Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 13

Faxi - 01.12.1990, Page 13
vera minn eigin hugmyndaheimur og fara eftir því sem hugmyndin skapaði hverju sinni. Ég hafði fengið lítinn kertakassa fyrir nokkru, frá litlum bróður í Reykjavík og fyrst jólakerti voru til þá var reynandi að búa til jólatré. Þau hafði ég aðeins séð á myndum en aldrei í alvöru, þó ákvað ég að eignast jólatré og ég var viss um að fáir krakkar ættu svo jólalegan grip. Ég fann tréskaft rekið í fjörunni, tilvalið sem tréstofn, negldi síðan saman tvær spýtur í kross og þar með var kominn fóturinn, boraði síðan holur í stofninn og setti þar í spýtur líkt og árablað sem stóðu út í loftið, það voru greinarnar og kert- um fest á endana. Þetta var í sjálfu sér einfalt og líkt þessu vissi ég að hafði verið búið til en það sem á eft- ir kom var mín hugmynd. Ég fór upp í klettana fyrir ofan bæinn og mok- aði snjóinn burt sem var á milli stóru steinanna, þar undir var frostlaust og grænn mosi, sortulyng og kræki- berjalyng, þetta fór ég með heim í poka. Það var mjög áhugavert að koma þessum græna gróðri í spýtu- tréð mitt og þegar hvergi sást í sjálft tréð var hugmyndin fullkomnuð. Þarna var engu líkara en að komið væri alvöru jólatré og þegar búið var að kveikja á kertunum og þau fóru að ylja í kringum sig, kom ilm- urinn af lynginu og lengra var ekki hægt að komast í tækninni við þær aðstæður sem fyrir voru. Eitt sérstakt starf hafði ég ávallt þegar bakaðar voru pönnukökur, sem var sjaldan eða aðeins þegar sérstök tækifæri gáfu tilefni til eins og t.d. fyrir jólin. Þegar allar hrein- gerningar voru búnar og búið að sópa innan úr tunnustrompinum, sem var í gegnum torfþakið og mesta sótið úr rjáfrinu í eldhúsinu, hvítskúra gróft eldhúsborðið, eldur- inn kominn upp í hlóðunum með viðeigandi snarki í þangblöðrunum þegar þær sprungu af eldinum, þá byrjaði baksturinn og pönnukök- urnar voru næmar fyrir allri með- ferð og aukaefnum sem leyndust í rjáfri og strompi, því varð ég að sjá um þann hreinleika, auk þess að sykra kökurnar. Sú sykurtegund sem þá var algengust í staðinn fyrir strásykur, var kallaður toppsykur og var keilulagaður, hvítur og mjög harður, þennan sykurtopp varð ég að skafa með hníf og nota bakkann á hnífnum svo ekki færi bitið úr egg- inni, með þessari aðferð varð til hinn fínasti strásykur og ég sáldraði þessu á pönnukökurnar með ýtr- ustu sparsemi, en sem viðurkenn- ingu fyrir þetta starf mitt, fékk ég að launum fyrstu og síðustu pönnukök- una því þær voru á ýmsan átt frá- brugðnar hinum, bæði að gæðum og lögun, en út á þær fór að jafnaði heldur rýmri skammtur af sykri en á hinar, sennilega af því að mér hafi fundist að ég hafi unnið til þess. Á þessum aðventutíma má ekki Brekka undir Vogastapa, 1928. gleyma Þorláksmessudeginum, sem oft var nefndur fátækra-þurrk- dagur, var nafngiftin tilkomin vegna þess að víða á heimilum var ekkert til skiptanna á sængum eða viðlegu- fatnaði, svo að nota varð sama dag- inn til að þvo og þurrka, ella að sofa án slíks eina eða fleiri nætur, og það mátti helst ekki eiga sér stað sjálfa jólanóttina. ef þurrkur kom á Þor- láksmessudag þá þurfti að nota hann vel þegar ekkert var til skipt- anna, þá var bara undirver eða fið- urverið og fiðrið sett í annan enda sængurinnar og bundið á milli og þveginn sá hluti sem var tómur og hann þurrkaður, síða var farið eins að með hinn endann, þetta bjargað- ist þegar ekki var um annað að ræða. Þeir efnaðri sem ekki voru bundnir fátækraþurrkinum, notuðu aðra daga fyrir jólin þegar þerrir var. Allt í einu var kominn aðfanga- dagur, tíminn leið fljótt í jólaösinni, hvert verkið rak á eftir öðru, sækja vatnið í brunninn og láta það í bæj- artunnuna, brynna kúnni, gefa kindunum, jafnvel mjólka fyrr en venjulega, því eftir að allir væru komnir í sparifötin kl. 6, þá mátti nú passa fötin því þau átti að nota næsta dag, jóladaginn í kirkjuferð- ina. Já sparifötin eða jólafötin sem að litlu leyti var nýtt, en þó ávallt eitthvað svo ekki yrði farið í Jóla- köttinn. Það nýja var venjulega sauðskinnsskór faglega unnir og fal- legir, máski ensk húfa eða sérlega prjónaðir vettlingar og jafnvel út- lensk axlabönd handa karlmönnum og þá svuntuefni handa kvenfólk- inu. Klukkan var orðin 6 á aðfanga- dagskvöld, ekki var sjónvarpið, út- varpið eða síminn að ónáða heimil- inu, allir gátu beitt huga sínum að helgistundinni, það var kveikt á jólakertunum, síða lesin húslestur öðru nafni helgipredikun sem til- heyrði þessu hátíðarkvöldi. Þessir húslestrar voru lesnir upphátt fyrir allt heimilisfólkið og gesti ef fyrir voru, á hverjum helgidegi ársins, gamlársdag og nýársdag. Ég var fljótlega látinn lesa hús- lestra, það var góð lestraræfing eftir að hafa lært að stauta eins og kallað var, en einum vetri man ég eftir sem breytti þessu starfi mínu. Það var vetrarvertíðarmaður á heimilinu, honum þótti eitthvað vanta í lestur- inn hjá mér og bað um að fá að lesa einn sunnudaginn, sem var auðsótt, það var í því tilbreyting að aðrir lásu, því hver hafði sína lestrar- hætti. Þegar þessi sjómaður hafði lesið mjög óheyrilega, upphóf hann mér ogleymanlegan söng, djúpri sterkri rödd ,,Son Guðs ertu með sanni", þessum hætti fylgdi sérstak- ur helgiblær og tilfinnanlegri en maður átti að venjast, enda hafði maðurinn þennan starfa allan vetur- inn. Að húslestri loknum aðfanga- dagskvöld voru sungnir jólasálmar, síðan snæddur kvöldverður, sem umfram venju var meiri og fjöl- breytilegri, að minnsta kosti viðbit- ið, meira smjörlíki og minni bræð- ingur og grautur af bestu gerð. Það þurfti svo lítið til að gera gott mikið betra, eins og að við ynnum stóran happdrættisvinning í dag, slík var ánægjan og gleðin yfir sætri kex- köku eða rúsínum út í grautinn. Fljótlega var slökkt á jólatrénu, en látin kerti á rúmstólpana í staðinn, það varð að geyma kerti til næsta kvölds og áramótanna þegar álfarn- ir þurftu smábirtu til að hafa bú- staðaskipti. Þegar ég lagðist til svefns og var að ljúka við bænirnar mínar, gerðist hið óvænta, í lófa minn var lagt hálft epli, hinn helm- inginn fékk ég jóladaginn, þá áleit ég að enginn væri sælli né liði betur en mér. Jóladaginn var gamalt skótau, sokkar og skjólflíkur dregið fram og farið í, það var nógu gott á leiðinni til kirkju, sem var um tveggja tíma gangur með smá stoppum á leið- inni, en innanundir ytri fötum var meðferðis það fínasta. Þegar lagt var af stað var eins og nú væri verið að fara til annarrar álfu, það var margt að sjá, og margs að minnast eftir á, eins og nú þegar komið er úr hnattreisu. Við sem komum lengst að, fórum framhjá bæjum og oft bættist í hópinn þegar nær dró kirkjustaðnum, einnig urðu fleiri hópar og allir voru gangandi og sundurleitur var skarinn bæði í klæðaburði og fasi. í hæfilegri fjarlægð frá kirkju- staðnum var staðnæmst bak við leiti eða túngarð, skipt var um sokka ef blautir voru og að sjálfsögðu farið í nýju skóna, og eftir lagfæringar og snyrtingar var genginn síðasti spöl- urinn eins virðulega og getan og kunnáttan leyfði, því margir voru komnir til að sýna sig og sjá aðra. Svona mannamót voru að jafnaði hin fjölmennustu í hreppnum og margir höfðu erindi hver til annars um hin ólíklegustu mál. Mér varð starsýnt á hjón sem komu lengst að ríðandi á gæðingum og kunnu vel að sitja góða hesta, konan var í söðli og í tilheyrandi reiðfötum, þeg- ar maður hennar tók við henni af hesti var hún mikil að vöxtum í öll- um sínum skrúða, en þegar hún fór úr reiðfötunum varð hún snarlega minni en manni datt í hug, mér kom til hugar hvernig hún kæmist í söð- ulinn í öilum þessum fatnaði. Þegar klukknahringingin byrjaði, gekk fólkið í kirkju, þá var verið að kveikja á kertum á þessum stóru ljóshjálmum, það var krækt í hjálm- inn með göngustaf og kveikt á kert- unum jafnskjótt og annar maður sneri honum, síðcin var gefið eftir og hjálmurinn leið hægt á sinn stað og hvílík ljósadýrð. Mér er vel í minni, þegar ég sá hæglátan virðulegan kirkjustarfsmann kveikjá á kertun- um, síðan prestinn ganga inn kirkju- gólfið, þann sama sem kveikti á kertunum skrýða prestinn og að lokum lesa bæn, tóna orgelsins og- jólasöng kórsins stjórnað af konp o& leikið á hljóðfærið líka af henni,^íð- ar frétti ég að þessi kona hafði tekið við þessu starfi að föður mínuni látnum. Sennilega hefði mátt líkja þessari stund við það sem einn kirkjugestur viðhafði löngu síðar í þessari kirkju, hann var fyrrverandi prestur og prófastur utan af landi en fæddur í minni kirkjusókn, nú látinn fyrir nokkrum árum. Hann sagði, að lokinni messu, svo margir máttu heyra, og endurtók setninguna: „Hvílík stund, kirkjan er full af helgidóm." Þessari setningu gleymi ég aldrei, hún átti svo sannarlega við þegar ég lítill drengur var stadd- ur í sömu kirkju að minnast efnda aðventunnar, þessi setning prestsins á við í dag og alla daga þegar við er- um stödd í húsi Drottins. G.B.J. FAXI 205

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.