Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1993, Qupperneq 43

Faxi - 01.12.1993, Qupperneq 43
Leiru þegar hann fann lík Kristmundar og þá eftir áramótin 1905-6. Einnig minnti hana að sér hefði verið sagt að langur tími hefði liðið þangað til líkið fannst. Það er reyndar frekar ólíklegt, við nánari athugun, að líkið hafi legið lengi rétt við alfaraleið nema því að það hafi fennt í kaf mjög fljótlega sem víst gat verið. Sigurjón Sigurðsson frá Traðar- koti, f. 1902, segir í ömefnalýsingu af Brunnarstöðum: “Svo bar til, að haustið 1907 eða 1908 var farið til smölunar í sveitinni. Einn af smölunum var unglingspiltur frá Goðhól hér í sveit, sem hét Kristmundur Magnússon. Það hafði verið mjög slæmt veður, suðaustan rok og mikil rigning (dimmviðri) og fór svo, að pilturinn týndist og fannst daginn eftir örendur á þeim stað sem Kristmundarvarða stendur nú.” Sigurjón lýsir því hvar varðan stendur og segir hana vera við görnlu leiðina nokkuð sunnar en Halakotsvarða. í ömefnalýsingu Ara Gíslasonar frá 1958 segir: “Skammt suður frá Töðugerði upp við veginn, garnla veginn, er varða sem heitir Kristmundarvarða, dregur hún nafn sitt af því að piltur að nafni Kristmundur frá Goðhól, 16-17 ára gamall, var að smala fé en villtist í slagveðri og fannst látinn þama og hafði gengið sig inn í bein.” Halldór Agústsson frá Halakoti, f. 1910, sagði að líkið hefði fundist stuttu eftir smölunina en Itann kannaðist ekkert við ferðir Vilhjálms né hver hefði fundið líkið. Guðríður Egilsdóttir frá Hliði í Kálfatjarnarhverfi, f. 1897, sagði í samtali 1992 að ungi maðurinn hafi týnst fyrri part vetrar, líklega rétt eftir að faðir hennar dó árið 1905 en þá var Guðríður 8 ára. Hún hélt að atburðurinn hafi átt sér stað í október því skólinn, sem þá var í Norðurkoti, hafi verið byrjaður. Henni var það minnisstætt þegar rnenn báru lík piltsins um hlaðið á Hliði og niður að Goðhóli og inn í hlöðuna þar. Guðríður sagðist ekki muna hver hefði fundið líkið. Amma mín Erlendsína Helgadóttir frá Litla-bæ í Kálfatjarnarhverfi, f. 1889, sagði í samtali 1992 að Kristmundur hefði týnst í haustsmölun í Kálfatjamarlandi og í þeirri smölun hafi líka verið Guðlaugur bróðir sinn, f. 1887. Amma sagði að smölunardagur hefði verið ákveðinn en honum frestað, eins og kom fyrir. Eftir að pilturinn týndist ræddi fólkið sín á rnilli um það að ef smalað hefði verið á réttum degi hefði drengurinn e.t.v. haldið lífi. Haná minnti ennfremur að töluverð leit hafi verið gerð að drengnum og jafnframt að nokkrir dagar hefðu liðið þangað til líkið fannst. I kirkjubókum Kálfatjarnarkirkju segir að Kristmundur Magnússon hafi verið 17 ára vinnumaður í Goðhóli og týnst við smalamennsku I0.nóv.l905, fundist örendur I3.nóv. og verið jarðaður 24.nóv. 1905. Þegar hér var komið í grúskinu hélt ég að “sagan væri öll” en svo var þó ekki. í sumar kynntist ég af tilviljun langafa- og ömmubarni hjónanna í Goðhóli og þau kynnil urðu til þess að bréf sem lýsir atburðinn ítarlega fannst í gömlum kistli í húsi á Hofsvallagötunni í Reykjavík. Bréfið fer hér á eftir með eigin stafsetningu en punktar og kommur eru settar þar sem við á. Goðhól ....(dags. ólæsileg) Elsku Hjartkjœra dóttir mín. Komdu ætíð marg blessuð og sœl. Almáttugur Guð stiðji þig og stirki á allri þinni veg ferð í þessum þirnum stráða heimi. Almáttugur Guð stiðji þig og stirki eyns þegar geislaskiit yndis og gleði brosir við þinu unga og góðsmeðtœkilega Hjarta. Já, ég segji: Guð stirki þig Elsku dóttir því okkur veitir aldrei af Almáttugri hjálp eins í meðlœtinu sem krossburðinum þvi hvað erum við án hans miskunar, - ekki annað en huggunar og vonarsnauð í þessum snauða heimi enn góðum guði sjé lof fyrir reinsluskólann. Þvíbetur gétum við skoðað hvað all hjér hverfult og óstöðugt. Ég bið nú sem fyrri liinn miskunsamma Guð að stikja þig kjœra dóttir svo þú getir tekið með hjartanlegri undirgefni undir guðsvilja þeirri sáru sorgar fregn sem þettað blað hefur að fœra þjér frá okkur foreldrum þínum og þeim af brœðrum þínum sem en eru hjá okkur. Góður guð stirki okkur öll í Jésúnafni. Elskann mín góða, guð reindi okkur með því sorgar tilfelli að taka til sín okkar Elskulega son og ykkar bróður Kristmund (sál). Það vildi til með þeim hœtti að við Ijéðum hann í smalamensku hjér uppí Iteiðina og voru þeirfjórir dreingir saman, allir á líku reki enn hann var helst ókunnugur leitunum þegar þeir fóru til baka, nefhinlega heimleið. Skildu þeir og áttu að reka ofaneftir skamt hvor frá öðrum. Veður var hvast á austann, landsunnan, með stór rigningar hriðjum enn þokulaust og marauð jörð. Enn um k\’öldið kom hann ekki. Þú gétur nœrri livað við höfðum að bera, Elskann mín. Svo var gerð almenn leit með mannsöfnuði í þrjá daga og á þriðja degi fanst liann, en ekki af leitarmönnum. Maður sem var á ferð austann úr holtum varð til þess aðfinna hann og var liann mjög stutt frá bœjum á milli voganna og strandarinar, skamt frá alfaravegi. Þar lá hann andvana á sléttri klöpp með krosslagðar hendur á brjósti. Hann hefur því lagt sig sjálfur til í Hjartanlegri auðmíkt undir Guðs blessaðann vilja ...(ólœsilegt). Við erum samfœrð um það að liann hefur undir atlögu dauðans liorft upp till himin Ijósanna sem eynmitt þá leiftruðu svo skírt. Veður batnaði svo mjög og loftið varð Ijétt svo túngl og stjörnur liafa því orðið fyrir lians deijandi augum. Okkur er óhœtt að hugga okkur við það að hann hefur gétað beiðið til guðs því hann kunni mikið af góðu. En Engill dauðanns hefurflutt hans frelsuðu sál til Guðs Eilífu Ijóss heimkinna. Eftir öllum atvikum hefur hann andast þann 11. Nóvenber. Guðisjé loffyrir að hann fanst svo við gátum búið liann til moldar og var liann jarð súnginn þann 24. sama mánaðar. Nú læt jég hér innaní eftirmœli sem séra Friðrik barnavinur orti, meira get ég ekki sent þjér núna en skal gjöra það íí nœsta brjéfi. Undirskrift vantaði á bréfið. Kristmundur var jarðsettur við suðurvegg Kálfatjarnarkirkju en enginn grafsteinn var settur á leiðið. Herdís Erlendsdóttir á Kálfatjörn man vel eftir hjónunum á Goðhóli og sorg þeirra þegar þau vitjuðu grafarinnar. Nú er búið að leggja göngustíg yfir leiði Kristmundar og varðan í Djúpavogsheiðinni er það eina hér í hreppnum sem minnir á drenginn sem varð úti svo að segja við bæjardyr sveitunga sinna. Einn lítinn hlekk vantar þó enn í söguna: Hver eða hverjir hlóðu Kristmundarvörðu? Sesselja Guðmundsdóttir, 1993. Minningarljóð sem Ragnhildur Magnúsdóttir frá Litla-bæ á Vatnsleysuströnd orti um drenginn frá Goðhóli. Ragn- hildur var amma Ragnhildar þeirrar sem giftist Kristmundi frá Arnarstaðarkoti í Flóa. Staf- setningin á ljóðinu er sú upprunalega, svo og punkta- og kommusetning. Kristmundur Magnússon. Hart er oft í heimi að stríða Hjartað sundurkramið má Sorgarslögin sáru líða Samt er ætíð hjálp að fá Ef vjér biðjum hann sem hefur Heitið öllunt sinni náð Ætíð særða í arma vefur Eylíft Drottins hjápar ráð. Þú er laus við harm í heimi Hjarta þínu svalað er. Sálu þina sæla geimi Sólarföðurs Englaher Biðji hver af hjarta glaðir Herran trúar þrek sjér ljá Eins og þessi ungi Maður Æfistundu hinstu á. Þegar hinstu bænar beiddi Bljúgur Drottins fætur við Arma í kross á brjóstið breiddir Bestum gæddur sálar frið Jesús stirk þann víst þjer veitti Vina svo það gleddi lund Allri þraut í unað breitti Andláts þá var nálæg stund. Guð mun stirkja grátna Móður Guð mun hugga Föðurinn Guð sem öllum er svo góður Opnar kærleiksfaðmin sinn Líknar herra lát þau skilja Líknar þinnar heilag verk Þau svo lúti þínum vilja Þá mun trúinn heit og sterk. Til Foreldrana. Rústir Goðhóls í Kálfatjarnarhverfi þaðan sem pilturinn ungi var frá. Ljósm. Björgvin Hreinn Guðmundsson. FAXI 203

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.