Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1990, Side 81

Faxi - 01.12.1990, Side 81
gerðin þurfti á að halda. Fiskurinn var verkaður í fiskverkunarhúsi þeirra að Vörum, vandvirkni og Ijúf- mennska í stjórnun var aðalsmerki hans, enda ætíð verið talinn í fremstu röð fyrir gæði. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Sumarliðadóttur frá Meiðastöðum í Garði, kvæntist Þorsteinn 4. júní 1938. Hún er dóttir Tómasínu Odds- dóttur og Sumarliða Eiríkssonar, fiskverkanda og bónda, að Meiða- stöðum í Garði. Þau fluttu í nýbyggt hús sitt 19. des. 1939, og gáfu því nafnið Borg, þar hafa þau búið alla tíð síðan. Anna og Steini eignuðust fimm börn og einn fósturson. Þau eru: Halldór Þorsteinn, Jón Steinar, Gylfi, stúlkubarn sem dó við fæð- ingu, Tómas Sumarliði og Kristjana Oddný, barnabörnin eru orðin sex. Að Borg var gott að korha, það koma í hugann ljúfar minningar þar sem móttökur voru ætíð hlýjar og einlægar. Og ekki voru það aðeins við hjónin sem nutum gestrisni þeirra og Ijúfmennsku, heldur allir sem þangað komu. Yfir kaffibolla og við kertaljós var gaman að ræða við Steina, því áhugamál hans voru mörg. Steini var mjög trúaður mað- ur, hann var víðlesinn, sérstaklega um trúmál, hann hafði yndi af fal- legri tónlist og tók virkan þátt í sál- arrannsóknum. Hann efaðist ekki um að líf væri eftir þetta líf, enda kveið hann ekki vistaskiptunum. Steini gekk ekki heill til skógar síðustu æviárin. Fyrir sextán árum fékk hann fyrsta hjartaáfallið og fleiri fylgdu í kjölfar- ið. Ég þakka það góðum Guði, elsku- legri eiginkonu, börnum og barna- börnum hve lengi við fengum að njóta hans. Gylfi minn, þú sem enn ert í for- eldrahúsum, þér vil ég þakka sér- staklega fyrir alla þá umhyggju og hjálpsemi sem þú hefur alla tíð veitt föður þínum. Þorsteinn var ástkær eiginmaður og faðir, hann gaf börnum sínum gott veganesti út í lífið og studdi þau í blíðu og stríðu, þótt vinnudagurinn væri oft langur. Aðalsmerki hans var ástúð, hlýja og drenglund. Innileg samúð frá okkur hjónun- um, börnum okkar og fjölskyldum þeirra. Megi hinn lifandi Guð og fað- ir hugga þá sem syrgja. L.S.E. 'fo)or<r& tt/srsn Jf". Jt’JJ&rq OftO/yvn (sn/j $ ZZ þJ»rcJ9/Z c£.!9 , /99o_______________ /fcj od L. Sl/~stsiru/sC ! £sr JJuJfisrr- fosícn, JLMAU, j Casj ryri ci/Tt t j co-ra/m/i J-unAAsrrL, . — F'osYVní t Ch 'foJscn /Jt/ASrlCÍuss-si (jrf <FvYVYlJ cur/í . /ocrvjyvrrL foJnMsrrL, ■^ /aXr %a nnjcr c$ JfíJk______ cfíhJi o~<\ %rTÁA CcF !(<usr Oflcsfi o-A QrfÁA cJf /sJlct i ■— Á óulyMxL pJ tUc/i!kt Ooo/c Cl/cJtLT /?yu//yL /bi)^ Tjl 4- ýCrruA 04 /ff)asr/r>4. /Oj/rJ-dM. /zsrrf rn/A sM'oíVz-MfystIsfa/L Áu >■ —> MmctihJU/tM' faj (otui nrcLAífc ^Q-Cf Jbo\ÁsyyL nr/t í'daA OcnJsnmL (Wf Tsfj$j Msm. foÍA oClífrl/f fuSAjtutL q/l jsc'uTMsr ffo<A cJj^ o/yno/rY! /iAsfb > — (Tyroí>flM/T&n UÍJv Jff\osvteL (ffcyrU- Or/xT I/UACiusn. ‘'iúr q/Lu. Qfrí'U/Jfcs* nfaU ífci/st ^ jj Qsf|>T, OTU/rvn , fdisrvr /7 ctsfds flasmfi/ (VCoyima foissvn Óskum Grindvíkingum og öðrum Suðurnesjamönnum (Síebiíegra jóíö og faréœfó komanbt dr§ Bœjarstjórn Grindavíkur Óskum starfsmönnum okkar svo og öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla ogfarsældar á komandi ári þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Rammi h.f. L FAXI 273

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.