Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 49

Faxi - 01.12.1990, Page 49
aðsins) þurfa að koma auga á hina margháttuðu möguleika til stærri átaka í framtíöinni á sviði menning- ar og framfara. . .. Og það þarf að vera öllum ljóst, að sá hlutur, sem Suðurnesin draga í þjóðarbúið, er ekki ýkja rýr. Bæði Suðurnesja- nienn og aðrir munu sammála um, að sá skerfur sé það vænn, að liann verðskuldi annað og meira en þögn- 'na eina. . . . Málfundafélagið Faxi ætlast til, að þetta blað verði mál- afni Suðurnesjaanna. Þar á þeim að Sefast kostur á að ræða: 1. Fram- faramál: Útgerð, hafnarmál, iðnað- armál, ræktunarmál, heilbrigðis- mál, rafmagnsmál o.fl. 2. Menning- armál: Almenn félagsmál, skemmt- anir, skólamál, lestrarfélagsmál, kvikmyndasýningar, bindindismál o.fl. Það er eindregin ósk útgefend- anna, að sem flestir leggi orð í belg, °g ræði málin af sanngirni og hisp- nrsleysi. Síðar í ávarpinu getur Val- fýr þess, að leitast verði við að halda blaðinu ópólitsku, þ.e.a.s. haldi ekki uPpi málssókn eða málsvörn eins akveðins stjórnmálaflokks. Avarp- 'nu lýkur á þesa leið: ,,Að öllu athuguðu vænta útgefendurnir Þess, að menn telji það ekki ófyrir- synju, að blað þetta leggur nú leið s>na um Suðurnes. Þeir vænta þess °g að menn styðji það með því, að senda því snjallar greinar um ahugamál sín, og kaupi það al- aiennt. Bregðist þessar vonir ekki, er framtíð blaðsins tryggð, og um *eið hitt að það beri tilætlaðan árangi^.' og kraýlur hélt blaðinu úti Þegar fimmtíu ár eru nú að baki í ^tgáfusögu Faxa, þá er sérstök astaeða að líta til baka og reyna að JT^ta árangurinn. Eitt verður strax J°st, að Faxafélagar hafa í gegnum Pessi fimmtiu ár unnið nokkurt af- rek, því aldrei hefur á þessum tíma °rðið brottfall í útgáfunni. Mörgum erðum blöðum hefur verið komið á egg vítt um landið, blöð sem höfðu sarna markmið, en flest þeirra, ef ekki öll eru löngu hætt að koma út. En þá er að líta á efnið. Efnislega hafa blaðstjórnir og ritstjórar náð að fylgja þeirri stefnu sem í upphafi var mörkuð. Flestum merkustu við- burðum í sögu byggðarlaganna á Suðurnesjum hefur verið getið í blaðinu. Þar má lesa sér til um at- vinnu- og menningarsöguna, hvern- ig þróunin hefur verið í hálfa öld. Þá hafa menn í Faxa eignast gott safn mynda sem mikill fengur er í. Sagan hefur geymst í Faxa Einn er sá þáttur öðrum fremur sem hefur haldið merki Faxa á lofti og eru það þær mörgu frásagnir sem birst hafa i blaðinu um sögu Suðurnesja. Er á engan hallað þó þar séu merkastar taldar frásagnir Mörtu Valgerðar Jónsdóttur af lífs- háttum fólks í Keflavík í byrjun ald- arinnar. Þessir þættir birtust í blað- inu á árunum 1945—1969. í fyrra kom út í tilefni af 40 ára afmæli Keflavíkur þriggja binda rit — Kefla- vík í byrjun aldar — og var þar um að ræða áðurnefnda minningar- þætti Mörtu. Jafnframt fylgdi með niðjatal, mikið að vöxtum. Er þetta aðeins eitt dæmi um það gagn sem sagnaritarar geta haft að því efni sem Faxi geymir. Tilvist Faxa í nútímaheimi fjölmiðla Þegar Faxi hóf göngu sína var hann eina blaðið sem gefið var út á Suðurnesjum. Nokkru síðar var haf- in útgáfa á Reykjanesinu og kom þá strax í ljós, að oft var nokkur skoð- anaágreiningur milli þeirra sem skrifuðu í sitt hvort blaðið. Má segja, að þar hafi strax komið fram eigin- leikar frjálsrar fjölmiðlunar, þ.e. að skiptar skoðanir eiga fyllilega rétt á sér og menn þurfa að geta valið sér vettvang sem er að þeirra skapi. Eftir því sem tíminn hefur liðið, þá hefur aukist mjög fjölbreytni við út- gáfu blaða og tímarita. Sé hinum ýmsu árgöngum Faxa flett, þá má sjá að þar hafa í tímans rás orðið nokkrar breytingar. Með tilkomu annarra héraðsblaða, sem komið hafa út viku eða mánaðarlega og þá oftast í formi fréttablaða, þá hefur Faxi tekið fyrir ýmis efni á ítarlegri hátt, en almennt er hægt að gera í öðrum blöðum. Þannig er meira um lengri greinar í Faxa, þar sem málin eru krufin til mergjar. Ýmsir fastir liðir eru í Faxa sem notið hafa hylli og má þar til nefna, að á hverju vori eru birt nöfn allra fermingabarna og einnig eru birtar myndir af öllum þeim er útskrifast úr Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Þar mun því myndast dýrmætt myndasafn er fram líða stundir. Faxi aflar sér tekna m.a. með lausasölu á blaðinu og er eina blaðið hér um slóðir sem gerir það. Oft hefur salan dottið að- eins niður, en þess á milli gengur hún betur og er það von blaðstjórn- ar að hún megi enn um ókomna framtíð eiga dyggan lesendahóp að styðjast við. Sölubörn Faxa Ekki er hægt að skrifa svo um Faxa, að ekki sé minnst á þann dug- mikla hóp sem í hálfa öld hefur að- stoðað við að koma blaðinu til les- enda. Hér er að sjálfsögðu átt við sölubörnin sem ævinlega hafa sýnt Faxa mikinn áhuga og mörg eiga þau æskuminningar sem eru tengd- ar Faxa. Síðar meir hafa þau svo haldið tryggð við blaðið með því að kaupa það og lesa. Áskrifendur að Faxa eru jjölmargir Faxa á sér tryggan áskrifendahóp og hafa sumir fengið blaðið sent í áratugi. I hópi þeirra eru margir brottfluttir Suðurnesjamenn, sem vilja halda við tengslum við átthag- ana. Gegnum tíðina hafa margir úr þessum hópi sent efni til blaðsins og er það ávallt vel þegið og mætti í raun vera meira um það. Öllum aðstandendum Faxa þakkað Þegar einhver á hálfa öld að baki, þá fer ekki hjá því að margir hafa komið við sögu. Málfundafélagið Faxi og ekki síst blaðstjórn vill nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem í þessi fimmtíu ár hafa lagt hönd á plóginn. Ekki er mögu- legt að nafngreina þá mörgu sem hér um ræðir, en þó er það ljúft og skylt að minnast allra þeirra er lagt hafa blaðinu til auglýsingar öll þessi ár. An þeirra er næsta víst, að Faxi hefði orðið nokkru skammlífari en raun hefur borið vitni. Þá er einnig efst í huga að þakka öllum þeim sem unnið hafa við biaðið og lagt sig fram við það starf. KÆRAR ÞAKKIR TIL YKKAR ALLRA

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.