Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 7

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 7
100 ára afmæli löggilding Voga sem verslunarsíaðar Hábær í Vogum. Hér var fyrsta verslunin til luisa. Ljósm. Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysu- strandarhreppi. Upphafíð Hinn 24 nóv. s.l. voru 100 ár liðin frá því að Vogar hlutu löggildingu sem verslunarstaður. A 75 ára afmæli þessa atburðar skrifar Egill Hallgrímsson, kennari frá Austurkoti ítarlega grein um tilkomu lög- gildingarinnar í Morgunblaðið. Rekur hann þar t.d. sögu landnáms í Vogum og nefnir til ýmsa frumbyggja. Hann nefnir því næst flutningsmenn löggi ldingar- frumvarpsins, þá síra Þórarinn Böðvarsson og Jón Þórarinsson skólastjóra Flensborgarskóla. Orðrétt segir svo í grein Egils: “Ekki voru þingmenn algerlega sammála unt nauðsyn þess að Vogar hlytu löggildingu sem verslunarstaður og bar margt á góma í umræðunni urn málið, eins og sjá má af eftirfarandi kafla sem tekinn er úr Alþingistíðindum frá árinu 1893 við lokaumræðu í neðri deild.” “Landshöfðingi (Magnús Sthephensen.): Aður en öll þessi löggildingarmál fara alfarin af alþingi, ætla ég að leyfa mér að mynnast á lítið atriði, sem kom fram undir untræðum hér í þessari h. þingd. um frumvarp um almannafrið á helgidögum. Það var tekið fram, að frumv. stjórnarinnar um það mál hefði þann ókost, að auka drykkjuskap og ósiðsemi hér á landi. Eg hefi nú ekki svo mikla trú á þessum spádómum, en ég verð að segja það, að ef nokkurt frumv. verður til þess að efla dtykkjuskap og óreglu hér á landi, þá eru það sum af þessum frumv. um löggildingu kaupstaða. Það er þannig ekki sjáanlegt, að tilgangurinn með löggildingu verslunarstaðar við Vogavík sé annar en sá, að heimila þar brennivínsverslun. Frumv. um löggildingu Vogavíkur hefir oft verið fyrir þinginu áður, en það heftr verið fellt sem óþarft, og ef til vill jafnframt skaðlegl vegna brenni- vínssölu, sem þar mundi komast á. Mér finnst ekki fullkomin samkvæmni hjá þeim mönnum, sem vilja bægja burt öllu, sem beinlínis eða óbeinlínis, ellir drykkjuskap, en vilja þó á hinn bóginn löggilda verslunarstaði, þar sem brennivínsverslun megi fara fram en engin jiörf er á. Eg býst ekki við að þessum fyrirhugaða verslunarstað verði gjört lægra undir höfði en hinum stöðunum, sem þegar er búið að löggilda, en ég vildi þó geta þessa, áður en hann yrði samþykktur. Þórarinn Böðvarsson: „Mig furðar á |)ví, að nokkur skyldi fara að mæla á móti löggildingu þessa eina staðar eftir að búið var að löggilda alla hina. Það hefur víst hcldur ekki verið meining hæstv. landshöfðingja að mæla á móti honum. Frumv. um löggildingu verslunarstaðar í Vogavík hefur oft verið samþykkt hér í deildinni, en ýmislegt hefur orðið jreim að fjörlesti í h. efri deild. Einu sinni t.d. fann einn þingm. þar, Jón Ólafsson, upp á því, að setja öll löggildingarmálin í eitt frumv. og einmitt af þeirri ástæðu féll Vogavík í það skiptið. Þar sem hæstv. landshöfðingi lók það fram, að þessi löggilding mundi auka drykkjuskap í Vogum og þar í kring, þá hefur það álit ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti, því í tveimur kaupstöðum í mínu kjördæmi, Hafnarfirði og Keflavík, sem ég þekki mjög vel til, er því nær enginn drykkjuskapur. Þar eru flestir í bindindi. Eg verð að neita því kröfuglega, að tilgangurinn með frumv. sé sá, að koma á brennivínsverslun við Vogavík. Tilgangurinn er allur annar. Hann er aðallega sá, að gjöra mönnum þar syðra alla aðflutninga léttari og greiðari. Það var einmitt Vogavík, sem átti að verða kaupstaður, en ekki Keflavík, því á Vogavík er miklu betri höfn en á Kefalvík og hægara og þægilcgra að sækja þangað fyrir fjölda manna, er búa fyrir sunnan Garðahrepp. Kellavík er óhentugur verslunarstaður, með því þar er hin versta höfn, en þar sunnan að sækja margir til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, sem eiga mjög stutt í Keflavíkur kaupstað. Búendur þar syðra semja við kaupmenn í Hafnarfirði og Reykjavík, að flytja til þeirra vörur og sækja aftur hinar íslensku vörur, er þeir leggja inn til kaupmanna. Til þessa kosta kaupmenn stórfé árlega, en þessi fyrirhöfn og kostnaður mundi að miklu leyti sparast, ef kaupstaður kæmist upp við Vogavík Hæstv. landshöfðingi sagði, að engin sýnileg þörf væri á að löggilda Vogavík til verslunar. Þörlin er ekki sýnileg jteim, sem ekki jickkja til, en hún er sýnileg þeim sem þekkja til. Eg sem kunnugur, veit að þessi löggilding er þörf, enda hefur hún oft verið samþykkt hér í þessari h. þingdeild, og ég treysti því fyllilega að hún verði samþykkt einnig nú”. Þetta frumvarp fékkst síðan samþykkt í neðri deild með 18 samhljóða atkvæðum og hlaut staðfestingu í el'ri deild. Tóku lögin gildi sem fyrr segir þann 24.nóv.l893. I grein Egils er raunar ekki rninnst á það hvenær raunveruleg verslun hefst hér í Vogum, heldur bregður hann á leik, og spáir nokkuð til um framtíð Voganna og næsta nágrennis. Ekki verður annað sagt en að þar gæti bamslegrar bjartsýni, og má ég til að geta þessa að nokkru. Hann segir m.a. “Vogar eru fallegt bæjarstæði og mun þar er fram líða stundir rísa fallcgur bær með strætum og torgum, verða samfelld byggð suður að Vogastapa, sem væntanlega verður prýddur höggmyndum. Líklegt má telja að sandarnir fyrir sunnan Voga geti orðið eftirsóttur baðstaður í framtíðinni og að þar komi veitinga- og skemnrtistaðir í fegruðu umhverfi. Hann ncfnir einnig varðveislu Arahólsvörðu og ræktun trjáa og blóma í og við Arahól. Það verk var FAXI 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.