Faxi - 01.12.1990, Page 38
Um þessar mundir er liðin öld frá
fæðingu Elínrósar Benediktsdóttur,
frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd,
Ijósmóður í Keflavík. Af því tilefni
verður hér á eftir gerð nokkur grein
fyrir uppvexti hennar og ævistarfi.
Auk þess fylgir frásögn hennar
sjálfrar í viðtali sem blaðið VÍSIR átti
við hana 23. júní 1967. Fróðlegt
hefði verið að birta ættar- og niðja-
tal Elínrósar, en það yrði of langt
mál, svo valinn var sá kostur að hafa
frásögnina um hana sjálfa og heimil-
ið.
Elínrós Benediktsdóttir var fædd
á Ytra-Hóli í Kaupangssveit 8. febrú-
ar 1890. Foreldrar Benedikt (f. 21.6.
1864, d. 18.12. 1945) Jónsson bónda
á Grímshúsum í Aðaldal Jónssonar
og Guðfinnu Jónsdóttur frá Hofs-
stöðum í Mývatnssveit. Móðirin
Sesselja (f. 10.8. 1867, d. 18.9 1950)
Jónatansdóttir bónda á Þórisstöð-
um Svalbarðsströnd, Jónasar og
Sesselju Eiríksdóttur frá Mógili.
Elinrós Benediktsdóttir,
ljósmóðir frá Breiðabóli.
Foreldrar Elínrósar bjuggu á Ytra-
Hóli 1888—1893 að þau fluttu í
Breiðaból. Þar ólst Elínrós upp viö
algeng sveitastörf.
Hún reyndist snemma fróðleiks-
fús og velvirk, nam og starfaði að tó-
vinnu, saumum og matreiðslu.
Undir fermingu lærði Elínrós hjá
Sigríði Þorláksdóttur, sem þá var
heimiliskennari á Breiðabóli. Fermd
í Svalbarðskirkju af séra Birni
Björnssyni, sóknarpresti í Laufási.
Ljósmóðurfræði lærði Elínrós í
Ljósmæðraskóla Islands, hjá Guð-
mundi Björnssyni landlækni og Þór-
dísi Kalzust aðalkennara
1913-1914.
Þegar náminu lauk giftist Elínrós
unnusta sínum, Þórarni útgerðar-
manni og smið frá Keflavík (f. 2.3.
1890, d. 26.7. 1971) Eyjólfssyni út-
vegsbónda Þórarinssonar og Guð-
rúnar Egilsdóttur úr Hafnarfirði.
Þau giftu sig 4. apríl 1914, og stofn-
uðu myndarlegt heimili í Keflavík
Á myndinni eru; sitjandi:
Anna Kristjana, Elinrós,
Þórarinn, Magnea
Steinunn. Standandi:
Jón, Eyjólfur Helgi,
Benedikt, Eiríkur
Eyfjörð.
230 FAXI