Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1993, Page 12

Faxi - 01.12.1993, Page 12
Jólasveinn í vandræðum Einu sinni var jólasveinn sem var á leið til byggða. Það var dimmt og stjörnur skinu og tunglið með jólasveinahúfuna brosti glatt eins og venjulega. Reykur streymdi úr strompum. Jólasveinninn lenti í dálitlum vandræðum vegna stærðar sinnar. Svo þurfti hann að bera þungan poka. Einnig var það jólatréð sem hann ætlaði að gefa mjög ríku fólki. En svo fór að hann festi sig í strompunum hjá ríka fókinu. Hann var þegar orðin svartur í framan því reykurinn streymdi í andlitið. Tunglið var orðið hrætt um að hann kæmi aldrei upp úr strompinum. Án þess að ríka fókið tæki eftir honum, “BLOBBS”, allt í einu datt hann niður langa, hrukkótta stropinn. Þegar hann sá inn í húsið vissi hann strax, að þau sem þar bjuggu voru rík. Hann lét jólatréð inn og vissi að hann yrði í vandræðum að komast út, því að húsið var svo stórt enda villtist hann. Hann ætlaði svo sannarlega að passa sig að fara inn um glugga á næsta ári. En þegar hann var orðinn svangur sá hann eldhúsið og ákvað að fara ekki lengra strax. Þegar hann var búinn að borða fann hann loksins útidyrahurðina. Hann passaði sig svo á að fara inn um glugga á næstu húsum. Besti jólasveinninn Steinar Pór Oddsson 6.-IM Stíflan í strompinum Á aðfangadagskvöld þegar jólasveinninn kom, þá var búið að gera stíflu í strompinn og jólasveinninn festist í strompinum og er enn þar. Tómas 5 AM Nammi jólasveinn Eitt sinn var jólasveinn. Hann borðaði mikið nammi. Hann var með nammi í pokanum en nú var það allt búið. En á aðfangadagskvöld urðu börnin mjög leið. Og þegar jólasveinninn komst að þessu gaf hann öllum pakka eða nammi. Sigrún Rós 5 AM Garfild jólasveinn er besti jólasveinninn í heimi. Hann gefur svo góðar gjafir og er góður við alla. Hann kemur á sleða með hreindýrum frá Norður-pólnum. Þar er alltaf snjór. Heima hjá Garfild jólasveini er stórt verkstæði þar sem litlir jólaálfar búa til gjafirnar. Flýgur hann svo á hreindýrasleðanum til Islands og gefur börnunum gjafir á jólunum. Jónas G. 5.-B. V. Young 6. - IM: 172 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.