Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Síða 21

Faxi - 01.12.1990, Síða 21
Fyrsta ÍBK-liöiö. Þaö hóf feril sinn með því aö sækja heim Akureyringa í bæjarkeppni 26. maí 1956 og þá er myndin tekin. Fremri röö frá vinstri: ísleifur Sigurösson, Svavar Færseth, Heimir Stígsson, Garöar Pétursson og Páll Jónsson. Aftari röö frá vinstri: Skúli Fjalldal, Högni Gunnlaugsson, Siguröur Albertsson, Gunnar Albertsson, Hafsteinn Guö- mundsson og Þörhallur Stígsson. niður eftir í fótbolta, handbolta eða leiki og spilaði með þeim. Hérna í Keflavík var hins vegar ekki um annað að ræða, á þessum tíma en halda sig sem mest innan dyra í Ungó. Húsið var náttúrlega líka notað sem samkomuhús og oft dansleikir og aðrar skemmtanir þar á kvöldin. Eigi að síður var ágæt- lega hugsað um húsið miðað við að- stæður. Auðvitað var bágborin að- staða til að kenna þarna leikfimi, lít- ið til af áhöldum og salurinn ekki stór. Búningsklefinn hefur trúlega verið svona 5—7 fermetrar og þar var verið að troða inn kannski 20—30 krökkum. Klefinn var niðri í kjallara undir senunni og inn i hann gengu krakkarnir um dyr sem voru að norðanverðu á húsinu. Framan við klefann var ein eða tvær sturtur, sem reynt var að láta liðið fara undir eftir kennsluna. Til að komast í sal- inn varð að fara upp stiga og um lúgugat, sem var til hliðar á senunni og svo þaðan nokkur þrep niður í salinn. Það þýddi ekki að bjóða nokkrum manni það nú, sem maður varð að gera þá, hvorki kennurum né nemendum. Þetta var engin aðstaða og ég held, að af þessum stöðum þá hafi hún verið hvað verst í Keflavík. Nú, til að gera langa sögu stutta í sambandi við þetta, þá urðu veturn- ir samfleytt sjö, sem ég kenndi með þessu fyrirkomulagi. Og segja má, að það var nánast ekki fyrr en því var nær algjörlega hafnað að vera lengur í Ungó, að tekið var til við að hefja undirbúning að byggingu íþróttahúss við barnaskólann. Það íþróttahús gergreytti vitaskuld allri aðstöðu til íþróttaiðkana innanhúss í bænum, en það var tekið í notkun í ársbyrjun 1958. Að þessu 7 ára kennslutímabili loknu réðist ég að Sundhöll Keflavíkur. Það var árið 1954. Þar tók ég við af Guðmundi Ingólfssyni, sem þá gerðist ráðs- maður Sjúkrahúss Keflavíkurlækn- ishéraðs. en það var hins vegar Höskuldur Goði Karlsson, sem tók við leikfimikennslunni hér í Kefla- vík. í þessu sambandi er svo rétt að geta þess, að sundkennsla var aukin jafnt og þétt eftir að lokið var við að byggja yfir sundlaugina árið 1950. Jafnframt óx nemendafjöldinn stöð- ugt og einnig námsframboð ung- linga með tilkomu gagnfræðaskól- ans haustið 1952. Iþróttaáhuginn var alls ráðandi Alla þessa vetur, sem ég var hérna við leikfimikennsluna, gekk þetta þannig, að jafnharðan og ég var bú- inn við kennslu hér var ég kominn inn í Reykjavík í eitthvert íþrótta- húsið. Þar tók ég svo annaðhvort til viö að þjálfa sjálfan mig í handbolta eða fótbolta ellegar ég þjálfaði flokka hjá Val og reyndar líka hjá fleiri félögum á þessum tíma. Einnig var ég mikið í félagsstarf- inu hjá Val. Hvernig sem á því stóð þá var mér þrælað þar í hinar og þessar nefndir og um tvítugt var ég t.d. orðinn varaformaður í Val og um svipað leyti varð ég formaður í Handknattleiksráði Reykjavíkur. Það er kannski ekki fjarri lagi að segja að ég hafi verið uppalinn í sportinu hjá Val. Við Albert Guð- mundsson erum jafnaldrar og vor- um einnig nábúar og við kepptum í gegnum alla flokka saman, alveg upp í meistaraflokk Vals. Einnig vor- um við saman í Samvinnuskólan- um. Ég keppti fyrst með meistara- flokki Vals 1942 og síðan óslitið í 12 ár. Þetta voru eitthvað á annað hundrað leikir sem ég lék á þessu 12 ára tímabili. Einnig var ég mikið í handboltanum á þessum árum og lék þar með Val í mörg ár. Líka var ég í landsliðini bæði í handbolta og fótbolta á þessum tíma. Meistaraflokkur ÍBK og liö Klakksvíkinga, sem dvaldi hér í boði ÍBK sumarið I á myndinni eru fararstjórar Færeyinganna en hægra megin form. IBK Haf- 1966. Lið Klakksvíkinga í fremri röð en Keflvíkinga í aftari röð. Vinstra megin I steinn Guðmundsson og þjálfari ÍBK Reynir Karlsson. FAXI 213
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.