Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 91

Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 91
Sigtryggur Árnason In Memoriam Nýlega var til moldar borinn Sigtryggur Árnason, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Keflavík. Síð- ustu vakt hans þessa heims var lokið og aðrar, óræðari skyldur kölluðu. I raun er það alls ekki létt verk að skrifa um Sigtrygg Árnason fá- einum orðum. Óhætt er að segja um hann að hann hafi verið litrík persóna — einn þeirra manna sem marka spor. Skal svo sem engan furða þegar saman fara sérstæðir persónueiginleikar annars vegar og stórbrotnar samfélagsbreyting- ar hins vegar. Sigtryggur Árnason var af þeirri kynslóð Islendinga sem upplifði kyngimagnaðri framfarastökk en þekkst hafa í sögu landsins. Þann- ig var hann sjálfur fæddur og upp- alinn í sveit, mótaður af einföldum samhljóm við íslenska náttúru og ungmennafélagsandann í sinni mestu reisn. Með þetta vegarnesti kom sveitapilturinn, stóri og vörpulegi, á mölina hér syðra. Það voru sviptingaár á fimmta ára- tugnum þegar upp úr sauð af vaxt- arverkjum hersetu og útgerðar. Keflavík var í hröðum vexti og í þeirri hringiðu sló oft í brýnu milli dugandi landnema. Mál voru oftar en ekki afgreidd með hnefarétti fremur en fyrir dómstólum. Og það kom í hlut Húnvetningsins Sigtryggs að koma lögum og reglu á þetta sérkennilega samfélag. Til þess var honum í upphafi ekki bú- inn annar kostur en gamall og af- lóga braggi og tveir jafnfljótir sem farartæki. Sem nærri má geta var hér um erfitt og vandasamt verk að ræða. Kom Sigtryggi þar vel að hafa gengið í smiðju til hins kunna íþróttagarps, Sigurðar Greipsson- ar í Haukadal. Furðar engan þótt á stundum stæði styrr um þennan frumherja í löggæslu í Keflavík. Þar reyndi á festu og ákveðni en skylduræknin og trúfestan við starfið var Sigtryggi mikilvægur eiginleiki í þeirri þolraun. Ekki er ólíklegt að sá tími hafi mótað við- mót hans þegar skilningur ann- arra á vandasömu verki gat verið í hæpnara lagi. Eða hversu oft hættir okkur ekki til að dæma á grundvelli takmarkaðrar þekking- ar? Er fram liðu stundir færðist smám saman meiri festa yfir sam- félagið og löggæslan tók mið af því. Nærri hálfrar aldar löggæsla á Suðurnesjum hvíldi að verulegu leyti á breiðum herðum Sigtryggs. Æviverki sínu skilaði hann með sóma. Svo sem nærri má geta þurfa lögreglumenn oft að taka miður vinsælar ákvarðanir í starfi sínu. Ýmsum kann að hafa þótt yfirlög- regluþjónninn hrjúfur og kaldur. Hitt leyndist ekki þeim sem með honum störfuðu að undir ákveðnu yfirborðinu bjó blíðlyndur og um- hyggjusamur einstaklingur. Engu er líkara en í Sigtryggi hafi togast á annars vegar bóndinn og hesta- maðurinn en hins vegar lögreglu- maðurinn, sem átti svo í vök að verjast á frumbýlingsárunum. Ný- liðum, sem reyndari starfsfélög- um, reyndist hann hjálpsamur og örlátur á ráð. Hinn sérstæði frá- sagnarmáti létti oft erfiðar vaktir og má segja að sumar sagna Sig- tryggs séu sígildar. Þar birtist hin sanna, íslenska frásagnarhefð í allri sinni dýrð. Með Sigtryggi Árnasyni lýkur ákveðnum kapítula í löggæslu Suðurnesja og hlýtur hann að telj- ast til merkilegra einstaklinga í sögu okkar hér syðra. Með þess- um orðum kveðja lögreglumenn fyrrur félaga sinn og yfirmann. Blessuð sé minning hans. Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn. Bæjarstjórn Keflavíkur óskar starfsmönnum sínum svo og öllum Keflvíkingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, og þakkar liðið ár. Bæjarstjórn Keflavíkur FAXI 283
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.