag, sem þeim fylgir títt, er listrænir eru og tilfinningaríkir, að hann átti létt með að setja sig í ann- arra spor og skilja, hvað innra fyrir bjó. Hann var þess vegna mikill og góður sálusorgari og „vinur fátækra og þeirra, sem voru minni máttar og barnavinur", eins og um hann var sagt af sóknarbarni, þótt ekki væri gamalt, þegar hann hélt héðan til þeirrar heimsálfu, sem hann vænti að færði sér frekar það, sem hann taldi sig hafa farið á mis við hér á feðrafoldu. En þegar við göngum í sporin hans í kirkjugarðinum að Stað, þyk- ir mér við hæfi að minnast orða, sem endur fyrir löngu voru rituð, en aldrei glata sannleiksgildi sínu og þeirri hvatningu, sem vel skal duga. En þannig segir hinn óþekkti ritari Hebreabréfsins í þrettánda kafla síns mikla rits: „Verið minnugir leið- toga yðar, sem Guðs orð hafa til yð- ar talað.“ Og er það ekki einmitt til- gangur göngu okkar í garðinn að Stað á þessum haustdegi? Við vit- um, hve orð Guðs var Oddi mikils virði. Hann helgaði því krafta sína og í þjónustu sinni bar hann því vitni og tengdi öðrum þáttum þjóðlífsins, sem hann hlúði einnig að og styrkti með starfi sínu. Já, við viljum minn- ast þess leiðtoga, sem hér við oft úfna strönd talaði Guðs orð og veitti syrgjendum huggun og öllum hvatningu til þess að halda svo áfram að feta þessa lífsins götu, að vissan um nálægð Guðs færði styrk og opnaði nýjar leiðir, þar sem fyrr ríkti á stundum myrkrið eitt. En ritari bréfsins fyrrnefnda bætti við hvatningu sína um hollustu við leiðtoga orðsins og segir: ,;Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra." Fyrr hef ég greint frá því, sem allir hér vissu, að séra Oddur bar ekki beinin á íslandi. En ég sakna þess nú, er ég hélt ung- ur maður vestur, nokkurn veginn í fótspor hans, að ég skyldi ekki bera gæfu til þess að ausa af brunni upp- lýsingar um þennan merka mann, þegar ég var meðal þeirra, sem vel mundu hann og mátu starf hans. Og þó heyrði ég hans oft getið og þess með, að ekki hefði hugur hans að- eins staðið til þess að styrkja sál sóknarbarna, heldur hefði hann einnig viljað hlúa að ýmsum líkam- legum meinum, sem ekki geta síður hrjáð en sálarangist. Er það líka títt svo, að vart má svo einbeita sér að þeim öðrum þætti, að hinn komi ekki einnig til athugunar. Og kom þar líka glögglega fram einkenni séra Odds, að hann var aldrei maður eins málefnis, heldur hafði mörg járn í eldinum samtímis. Og má þó alls ekki gleyma því, að ein var þungamiðjan og hvíldi allt á, en það var hollustan við Krist orð hans og kirkju. Nei, ævilok séra Odds verða okk- ur ekki fyrst og fremst til umhugsun- ar og hvati dvalar okkar hér. Ekki heldur starf hans, eftir að héðan var haldið vestur, heldur það, sem hann innti af hendi, meðan hér stóð heim- ili hans og hér var akur hans. Þó var hann slíkur eldhugi, að ekki dugði honum það eitt, sem næst var hverju sinni, eins og ég drap á fyrr. Hugsjón hans var háleit og hugur- inn borinn vængjum eldmóðs, og virti hann hvorki hindranir né úrtöl- ur. Vissi um hættur sjávarins. Ekki af orðspori, heldur eigin reynslu og þá það með, hversu margir ná ekki heilir heim, af því að ekki hefur ver- ið hugsað að því, sem getur gert hættuför hættuminni. Hann leitað- ist við að fræða og kenna og sýna og var þá orð hans enn máttugra, að allir vissu gjörla, að hann hafði sjálf- ur staðið í stafni og haldið um stjórn- völ, er öldur risu og vindur gnauð- aði. Var hann frumkvöðull slysa- varna fyrir sjómenn og leit svo miklu lengra en aðrir, að áratugir liðu þar til hugsjónir hans náðu veruleika í framkvæmd. Og hið þriðja sinnið segi ég atorku hans hafa verið svo mikla, að eitt dugði aldrei. Ekki var það eitt nægj- anlegt í huga séra Odds, að sjómenn næðu heilir heim, heldur vildi hann einnig búa þeim þau lífsskilyrði með betri nýtingu afla, að heimili nytu og þar með þjóðin öll. Hann höfðaði til fólks um að hefja hug til hæða og líta himin Drottins Jesú Krists, en hann beindi einnig sjón- um að þörfum barna veraldar og tengdi listilega saman. Það er því merkur maður, sem hér er heiðraður og hafi hvatamenn þakkir fyrir. Mun á engan hallað þótt eitt nafn sé nefnt auk lista- mannsins, sem hér leiðir okkur með framlagi sínu, Gests Þorgrímssonar. En hér sjáum við í dag hugsjón ræt- ast. Þráði Svavar Árnason þennan dag og túlkun ræktarsemi við „leið- toga, sem hafði Guðs orð talað" til safnaðar og þjóðar. Um leið og ég þakka Svavari framtak hans í nafni Þjóðkirkjunnar og ötula forystu í þessu máli, sem öðrum er kirkjuna varðar, bið ég þessu verki blessunar Guðs og að hingað megi margur maður líta og sækja styrk og upp- örvun. Verk merkra manna eiga ekki að falla í gleymsku, né heldur þeir sjálfir. Megi þessi minnisvarði góðs sonar íslands, þótt eigi hvíli hér bein hans í þeim garði, er hann átti sjálfur mörg spor um, verða KEFLAVIK FORVAL Bygginganefnd fyrir íbúöir aldraðra í Keflavík lætur fara fram forval vegna frágangs lóðar að Aðalgötu 5. Lóðin er um 2000 fm að stærð. Helstu verk- þættir eru: Hellulagning 621 fm, tyrfing 368 fm, steinhleðsla m.a. Forvalsgögn má fá hjá tæknideild Keflavíkurbæjar, Hafnargötu 32, 3. hæð, Keflavíkl, sími 92-11555. Skilafrestur er til 20. desember 1990. FAXI 201
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.