Faxi - 01.12.1993, Side 42
Krístmundarvarða
Sesselja
Quðmundsdóttir:
Rétt ofan við götuna sem lá fyrrum með sjónum milli
Brunnastaðahverfis og Voga er varða sem heitir
Kristmundarvarða. Áhugi minn á ömefnum og uppruna þeirra
Kom mér á slóð sem ég VARÐ að rekja allt til enda og hér á
eftir fá lesendur Faxa að kynnast sögunni bak við
Kristmundarvörðu og öðm sérkennilegum tilviljunum sem
tengjast henni.
Nú í sumar, árið 1993,
endurhlóð Ragnar Agústsson í
Halakoti vörðuna og var það þarft
verk og vel gert. Hún stendur á
sléttri klöpp svo til beint upp af
eyðibýlinu Vorhúsum á
Bieringstanga, ca 50 m ofan við
gömlu götuna (eða hitaveitu-
lögnina), og lætur ekki mikið yfir
sér. Fast noröaustan við vörðuna
er hóll með áberandi þúfu.
I smalamennsku 10. nóvember
1905 týndist ungur maður í
Strandarheiðinni sem hét
Kristmundur Magnússon og var frá
Goðhóli í Kálfatjarnarhverfi. Mikil
leit var gerð að piltinum en án
árangurs. Heimildum um atburðinn
ber ekki saman og vík ég nánar að
því síðar. Sérkenniieg saga tengist
líkfundinum og fer hún hér á eftir.
U.þ.b. mánuði eftir að
Kristmundur týndist, eða 18.
desember, fæddist drengur í
Arnarstaðarkoti í Flóa og voru
foreldrar hans Guðmundur Jónsson
frá Hreiðri í Holtuni og Olöf
Árnadóttir frá Skammbeinsstöðum
sömu sveit. Þau hjónin eignuðust
saman 14 börn en Guðmundur átti
einn son fyrir hjónaband og hét sá
Vilhjálmur, fæddur árið 1876 í
Holtum. Þegar litli drengurinn,
hálfbróðir Vilhjálms fæddist, var
Vilhjálmur 29 ára gamall.
13. nóvember 1905, eða þremur
dögum eftir að Kristmundur frá
Goðhóli týndist, var Vilhjálmur á
leið úr Holtunum til Suðurnesja og
var erindi hans líklega það að hitta
unnustuna sem var Bergsteinunn
Bergsteinsdóttir frá Keflavfk, f. 4/9
1888. Þau giftu sig 1906, bjuggu
fyrst í Grænagarði í Leiru en seinna í
Hafnarfirði.
Aðal heimildarmaður sögunnar
sagði mér að líklega hafi Vilhjálmur
verið á leið í ver suður í Leiru og að
ferðin hafi trúlega verið farin eftir
áramótin 1905-6 en kirkjubækur
Kálfatjarnarkirkju segja að
Kristmundur frá Goðhóli hafl fundist
örendur 13. nóv. 1905.
Vilhjálmur kom við í Halakoti
(hefur líklega gist þar) en hélt síðan
áfram suður í Voga. Þegar hann var
kominn spöl suður fyrir Halakot
gekk hann fram á lík Kristmundar
Magnússonar og lá það stuttan spöl
ofan við götuna sem lá rétt við
túngarða Bieringstangabæjanna.
Vilhjálmur lét vita af líkfundinum og
hélt síðan áfram suður úr.Stuttu eftir
að Ólöf í Arnarsstaðarkoti fæddi
drenginn, sem fyrr var nefndur,
dreymdi hana að Vilhjálmur kæmi til
sín og segði: “Eg er hér með ungan
mann sem heitir Kristmundur og mig
langar til þess að biðja þig fyrir
hann.” Ólöf leit svo á að Vilhálmur
væri að vita nafns og þau hjónin
ákváðu að skíra nýfædda drenginn
Kristmund. Veturinn leið og um
vorið kom Vilhjálmur austur og þá
fyrst fengu hjónin í Amarstaðarkoti
skýringu á draumanafninu.
Sögu þessa sagði mér Ragnhildur
Magnúsdóttir, f. 1913, frá Sjónarhóli
á Vatnsleysuströnd, en hún er gift
Kristmundi þessum frá
Amarsstaðarkoti. Frásögnina hafði
hún ekki frá tengdafólki sínu né
eiginmanni eins og búast mátti við
heldur frá Guðríði seinni konu
Guðna Einarssonar í Landakoti á
Ströndinni. Guðni var frá Ha^a í
Holtum en þar ólst upp Olöf
Guðmundsdóttir alsystir Kristmundar
en hálfsystir Vilhjálms.
Næsta skref var að athuga
heimildir til þess að meta
sannleiksgildi sögunnar því algengt
er að frásagnir breytist frá einum
munni til annars í tímans rás.
Ragnhildur sagði að Vilhjálmur
hefði líklega verið á leið á vertíð út í
FAXI 202