Faxi - 01.12.1990, Side 87
Dagur lögreglunnar
Sunnudaginn 14. október s.l.
var haldinn um allt land hinn
svonefndi Dagur lögreglunnar.
Þann dag var almenningi boöiö
aö heimsækja og skoða
lögreglustöövar um allt land en
þar tóku lögreglumenn á móti
gestum og kynntu á margan
hátt það starf sem lögreglan á
hverjum staö innir af hendi.
Tlðindamaöur Faxa leit viö á
lögreglustöðinni í Keflavík og þar
var margt um manninn. Einkum
og sér í lagi var yngsta
kynslóðin fjölmenn og var
gaman aö sjá hversu mikill áhugi
var hjá unga fólkinu á því sem
fyrir augu bar. Viö áttum stutt
spjall við Þóri Maronsson
yfirlögregluþjón. Þar kom m.a.
fram að menn hefðu ekki
fyrirfram getað reiknað með
hversu margir myndu hafa
áhuga á að heimsækja stöðina,,
en hann var mjög ánægður með
þann áhuga sem í Ijós hefði
komið. Megin markmiðið með
þessum degi væri að skapa
jákvætt viðhorf milli
lögreglunnar og almennings
með aukinni kynningu.
Netanaust hf. hefur selt
10.000 línur frá
Mörenot A/S
Eins og Faxi hefur áður sagt
frá varð fyrirtækið Netanaust hf.
20 ára á þessu ári, en það
einþeitir sér nú að innflutningi
og sölu á neti í síldar- og
loðnunætur, fiskilínum, þorska-
netum og ýmsu öðru til
veiðarfæragerðar.
Jón Eggertsson, fram-
kvæmdastjóri og aðaleigandi
fyrirtækisins, stofnaði fyrirtækið
á sínum tíma í Keflavík og
beindist reksturinn þá að
netagerð og viðgerðum á
veiðarfærum fyrir fiskiskipa-
flotann. „í kjölfar hnignandi og
breyttra útgerðarhátta á Suður-
nesjum hefur fjöldi einstaklinga
þurft að stokka upp sín mál.
Einnig hafa fyrirtæki af þessum
sökum orðið að gefast upp eða
gera stórbreytingar á starfsemi
sinni. Ég réðst í það að söðla um
og flytja starfsemi fyrirtækisins
frá Keflavík til Reykjavíkur og
jafnframt var rekstrarformi
fyrirtækisins breytt úr netagerð í
innflutningsfyrirtæki á sviði
veiðarfæra," segir Jón.
Fyritækið hefur fyrst og
fremst beint sér að innflutningi á
vörum frá Mörenot A/S í Noregi.
Er hér einkum um að ræða efni í
síldar- og loðnunætur, svo og
innflutningur á línu. Þess má
geta að á sjávarútvegs-
sýningunni í Laugardalshöll í
haust seldi Natanaust hf.
tíuþúsundustu línuna frá
Mörenot til íslenskrar útgerðar.
Jón segir að fiskilínan frá
Mörenot hafi því vissulega náð
miklum vinsældum hér á landi
Nýr barnaleíkvöllur í Garðinum
og fengið góða dóma um land
allt, enda er Mörenot A/S
jafnframt eigandi að nýjustu
tógverksmiðju í Noregi, sem er
mjög fullkomin. Er verksmiðjan
jafnframt með japanskar
netavélar, sem framleiða
þorskanet í hæsta gæðaflokki og
er hægt að afgreiða þessi net
með stuttum fyrirvara.
„Innflutningsvörur okkar eru
ávallt fyrirliggjandi í
Tollvörugeymslunni í Reykjavík.
Það auðveldar alla afgreiðslu og
einfaldar reksturinn, en stærri
pantanir eru afgreiddar beint frá
verksmiðjunni," segir Jón.
Þess má geta að lokum að
mörg af nýjustu og stærstu
loðnuskipum flotans eru búin
loðnunótum frá Mörenot A/S.
Yfir 15.000 íbúar
á Suðurnesjum
Um síðustu áramót fór
íbúafjöldi á Suðurnesjum í fyrsta
skipti yfir 15 þúsund. Eftir
sveitarfélögum var skiptingin
sem hér segir:
Gerðahreppur 1066
Grindavík 2161
Flafnahreppur 130
Keflavík 7423
Miðneshreppur 1257
Njarðvík 2392
Vatnsleysustrandarhreppur 653
Samtals gerir þetta 15.082. Því
er svo að sjálfsögðu við að
bæta, að hjá varnarliðinu á
Keflavíkurflugvelli eru búsettir
nokkur þúsund manns. Suður-
nesin eru þvi fjölbýlasta svæðið
utan Reykjavíkur.
Nýr barnaleikvöllur er að líta
dagsins Ijós í Garðinum. A lóð sem
er sunnan við hið nýja hús verka-
lýðsfélagsins hefur verið skipulagð-
ur opinn barnaleikvöllur, þar sem
ágæt aðstaða verður til fjölbreyttra
leikja.
Frásögn sem þessi á sér ávallt
nokkra forsögu. Mörgum hefur
lengi verið það þyrnir í augum, að
hvergi í Garðinum hefur fram að
þessu verið um eiginlegan leikvöll
að ræða. Töldu menn að með því að
koma upp slíkum velli, þá væri
börnum gert kleift að leika sér óhult
með vinum og jafnöldrum í öruggu
umhverfi. Það voru síðan Sjó-
mannadagsráð, Slysavarnarfélagið
og Verkalýðsfélagið sem sameinuð-
ust um að lirinda þessu verki í fram-
kvæmd.
Einn af þeim sem hafa gert leik-
vallasmíðina að áhugamáli sínu er
Jóhannes S. Guðmundsson, Garða-
braut 70. Hann sagði Faxa frá því,
að Sjómannadagsráð Gerðahrepps
hafi árið 1989 samþykkt að verja
ágóða af kaffisölu sjómannadagsins
til uppbyggingar á opnum leikvelli.
Framkvæmdir hafi síðan hafist sl.
vor. Margir hafi lagt fram sjálfboða-
vinnu, en einnig hafi fengist ákveð-
in fjárveiting frá hreppnum. Jafn-
framt hefði verið skipuð leikvallar-
nefnd innan ráðsins og væri hún að
vinna að frekari fjáröflun.
Völlurinn er þannig úr garði gerð-
ur, að uppgröftur úr grunni verka-
lýðshússins var notaður til að
byggja skjólgarð sem síðan var
tyrfður. Við völlinn vestanverðan
var síðan reistur vandaður skjól-
veggur og undir honum mun verða
komið fyrir sandkassa og ýmsum
leiktækjum. A miðjum vellinum er
síðan fyrirhugað að byggja eftir-
mynd af kastala fyrir börnin að leika
sér í. Er ekki vafi á að yngstu íbúarn-
ir í Garðinum munu kunna að meta
þetta merka framtak.
FAXI 279