Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 50

Faxi - 01.12.1990, Page 50
F l_J kki verður ofsögum af þvi sagt, hve tíminn er fljótur að líða. Það var víst í jólablað 12. árgangsins, árið 1952, sem ég skrifaði mína fyrstu jólahugleiðingu. Mér finnst sem það hefði getað gerst í gær. Svo vel man ég mín fyrstu samskipti við þáver- andi ritstjóra, öölinginn Hallgrím Th. Björnsson, sem átti svo stóran þátt í að búa Faxa þann trausta sess í samfélagi Suðurnesjamanna, sem hann skipar í dag með svo miklum sóma, sem raun ber vitni um. Fæst þeirra fjölmörgu blaða og tímarita, sem litið hafa dagsins ljós hér á Islandi, hafa orðið langlíf. Oft- ast var þar aðeins um dægurflugur að ræða. Fæst þeirra fylltu árgang- inn, hvað þá meira. Helst eru það blöð og tímarit, sem tengst hafa ákveðnum sérsviðum og verið gefin út sem slík, sem hafa haldið velli, að ógleymdum dagblöðunum okkar, sem auðvitað hafa hér algjöra sér- stöðu. En blöð á borð við Faxa, sem helga sig að mestu eða öllu leyti málefnum ákveðins héraðs eöa byggðarlags og eru ópólitísk að auki, eru oftast nær borin uppi af áhuga og þolgæði eins manns, rit- stjórans og leggja upp laupana um leið og hann gefst upp eða hverfur af sjónarsviðinu. Þeirri staðhæfingu til staðfestingar mætti telja upp tugi slíkra blaða, sem þegar eru horfin og hætt að koma út. En Faxi lifir enn! Og það sem meira er. Hann er sí- fellt að sækja á. Til þess liggja vafa- laust margar ástæður. Fyrst má auð- vitað minna á það, að Faxi er gefinn út af fámennu félagi, sem saman- stendur af traustum og ábyrgum einstaklingum. Þeir velja úr sínum hópi ritstjóra, sem þeir svo standa við bakið á og styðja með ráðum og dáð, bæði hvað varðar öflun efnis og auglýs- inga. Það er dýrt að halda úti blaði á borð við Faxa og því eru auglýs- ingarnar hin eðlilega lífæð hans. Og reynslan hefir sýnt, að þar á Faxi marga trausta hauka í horni, sem hafa lagt honum lið, um leið og þeir vonandi högnuðust sjálfir, í áranna rás. Hins vegar er svo efnið, sem Faxi flytur lesendum sinum. Það hefur eðlilega verið misjafnt, bæði Björn Jónsson. að efni og gæðum og stundum veriö deildar meiningar um gildi þess. En hiklaust má þó fullyrða, að alltaf var í hverju blaði einhver sá veigur, sem átti erindi til lesandans um leið og hann gaf blaðinu varanlegt gildi. Þaö gat verið frétt, frásögn, viðtal, hugleiðing eða skáldskapur, því allt þetta og miklu fleira er að finna í hinni fjölbreyttu efnisflóru Faxa. Og frá hvaða sjónarmiði sem horft er á þá fjölskrúðugu flóru, skal þaö ávallt koma í ljós, að hvergi eru á einum stað samankomnar fleiri og traustari heimildir um sögu Kefla- víkur og að mörgu leyti Suöurnesja allra í fimmtíu ár, en í Faxa. Af þeim sökum m.a. veröur hann æ eftirsótt- ari lesning, eftir jrví sem tímar líða. Og ekki skemmir það fyrir, að hann er yfirleitt bráðskemtilega skrifað- ur. Hæfileikaríkir ritstjórar Um efnið sem Faxi hefir birt á liðnum árum væri margt hægt að segja, þó að ekki verði það gert þessu sinni. En sú gifta hefur honum gefist, að góðir menn og hæfileika- ríkir hafa skipað sæti ritstjórans hverju sinni. Olíkir hafa þeir veriö hvað áhugamál snerti og þar af leiö- andi hafa áherslurnar verið talsvert misjafnar. En allir hafa þeir veirö einhuga í því að gera blaðið sem best úr garði og það sem ég tel bæði athyglisvert og harla þýöingarmik- ið; þeir hafa allir veriö reglumenn sem skildu gildi bindindis, tóku jafn- an einarða afstööu meö okkur, sem teljum neyslu áfengis og annarra vímuefna eitt mesta þjóðarbölið, og lagt okkur lið í bindindisbaráttunni þegar þess var þörf. Fyrir þetta er mér bæði Ijúft og skylt að þakka á þessum tímamót- um, um leið og ég ber fram þá frómu ósk, að enn mættum við vænta lið- sinnis Faxa í baráttunni við bjór, brennivín og önnur eiturlyf, barátt- unni sem í raun og veru er háð um heill eða óheill íslenskrar æsku á komandi tíð. Blöðin eru stundum kölluö spegill samtíðar sinnar. likki þurfa Keflvík- ingar og Suöurnesjamenn aðrir að fyrirverða sig fyrir þann spegil, sem Faxi er þeim. Það hefir veirð sagt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í mín eyru, að Faxi bæri svo af öðrum blöðum, að vandfundin væri hliðstæða hans hér á landi. Þetta er stór fullyrðing, en ég held að hana megi mjög til sanns vegar færa. Heill og farsæld fylgi Faxa, héðan í frá sem hingaö til. Ég bið hann aö flytja öllu mínu fyrrverandi sóknarfólki í Keflavík- ur-, Ytri- og Innri-Njarðvíkursókn- um, svo og öðrum Suöurnesja- mönnum, innilegar kveöjur mínar og fjölskyldu minnar, ásamt einlæg- um óskum um gleðileg jól og gæfu- ríkt komandi ár. Björn Jónsson. / A il haustmanuði arið 1940 ákváðu nokkrir menn í Keflavík að hefja útgáfu mánaðarblaðs, allir voru þeir meðlimir í Málfundafélag- inu Faxa, útgefandi var félagið. Það voru ýmsar blikur á lofti árið 1940, Þjóðverjar voru búnir að taka Pól- land með hervaldi, næst tóku þeir Frakkland á nokkrum vikum og svo Holland, Belgíu, Noreg og Dan- mörku. Það var eins og enginn gæti stöðvað leiftursókn Þjóðverja, að vísu höfðu Bretar sagt Þjóðverjum stríð á hendur en hvað gátu Bretar gert einir? Það gengu sögur um það í landi okkar Islandi, að næst Njáll Benediktsson. mundu Þjóðverjar taka Island með leiftursókn. Það varð ekki af því, Bretar urðu fyrri til og hernámu Is- land 10. maí 1940. Margt breyttist við komu Breta, allir Islendingar gátu fengið vinnu hjá hernum. Þeir sem áttu tommustokk og sög uröu gervismiðir; þeir sem áttu bifreið fengu vinnu hjá hernum við ýmsa keyrslu. Nú voru allir á spani; þann- ig var jarðvegurinn þegar Faxi hóf göngu sína. Það þarf engan að undra þótt Faxafélagar hefðu nokkrar áhyggj- ur af því að enginn hefði tíma til að skrifa í Faxa en Faxafélagar voru heppnir er þeir fengu Hallgrím Th. Björnsson til að ritstýra blaðinu. Hann hafði bæði vilja og getu til þess, hann safnaði ýmsum fróðleik um Suðurnes og það voru skrifaðar minningargreinar um konur 'íig karla. Þessi fróðleikur mun geymast á spjöldum Faxa um ókomin ár. Við Suðurnesjamenn erum í mikilli þakkarskuld við Hallgrím Th. Björnsson fyrir hans góðu verk, við minnumst hann með hlýhug og þakklæti. Allir ritstjórar Faxa hafa haldið blaðinu frá öllu pólitísku þrasi, og er það stærsti kostur blaðs- ins og mín von er að svo verði áfram um ókomin ár. Ég óska Faxafélögum til hamingju með fimmtugasta aldursárið. Bestu kveðjur, Njáll Benediktsson Gardi. 242 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.