Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1993, Page 18

Faxi - 01.12.1993, Page 18
Helgi Hólm: / A nœstu síðum verðu birtir punktar / [ og slitrur af stofnun og starfi ÚFS. -Z. ■ Fað er ánœgjulegt að fjullu um þettu efni í Fa.ru því ávallt hefur átvegurinn skipuð veglegan sess í blaðinu. Við höfum að miklu leiti stuðst við fundagerðurbœkur félaganna en einnig hufa eftirtaldir menn í samtölum lagt sitt af mörkum: Kurvel Ögníundsson, Porsteinn Jáhunnesson, Tómas Porvaldsson, Margeir Jónsson og Halldór /bsen. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Þann 12. nóvember árið 1963 var Utvegsmannafélag Suðurnesja stofnað og stóðu að stofnun þess útvegsmenn af öllum Suðumesjum. Tilgangurinn með félagsstofnuninni var fyrst og fremst að safna í einn félagsskap öllum fiskiskipaeigundum á Reykjanesskaga til að standa mætti sameiginlega vörð um hagsnruni útvegsmanna. Þessi hagsmunamál voru m.a. allt er snerti kaup- og kjarasamninga við stéttarfélög sjómanna, sameiginleg innkaup á rekstrarvörum til útgerðar og þau mál önnur er snertu atvinnu og afkomu félagsmanna. Hvatinn að þessari félagsstofnun og um leið samruna þeirra útvegs- mannafélaga sem fyrir störfuðu á svæðinu var fyrst og fremst átak á vegum LÍÚ - Landssambands ís- lenskra útvegsmanna - við að sameina útvegsmannafélögin, þannig að í hverjum landshluta væri eitt öflugt félag. Fram að þessu höfðu verið starfandi nokkur félög útvegsmanna á Suðurnesjum og hafði ávallt verið um verulega samvinnu milli þeirra að ræða. Svo lengi sem sagan greinir frá hafa íbúar á Reykjanesi verið ötulir við að sækja sjóinn. í kvæðinu kunna -Suðurnesjamenn - eftir Olínu Andrésdóttur sem sungið er við lag Sigvalda Kaldalóns, tónskálds frá Grindavík, er þessi ljóðlína: “Sagt hefur það verið unt Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn”. Landsins gjöfulustu fiskimið voru hér og í margar aldir réru menn til fiskjar á opnum bátum allt í kringum nesið og var Faxaflóinn í eina tíð kallaður „Gullkistan“ sökum mikils og stöðugs afla þar. En sjómennimir íslensku voru ekki einir á miðunum. Upp úr miðri nítjándu öldinni var hér mikill ágangur franskra fískiskúta sem lágu 178 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.