Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 92

Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 92
Föstudaginn 9. nóvember sl. fyllt- ist Félagsbíóið í Keflavík af fólki, sem var þangað samankomið til að sjá Leikfélag Keflavíkur flytja söng- leikinn „Er tilgangur". Þetta var frumsýning söngleiksins og jafn- framt frumraun höfundarins, Júlíus- ar Rúnarssonar, á þessu sviði. Þetta eru þó ekki fyrstu kynni Júlíusar af laga og textasmíð en hann hefur meðal annars starfað um nokkurt skeið í keflvísku hljómsveitinni Pan- dóru. Þegar þessi skrif birtast er sýning- um á söngleiknum lokið og hefur honum verið mjög vel tekið. Uppselt var á frumsýninguna eins og áður kom fram og greinilegt var að áhorf- endur voru með á nótunum og ánægðir með frammistöðu leikfé- lagsins. ,,Er tilgangur" fjallar um ungan dreng, Skúla, sem er að velta því fyr- ir sér hvort tilgangur sé með lífinu, eins og titill söngleiksins ber með sér. Skúli hættir því í skóla og vill með því læra að treysta á sjálfan sig og öðlast reynslu á öðrum brautum lífsins en skólanum. Faðir Skúla er ekkert alltof ánægður með þessa ákvörðun Skúla og rekur hann að heiman. Þá tekur við ótrúlegt tíma- bil í lífi Skúla. Á skömmum tíma kynnist hann mörgum hliðum mannlífsins en virðist ekki neins- staðar falla í hópinn. Hann flækist inní leynilögreglurannsókn sem Matti frændi hans er að vinna í og kemst í kynni við hippa. Skúli kemst að því að besti vinur hans, Tommi, er samkynhneigður og, ekki til að bæta það, ástfanginn af honum. Skúli fer út á vinnumarkaðinn, fær vinnu hjá Bigga frænda sínum að til- stuðlan móður sinnar sem er ekkert of hrifin af að láta hann aleinan og bjargarlausan í hinum stóra heimi. Hann kynnist rónum og götulýð sem eru vingjarlegir hið fyrsta og bjóða honum svefnpláss, en hann fær að hypja sig þaðan þegar upp kemst að hann er vinnandi maður. Skúla tekst þó ekki að halda lengi í þá vinnu, og er fljótlega rekinn. Þannig virðist allt ganga á afturfót- unum hjá Skúla en ekkert ganga upp. Að lokum kemur að því að hann sér ekki aðra lausn á sínum vanda en að fyrirfara sér. Með hlutverk Skúla fór Sigurður Eyberg. Sigurður fór vel með það hlutverk, enda sennilega ekki erfitt fyrir hann að setja sig í spor Skúla. Sigurður er eins og Skúli á unga aldri, enn á skólabekk og líklega hefur hann eins og flestir (að ég held) einhverntímann velt fyrir sér hver tilgangurinn er með þessu öllu. Allar hreyfingar Sigurðar og tilburð- ir hitta í mark hvað varðar það að kitla hláturtaugar áhorfenda. Sig- urður nýtur þess að vera vanur og góður söngvari, en hann er aðal- söngvari hljómsveitarinn Pandóru, sem höfundur söngleiksins er einn- ig meðlimur í, eins og áður kom fram. Hann skilar því þeim hluta hlutverksins mjög vel. Hafsteinn Gíslason, sem lék föður i Skúla, var að öllum öðrum ólöstuð- um besti leikarinn á sviðinu þetta kvöld. Hann hafði jafn góð tök á að sýna alvöru og glens auk þess sem söngur hans var með ágætum. Það er lítið annað hægt að segja um leik Hafsteins, annað en það að hann var í alla staði góður. Hlutverk móður Skúla virtist mér ekki mjög krefjandi, en það var leik- ið af Guðnýju Kristjánsdóttur. Hún 284 FAXI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.