Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1990, Side 55

Faxi - 01.12.1990, Side 55
STEINÞÓR ÞÓRÐARSON f m' l*lr#Or. *fiíAr;; «v/»,i0 fcajróprK* |-2s a«ab/ska%^ I S.VMBANds- XV t/lúi. .EGVPTACandTí.1. 'tSUlN 1 Oi2ulúníjai/« SDD.w ívJsC. MóííJ1 !,Nf'IIV\AÍ i.Vmn,,,,, VvO'mii ,1 j ^Vu.nl.x | 'fo« Sli&ifni n^'.nú & mtancía 'R-afr,'ka ^AIVíbi'Á t/ di* SUBVESTUR. 'SWAflJf AFRÍKUPUNKTAR I þau fjögur ár sem ég dvaldi ásamt fjölskyldu minni í Nígeríu (ár- in 1978—1981) þurfti ég oft að ferð- ast inn í frumskóginn til funda við innfædda til að ræða máiefni og hagsmuni kristniboðsins. Slíkar ferðir höfðu ýmsar hættur í för með sér, sérstaklega að næturlagi, vegna vopnaðra ræningja sem mikið var um í landinu. Mun ég víkja að slík- um bófaflokkum síðar, en fyrst skal greina frá hermönnum í hefndar- hug. Það var löngu komið svartamyrk- ur þegar við loks gátum lagt af stað heim á leið þetta viðburðaríka kvöld. Ég var farþegi í bíl gjaldkera kristniboðsins sem einnig var starf- andi prestur, en hann ók litilli Volks- wagen bifreið. Gjaldkerinn er lítill maður, innfæddur og kolsvartur á hörund. Eins og venjulega þegar tunglsskins nýtur ekki við er algjört myrkur í frumskóginum. Þar er ekk- ert rafmagn og engin ljós að sjá nokkurs staðar. Með himinháan skóginn allt í kring rennur allt sam- an í eitt svart myrkur. Og þó að bíl- ljósin lýsi fram á veginn þá er eins og myrkrið gleypi ljósið að miklu leyti, ekki síst þegar engar merkingar eru á vegunum, engar hvítar línur, eng- in umferðarmerki og engin endur- skinsmerki nokkur staðar. Og til að gera aksturskilyrðin enn erfiðari er alltaf mikill fjöldi fóiks á ferðinni á vegbrúnum og er það fólk allt kol- svart á litinn! Eftir um einnar klukkustundar akstur í gegnum skóginn við þessi skilyrði erum við allt í einu komnir að krossgötum þar sem mikið bál logar á miðjum krossgötunum. Og skyndilega erum við umkringdir æstum múgi, mörg hundruð manns, sem lokuðu allri umferð. Þarna hafði átt sér stað banaslys skömmu áður, þar sem minibus hlaðinn far- þegum hafði ekið á tvo hermenn á mótorhjóli og lágu lík hermann- anna á veginum skammt frá brenn- andi bifreiðinni. Ég hefi áður getið þess í Afríku- punktum mínum að það sé viðtekin regla í Nígeríu þegar umferðarslys á sér stað, sérstaklega þegar um al- varleg meiðsli eða banaslys er að ræða, að vinir eða ættingjar hinna slösuðu og látnu verða viti sínu fjær og kveikja í farartækinu sem olli slysinu og drepa bílstjórann á staðn- um, ef þeir á annað borð ná í hann. Það fyrsta sem bílstjóri gerir sem lendir í slíku óláni, er að forða sér burt af staðnum og fara á næstu lög- reglustöð til að tilkynna slysið og leita sér verndar frá lífláti. Þegar innfæddir komast í mikla geðshrær- FAXI 247

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.