Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Síða 29

Faxi - 01.12.1993, Síða 29
Margeir Jónsson útvegsmaður: Var alllaf bjartsýnn á ad næsla vertíð yrði betrí - Kristján \. Jónsson ræðir við litvegsiiiaiiniiin Margeir Jónsson um starfíð í félög'um útvegsmanna, útgerð og ýmislegt lleira urðu líka að hafa tengingu við Alþýðusamband íslands, þetta var allt svona. Nú er orðin mikil breyting á þessu. Samningagerð gerist nú nánast alveg í höfuðvígstöðvunum. Brot úr útgerðarsögu Það gæti verið gaman, þegar við erum að ræða um svona löngu liðna tíma, að rifja upp fyrstu ár útgerðarsögu Reykjarastarinnar. Við sendum hana strax á sumarsfldveiðar norður, undir skipstjóm þess kunna aflamanns Angantýs Guðniunds- sonar. En þetta varð fyrsta síldarleysissumarið af mörgum, aflinn varð aðeins 1200 tunnur og mál. Svo þegar komið var heim um haustið var drifið í því að komast á reknetaveiðar. Nokkur reknetaveiði varð nú en þetta var geysilega erfitt. En ég var þarna nteð reiðhjóla- verkstæðið og það sá mér fyrir brauðinu. Meðeigendur ntínir voru þeir Helgi S. Jónsson, með verslunina Vatnsnes og Kristinn Reyr Pétursson með Bókabúðina. Aðrir hluthafar voru Sverrir Júlíusson, Vilhjálmur Þórðarson og Freysteinn bróðir Helga S. Um 1960 hafði ég keypt hluti þeirra allra í félaginu.Nú Angantýr var svo áffam nteð bátinn vertíðina 1946. Þá fengunt við beitningar- og aðgerðaraðstöðu hjá Lofti Loftssyni útgerðarmanni. Við seldunt honum þorskinn en ég held að ýsan hafi farið til Hraðífystistöðvar Keflavíkur h/f, sem Sverrir átti þá ásamt fleirunt. Þá fengum við 50 aura fyrir kg. af þorski, slægðunt fiski með haus. En það fiskaðist vel. Hann fékk 1510 skippund þessa fyrstu vertíð og var annar hæsti bátur. Reykjaröslin kostaði fullbúin 614 þúsund krónur og af því verði þurftum við eigendurnir að reiða fram 135 þúsund krónur. En til að útgerðin gæti gengið var talað um að fiskast þyrfti á árinu, sem samsvaraði andvirði bátsins. Reykjaröstin sést hér halda frá Keflavík áleiðis norður til síldveiða Veiðarfæragerð Suðurnesja Það var svo verið að halda sameiginlega fundi með fleirum um málefni sjávarútvegsins. Bæði Garðmenn voru þar og Sand- gerðingar og stundum voru Grindvíkingar líka með í því að Meðal þeirra sem kunna frá mörgu að segja varðandi útgerð Suðurnesjamanna síðustu hálfa öldina og vel það, er Margeir Jónsson. Því leitaði Faxi til hans og báðum við hann að segja okkur dálítið frá sínum sjónarmiðum um gang þessa atvinnuvegar eins og sú saga kemur honum fyrir sjónir nú. Og þá ekki síður af þátttökunni í útgerðarvafstrinu og varð Margeir ljúfmannlega við þeirri bón. Ef við lítum á þetta sem svolitla kynningu á starfsemi Útvegsbænda- félags Keflavíkur og síðar Útvegs- mannafélags Suðurnesja, sem stofnað var 1963, þá verður lyrir hjá mér að hvarfla til ársins 1945, en þá hefst útgerðarsaga mín. Þarna í Útvegsbændafélaginu var ákallega mikill og góður félagslegur andi, það er mér ákaflega minnisstætt.Þetta var frjó starfsemi að því leyti til, að það voru bæði skiptar skoðanir og eins létu menn álit sitt í ljós, miklu meira sýnist ntér, en menn gera núna. Það má segja að það tækju bara allir til máls og létu í ljós sína skoðun á því sem gera þyrfti. Alltaf voru að konta fram lillögur og það lék oft, ef svo má segja, allt á reiðiskjálfi út af erfiðleikunum.Já, þarna voru miklir mælsku og félagsmálamenn og málin voru rædd hispurslaust eins og fundargerðir bera vitni um.Sverrir Júlíusson forrn. LIÚ var jú einn Margeir Jónsson félagi okkar hér suðurfrá. Við fengum hann náttúrlega oft á fundi til okkar og þar skýrði hann okkur frá hvernig málin stæðu og hlustaði á afstöðu okkar til þeirra mála sem hæst bar hverju sinni.Þessi útgerð var erfiðari en maður reiknaði með. í maí 1945 var ég ráðinn til að reka nýja bátinn okkar félaganna, Reykjaröst GK 414, 53 tonna bát, sem Marsellíus Bernharðsson á fsafirði byggði. Svo er ekkert annað en það, að um haustið er maður kominn inn á Fjórðungsþing í Fiskifélaginu og þaðan á Fiskiþing. Farinn að koma þama með alls konar vangaveltur og tillöguflutning um þessa útgerð. Fljótlega eftir að ég kom þarna í Útvegsbændafélagið óx starfsemi þess mikið og þá ekki síst í tengslum við santningagerð við laun- þegasamtök sjómanna og verkafólks um kaup og kjör. Líka var alltaf um hver áramót verið að brjótast unt til að finna starfsgrundvöll fyrir vertíðina. Þær voru ófáar ferðirnar inneftir í tengslum við þá vinnu.Náttúrlega má segja að við hér suðurfrá nutum þess að eiga innan vébandanna atkvæðamikla forustu- menn. í því sambandi nefni ég aftur SveiTÍ Júlíusson formann LÍÚ og svo líka Elías Þorsteinsson formann SH, Finnboga Guðmundsson í Gerðum stjómamiann í SÍF og SH og Karvel Ögmundsson, sent m.a. var lengst af stjómarformaður Útvegsbændafélags Kefiavíkur. Eg lenti strax inn í stjóm hans í félaginu. Lengi var ég ritari þar og svo líka í Útvegsmannafélagi Suðurnesja.Gerð kjarasamninga var snemma þannig að við vorum háðir landssamtökunum, þar sem annars vegar voru LÍÚ og hins vegar Vinnuveitendafélag Islands. Við urðum alltaf að hafa okkar samstöðu með þeim og það var mjög mikil harka í því að við héldum okkur á mottunni. Menn héldu bara að það væri hægt að ganga í okkur og semja. Það var raunar líka sama með sjómennina og verkamennina. Þeir FAXI 189

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.