Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1993, Side 23

Faxi - 01.12.1993, Side 23
Starfið innan LÍl Landssamband íslenskra útvegs- manna var stofnað í Reykjavík 17. janúar 1939. Það voru þrjú félög útgerðarmanna og Félag íslenskra botnvörpuskipaeigenda (FIB) sem stóðu að stofnun félagsins. Þessi félög voru: Útvegsbændafélag Keflavíkur, stofnað 1936, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja, stofnað 1922, og nýstofnað útvegsmannafélag í Hafnartírði. Það vafðist í upphafi fyrir mönnum, hvort félagið skyldi starfa í tveimur deildum, önnur fyrir FÍB og hin fyrir vélbátaeigendur, en samþykkt var að starfa í einu félagi og verður að telja það hafa verið heillaspor. Fyrsti formaður LÍÚ var Kjartan Thors frá Reykjavík og einnig var Elías Þorsteinsson úr Keflavík kjörinn í stjómina. Til þess að fjölga félögum innan raða LIÚ var Baldvin Þ. Kristjánsson ráðinn til að fara um landið og hvetja til stofnunar útvegs- mannafélaga. Varð honum vel ágengt Frá upphafi hafa útgerðarmenn af Suðumesjum starfað dyggilega í LIÚ. Ber þar að sjálfsögðu hæst, að Sverrir Júlíusson, útgerðarmaður úr Ketlavík, síðar alþingismaður og forstjóri Svipmynd frá aðalfundi LÍÚ árið 1992 sem haldinn var á Akureyri. I ræðustól er forinaður LIÚ, Kristján Ragnarsson. Honuin til vinstri handar við háborðið má sjá þá Þorstein Pálsson, sjávarútvegsráðherra, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra VSI, Birgir Isleif Gunnarsson, Seðlabankastjóra og Þórð Ásgeirsson, forstjóra Fiskistofu. Ljósm.: Ljósmyndastofa Páls Akureyri. Fiskveiðasjóðs, var formaður LÍÚ samfleytt í 26 ár. Þótti mörgum stundum nóg um áhrif Suðumesjamanna innan LIÚ og var þá talað um Suðurnesjavaldið. Enda var það svo, að eftir að útvegsmannafélögin á Suðurnesjum sameinuðust, þá varð það stærsta félagið innan LÍÚ og hefur lengstum verið það. Hvort vald Suðurnesjamanna var mikið eða lítið skal látið liggja á milli hluta, en hitt er víst að úr röðum þeirra komu áhugasamir félagar sem höfðu mikið til málanna að leggja. Sú regla var viðhöfð í Útvegs- mannafélagi Suðumesja, að ávallt var boðað til aðalfundar, þegar tilkynning barst um, hvenær halda skyldi aðalfund LÍÚ. Undantekningarlaust mætti fonnaður LIÚ á aðalfund félagsins og hafði þar framsögu um stöðu útgerðarinnar á hverjum tíma. Flutti Itann inn á fundinn fregnir af nýjustu atburðum og urðu orð hans ætíð grundvöllur mikilla og gagnlegra umræðna. Á aðalfundunum komu síðan fram ýmsar tillögur sem samþykkt var að fulltrúar félagsins skyldu leggja fram á aðalfundi LIÚ. Lögð var mikil áhersla á að allir fulltrúamir mættu þar. Einnig var þess ávallt gætt, að sjá til þess, að fulltrúamir skiptu sér niður á þær málefnanefndir sem starfa áttu á fundinum. Þar sem Útvegsmannafélag Suðumesja var oftast eitt stærsta félagið innan LIÚ, þá er það ekki að undra, að margar tillögur þaðan hlutu brautargengi. Eftir hvem aðalfund LÍÚ var síðan farið yfir það hjá ÚFS, hvemig málum þaðan hefði reitt af. Þegar Verðlagsráð sjávarútvegsins var sett á laggimar af LÍÚ árið 1950, þá varð Karvel Ögmundsson fyrsti formaður þess. Aðrir formenn voru Finnbogi Guðmundsson og Sverrir Júlíusson. Hlutverk ráðsins var að stuðla að fiskverði sem tæki mið af söluverði til fiskkaupenda, tilkostnaði útgerðar og tilkostnaði fiskkaupenda. Árið 1961 voru sett sérstök lög um Verðlagsráðið Sjávarútvegsins sem eftir það starfaði eftir sérstökum reglum. Starfsemi LÍÚ hefur verið þróttmikið frá upphafi og hafa stjómendur þess lagt sig fram um að bæta hag umbjóðenda sinna. Jafnframt hafa þeir tekið virkan þátt í efnahagsumræðu í þjóðlífinu á hverjum tíma. Síðustu áratugina hefur Kristján Ragnarsson verið formaður LIÚ en hann var kjörinn á aðalfundi LIÚ í Vestmannaeyjum árið 1970 og hafa því aðeins þrír menn gegnt formannsstarfinu. Hér fara á eftir nöfn þeirra útgerðarmanna af Suðumesjum sem hafa setið í stjórn LÍÚ sem aðalmenn eðavaramenn: Sverrir Júlíusson.........Keflavík formaður 1944 - 1970 I stjóm sem aðalmenn: Finnbogi Guðmundsson ......Gerðum Margeir Jónsson...........Keflavík Tómas Þorvaldsson........Grindavík Þorsteinn Jóhanness..........Garði Ólafur Bjömsson...........Keflavík Gunnlaugur Karlsson.......Keflavík Eiríkur Tómasson.........Grindavík Oskar Þórhallsson.........Keflavík í stjóm sem varamenn: Ólafur Jónsson...........Sandgerði Þorbergur Guðmundsson........Garði Þórarinn Guðbergsson ........Garði Jón Ægir Ólafsson........Sandgerði Hilmar Magnússon..........Keflavík Pað eru ötullr og fnunsýnlr útvegsmeim á Siiðmnesjum - segir Krist ján Kagnarsson Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, var fundarritari á stofnfundi Útvegs- mannafélags Suðumesja, og hefur hann síðan þá setiö flesta aðalfundi félagsins. Faxi hitti Kristján að máli og átti við hann stutt spjall urn samstarf LÍÚ og ÚFS í þessi þijátíu ár. Fyrir rúmum þrjátíu árunt var tekin upp sú stefna innan LÍÚ að styrkja stöðu samtakanna með því að stuðla að samruna hinna ýmsu úlvegsmannafélaga I einstökum landshlutum. Markmiðið með því vtir m.a. að rnenn gætu þá aðeins orðið þátttakendur í starfi LÍÚ í gegnum þessi landshlutafélög. Það var ekki auðhlaupið að koma þessu í gegn og staðan í þessum rnáluni var mjög misjöfn eftir landsltlutum. Á Suðumesjum og víða annars staðar vom einstök, öflug félög starfandi, en t.d. á Norðurlandi var ennþá lítið um slík félög. Það var okkar gæfa, að félögin á Suðurnesjum áttu mjög framsýna forsvarsmenn, sem lögðu sig frant um það að sameina félögin og það hefur sýnt sig að hafa verið mikið heillaspor.” Voru áhrifútyegsmama qfSuSiimesjuni mikil innanLÍÚ? Þau hafa verið ntikil allt frá stofnun félagsins. Fyrstu árin vom kannski áhrif togaramanna nieiri innan félagsins, en efúr að Sverrir Júlíusson varð formaður árið 1944, þá komst jafnvægi á irtálin. Hann var síðan fomiaður í 26 ár. Þegar svo félögin syðra sameinuðust, þá varð það félag stærsta aðildarfélagið og sem slíkt hefur það ávallt sett mark siu á starf LÍÚ. Enn í dag er félagið næststærst, aðeins Norðlendingíu eru stærri og markast það að sjálfsögðu af [xiirri miklu togaraútgerð sem þar er.”Þú spurðir áðan um samsttufið milli félaganna. Það hefur ávallt verið áberandi, hvað Útvegsmannafélag Suðumesja hefur verið vírkt í starfi, Stjómir þess hafa starfað ötullega, aðalfundir em haldnir reglulega og allt starfið er mjög markvisst. Þá hafa þeir verið mjög tillögugóðir á aðalfundum LÍÚ og hafa fylgt málum vel eftir. Þeir hafa sýnt sanngimi í tillögum sínum t.d. varðandi friðun á veiðisvæðum og hafa ekki krafist meir af öðmm en þeir em sjálfir úlbúnir að fóma. Þar á ég t.d. við um tillögur um veiðibann yfir aðalhrygningartímann.” Hvað um framú'ðina?”Eg er þess fullviss, að ef félagið heldur áfram starfi sínu af sama áhuga, þá verður íriuntíð þess bjöit. Ég vil alla vega óska félaginu heilla á þessuni tímamótum og vonast áfram eftir eins góðu samstarfi og það hefur verið hingað úl.” FAXI 183

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.