Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1993, Qupperneq 13

Faxi - 01.12.1993, Qupperneq 13
Keflavík 1904. Næst er pakkhús frá „Bakaríinu“, nú Austurgata 6, síðan er „Edinborg“ og Goodtemplarahúsið er nefnt var „Draugurinn“. stórt og fagurlega skreytt jólatré, ljósum prýtt í miðjum salnum. Sá ég þá jólatré í fyrsta sinn og þótti mikið til koma. Kvöldið leið í sælum draumi við dans og söng og er við héldum heim á miðnætti vorum við leyst út með gjöfum: Epli í poka og leikfang. Eftir þetta héldu eigendur Duusverslunar börnum í Keflavík skemmtun um hver jól á meðan verslunin hélst við, eða fram til 1918 eða 1919. Var aldrei neitt til sparað til að gera skemmtunina sem eftir- minnilegasta og þeir sem muna lífið í Keflavík á árunum fyrir 1920 minnast þessara skemmtana með sérstöku þakklæti. I fyrstunni voru jólaböllin haldin í Góðtemplarahúsinu en síðar í Bryggjuhúsinu, sem enn stendur. Þangað var boðið öllum ófermdum börnum í Keflavík og nágrenni, ríkum og snauðum, ol'tast á annað hundruð börn eða þaðan af meira. Stórt jólatré var sent frá Kaupmanna- höfn, það skreytt og ávextir og sælgæti fest á greinamar, en í lokin var gottinu skipt á milli bamanna. Þá voru ýmsar aðrar veitingar á boðstól- um, og vitaskuld hinn ómissandi dans í kring um jólatréð. Eins og nærri má geta voru bæjarmenn þakklátir þessurn velvilja og hlýhug í garð barna þeirra. Að aflokinni jólatrésskemmtun árið 1904 var þeim Kristjönu Duus, Olafi og Asu Olavsen sendur dálítill þakklætisvottur; var það skrautritað kvæði eftir Guðmund Guðmundsson skáld og kennara, en það höfðu börnin sungið á jólatrésskemmtuninni undir sama lagi og O, blessuð sértu sumarsól. Kvæðið hljóðar svo: Þið færið okkur líf og ljós, þið lífgið hverja sumarrós, sem blundar undir ís og snjá við ægisdjúpin blá. Við gleymum kulda, hreti og hríð og hræðilegri vetrartíð, en ljósakrans í laufi hlær, sem ljómar undurskær. í bamsins sál er fólgið fræ í fyrsta vorsins morgunblæ það blómgast, verður voldugt tré þar vinir ftnna hlé. Á greinum þess sín ljúfu ljóð mun lóan syngja um kvöldin hljóð og glæða öllum gleði hjá, sem gleðja bömin smá. Þið munið okkar auðu strönd, sem ægir réttir kalda hönd; þar raddir óma yftr höf frá okkar feðra gröf. Við erunt fátæk, ofur smá, en okkar dýpsta hjartans þrá skal bera ykkur bljúg og klökk, með blænum hjartans þökk. Þannig þökkuðu börn í Keflavík og nágrenni fyrir í það sinn. Eins og áður sagði héldu forkólfar Duusverslunar þeim sið að senda jólatré frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og bjóða til jólatrésskemmtunar allt þar til verslunin var lögð niður. 1 árslok 1919 seldu þau eignir sínar í Kellavík Matthíasi Þórðarsyni og lagðist þessi siður |tá niður. Bjarni Guðmarsson. Gleðileg jól Gott o g farsælt nýtt ár! Þökkum samskiptin á liðnu ári HREPPSNEFND HAFNAHREPPS LÍ FEYRISSJ ÓÐUR SUÐURNESJA TJARNARGÖTU 12, KEFLAVÍK - SÍMI16666 ÓSKAR SJÓÐSFÉLÖGUM OG ÖÐRUM SUÐURNESJABÚUM gleðilegra jóla OG ÞAKKAR SAMSKIPTIN Á ÁRINU FAXI 173

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.