Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 20

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 20
markmið félagsins var að sjálfsögðu að gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna: Efla skyldi öryggi sjávar- útvegsins sem atvinnuvegar og gera hann arðvænlegan. Unnið skyldi að því að auka þekkingu þjóðarinnar á þýðingu sjávarútvegsins og skyldi það gert með því að birta skýrslur og greinar í fjölmiðlum þeirra tíma. Lögð skyldi áhersla á að stuðla að framförum á sviði fiskveiða og fiskiðnaðar. Einnig skyldi hugað að hagsmunum varðandi sölu fisks og fiskafurða. A stofnfundinum voru lög félagsins samþykkt og stjórn kosin. í hinni fyrstu stjórn sátu sem aðalmenn Þórður Guðmundsson, Gísli Sig- hvatsson og Þorbergur Guðmunds- son. Varð Gísli fyrsti formaður félagsins. A fundinum var síðan samþykkt að fela stjóminni að ganga til samninga um ráðningakjör á bátunum fyrir hönd félagsins. Fyrstu árin sinnti félagið mest samninga- málum. Síðla árs 1943 ræddi Finnbogi Guðmundsson um það, hvort ekki væri rétt að skipta LÍÚ í tvær deildir, aðra fyrir stórút- gerðamenn og hina fyrir smá- útvegsmenn. Var samþykkt að vinna að þessu máli. A sama fundi var kosin nefnd til að semja um kaup á beitu hjá útgerðarstöðvum í Sandgerði. Stuttu seinna ræddu félagsmenn um þörf á áreiðanlegri veðurfregnum, kaup og hæfni ráðskvenna í verbúðum og gæslu veiðarfæra í sjó fyrir ágangi togara. Tókst upp úr því að fá setuliðið til að birta veðurfregnir í verstöðvunum og einnig var ráðin sérstök kona til að se&ja ráðskonum verðbúðanna til í þeirra fræðum. Má á þessu sjá, að af mörgu var að taka á þessum fyrstu árum Útvegsbændafélags Gerða- hrepps. Þann 10. desember 1944 var síðan samþykkt að félagið skildi gerast deild í LÍÚ. Varð Finnbogi Guð- mundsson þar fljótlega kosinn í stjórn og hann ásamt Þorsteini Jóhannessyni voru lengi aðalmenn í stjórn samtakanna. A sama fundi voru til umræðu fisktökumál, en þar var um að ræða ísfiskflutninga til Bretlands á þeim hildartímum sem þá ríktu vegna seinni heim- styrjaldarinnar. ✓ Utvegsmannafélag Grmdavíkur Tómas Þorvaldsson Félagið var stofnað 15. júní 1945 og var stofnfundurinn haldinn í Kvenfélagshúsinu kl. 10 síðdegis. Til fundarins var boðað af Baldvini Kristjánssyni, fulltrúa Lands- sambands íslenskara útvegsmanna í þeim tilgangi að kanna, hvort útgerðarmenn í Grindavík vildu stofna með sér félag. Baldvin hafði framsögu í málinu og rakti í upphafi sögu Landssambandsins og las hann m.a. upp úr lögum þess og skýrði starfsemina. Hvatti hann heimamenn eindregið til að stofna félag sem yrði þádeildíLÍÚ. Eftir nokkrar umræður, m.a. af hálfu þeirra Rafns Sigurðssonar og Guðsteins Einarssonar, lagði Baldvin fram eftirfarandi tillögu: Fundur útgerðarmanna í Grindavík haldinn 15. júní 1945 samþykkir að stofna útgerðarmannafélag sem gangi í Landssamband íslenskra útvegs- manna. Fór svo að fundarmenn samþykktu tillöguna samhljóða. Lagði Baldvin þá fram tillögu að lögum fyrir félagið og var samþykkt að heiti þess yrði Útvegsmannafélag Grindavíkur. Félagsgjald var ákveðið kr. 15.00 og því til viðbótar árgjald til LIÚ samkvæmt lögum þess. I fyrstu stjórnina voru kosnir þeir Rafn Sigurðsson, Ámi Guðmundsson og Guðsteinn Einarsson og varamenn þeir Guðmundur Jónsson, Oskar Gísalson og Sigurður Þorleifsson. Rafn var einnig kjörinn fulltrúi á aðalfund LÍÚ. Segja má, að útvegsmannafélagið í Grindavík hafi verið n.k. vinnuveitendafélag jafnframt, því þeir sem voru með útgerðina voru aðalvinnuveitendur í plássinu og þurftu því að standa að öllum kaup- og kjarasamningum, jafnt á sjó og í landi. Það voru því höfuðatriðin í starfi félagsins. Stundum kom til átaka um þessi mál, en aldrei urðu þau alvarlegri en svo að þau leystust ekki á endanum. Þótt til verkfalla kæmi, þá dró það aldrei neinn dilk á eftir sér. Menn úr röðum útvegsmanna voru framámenn í stjórn sveitarfélagsins og þar unnu þeir að ýmsum framfaramálum t.d. hafnamálum. Oft á tímum var mikill fjöldi aðkomumanna á vertíðum í Grindavík og setti það mikinn svip á bæjarlífið. Útgerðirnar gerðu sitt til að búa vertíðarfólkinu sem besta aðstöðu. Á fundum útvegsmanna- félagsins voru hin ýmsu mál rædd og þó ekki hafi verið unnið sameiginlega að slíkum málum, þá báru menn sig saman og þannig virkaði félagið sem upplýsingamiðill þess tíma. Þar myndaðist samstaða um mörg veigamikil mál. Einnig var reynt að hafa sem mesta samvinnu við önnur félög á svæðinu og samflot um samninga. Einkum var þetta auðvelt eftir að útgerð hafði eflst svo í Grindavík að hún var á svipuöum nótum og norðanvert á nesinu. Átti þetta jafnt við um útgerðina og fiskvinnslustöðvar. Á fundi hinn 13. október 1963 var tekin fyrir lillaga frá LÍÚ, þar sem gert er ráð fyrir að LIÚ verði framvegis eingöngu byggt upp af félögum útvegsmanna af stórum svæðum. Með hliðsjón af þessari tillögu samþykkti fundurinn að Útvegsmannafélag Grindavíkur gangi í sameiginlegt félag fyrir allt svæðið sunnan Hafnarfjarðar. Skyldi gerð krafa um að stjórnarmenn af stærri útgerðarsvæðunum, þ.e. Keflavík, Sandgerði og Grindavfk, verði ekki færri en tveir og til- svarandi frá smæni útgerðarstöðum. Urðu því Grindvíkingar frá upphafi þátttakendur í Útvegsmannafélagi Suðurnesja og hafa starfað þar af krafti æ síðan. , Stofnun Útvegsmannafélags Suðurnesja Eins og fram hefur komið þá ríkti mikil samvinna milli útvegsmanna á Suðurnesjum og höfðu félögin á svæðinu oft samráð milli sín, þegar veigamikil mál bar á góma. Ekki átti þetta hvað síst við um starfið innan LÍÚ eins og síðar mun verða komið að. Þá höfðu menn ávallt pata af hvor öðrum, þegar yfir stóðu samninga- viðræður við sjómenn um nýja kjarasamninga, eða þegar þurfti að ræða hinar ýmsu aðgerðir stjórn- valda. Það fékk því ágætan hljóm- grunn hér syðra, þegar stjóm LÍU hóf í byrjun sjöunda áratugsins baráttu fyrir því, að útvegsmannafélögin í hinum ýmsu landshlutum sam- einuðust. LÍÚ var stofnað 1939 og aðilar að því gátu orðið hin ýmsu útvegs- mannafélög vítt og breitt um landið og einnig gátu einstaklingar úr röðum útgerðarmanna átt beina aðild að samtökunum. Fyrir atbeina LIÚ voru seinna mynduð landshluta- samtök og urðu útgerðarmenn að vera félagar í slíkum félögum til að Haffierg (íK 377 frá Grindavík. Petta fallega skip var smíðað 1962, þá 156 tonn. Var síðan breytt 1982 og varð þá 162 tonn. Ljósm. Snorri Snorrason. 180 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.