Faxi - 01.12.1990, Síða 71
ÞAU SKRÁÐU SÖGU SKÓLANS:
Viðurkenningar
Frá árinu 1959 hafa engin skóla-
slit verið án þess að nemendum
hafi verið afhentar viðurkenning-
ar af ýmsu tagi.
Það var vorið 1959 að kennara-
félag skólans hóf að veita nem-
endum skólans viðurkenningar
fyrir frábæra skólasókn öll árin í
skólanum og er gaman að geta
sagt frá því að oft voru nemendur
sem höfðu mætt alla daga, í alla
tíma og ekki einu sinni verið veik-
ir öll þau ár sem þeir voru í skól-
anum.
Kennarafélagið veitir einnig
viðurkenningu fyrir gott og óeig-
ingjarnt starf að félagsmálum og
hefur sá siður haldist til dagsins í
dag.
Á árunum '59—’65 veitti kenn-
arafélagið einnig viðurkenningar
fyrir ágætiseinkunnir á unglinga-
og landsprófi en árið 1965 fór
Bókaverslun Keflavíkur að veita
þessi verðlaun og hefur haldið
þeim sið þó að í dag séu þau veitt
fyrir hæstu einkunnir í samræmd-
um prófum og hæstu einkunn í ís-
lensku.
Séra Björn Jónsson, sem var
sóknarprestur hér um árabil,
veitti viðurkenningar fyrir bestan
námsárangur í kristnum fræðum
á árunum '59—75. Verslunar-
mannafélag Suðurnesja veitti
nemendum skólans viðurkenn-
ingar fyrir hæstu einkunn í bók-
Inguar Guðmundsson yfirkennari.
haldi, vélritun og stærðfræði í
fyrsta sinn í tilefni af 10 ára afmæli
skólans ’62 og hélst sá siður til árs-
ins 74. Óskar Jónsson kennari
veitti viðurkenningar fyrir hæstu
einkunn í eðlisfræði í 4. bekk árin
’62—’66.
Rotaryklúbbur Keflavíkur veitti
viðurkenningar á árunum
'67—77 fyrir hæstu einkunn í öll-
um árgöngum.
Þá hefur danska sendiráðið
veitt tvenn verðlaun fyrir besta
námsárangur í dönsku frá árinu
1967. íþróttakona og íþróttamað-
ur skólans fá einnig veglega bik-
ara auk farandsbikars á hverju
Gudbjörg Ingimundardóltir kennari.
vori. Þá er ræðumaður ársins
einnig verðlaunaður. Ótalin eru
hér önnur verðlaun frá einstak-
lingum og félögum, sem veitt hafa
úrvalsnemendum í einstaka
greinum einu sinni viðurkenning-
ar.
Starfsfólk
Húsverðir hafa ávallt gegnt þýð-
ingarmiklu hlutverki í starfi skól-
ans. Auk þess að annast eftirlit
með skólahúsnæðinu eiga þeir
mikil samskipti við nemendur og
annað starfsfólk skólans. Fyrsti
húsvörður skólans var Pétur Lá-
russon, eins og áður hefur komið
fram og var hann húsvörður til
ársins 1962 en þá tók Haraldur
Guðjónsson við starfinu og gegndi
því um tíu ára bil. Árni Vilmundar-
son var síðan húsvörður til ársins
1983 er Valdimar Axelsson tekur
við starfinu. Hann er nú í ársleyfi
og gegnir Valur Emilsson starfi
húsvarðar í vetur. Sú nýbreytni
var tekin upp árið 1988 að ræsting
og gangavarsla var sameinuð í eitt
starf, sem fer fram á skólatíma.
Tíu gangaverðir eru í hlutastörf-
um við skólann í dag.
Skólaritarar hafa starfað við
skólann frá árinu 1963 og núver-
andi skólaritari er Hera A. Ólafs-
son.
Guðrún Jónsdóttir hefur starfað
sem matráðskona við mötuneyti
kennara frá árinu 1982.
í ár eru starfandi 30 fastir kenn-
arar við skólann auk stundakenn-
ara og rúmlega 500 nemendur eru í
18 bekkjadeildum.
Foreldra- og kennarafélag hefur
verið starfandi við skólann hin
síðari ár. Hefur það látið ýmis mál-
efni varðandi skólastarfið til sín
taka, m.a. staðið fyrir opnum
fundum og aðstoöað nemendur á
ýmsan hátt. Formaður félagsins
nú er Hrefna Traustadóttir. For-
maður skólanefndar er Axel Jóns-
son.
Síðari hluti þessarar greinar er
rituð af Guðbjörgu Ingimundar-
dóttur og kunnum við henni bestu
þakkir fyrir.
H.H.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
óskar nemendum, kennurum og öðrum
Suðurnesjabúum
gíebtíegra jóía
og farSceíbar d komanbi dri
þökkum samstarfið á árinu
SKÓLAMEISTARI
____g? ÍO)
yl' r
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár!
Þökkum ánægjuleg viðskipti
á árinu
BLÁA LÓNIÐ — gistihús