Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 44

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 44
Kartakór Keftaóíkur fyOára Karlakór Keflavíkur var stofnaður 1. desember 1953. Aðalhvatamaður að stofnun hans var, klarinettuleikarinn Guðmundur Norðdahl. Stofnfundur var haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík, 20 ungir og áhugasamir söngmenn sátu fundinn. Fyrsti formaður var kosinn Jón Tómasson. Æft var frá stofnun kórsins og allan næsta vetur, en fyrsti konsertinn var svo haldinn vorið 1955. Söngmenn voru þá 24, af þeim sem sungu nú á 40 ára afmælinu eru 4 söngmenn, þeir Magnús Jónsson, Haukur Þórðarsson, Gunnar Jóhannsson og Bjami J. Gíslason, geta má þess að á 40 ára ferli kórsins hefur hann sungið 12 lög eftir Bjama. Magnús Jónsson hefur sungið með kómum óslitið frá upphafi. Tilgangur félagsins var að æfa og viðhalda karlakórssöng og efla tónmennt í Keflavík, svo annars staðar og almennt meðal þjóðarinnar. Á 40 ára afmæli karlakórsins er margs að minnast, kórinn hefur lifað af ýmis erfið tímaskeið, margir karlakórar hættu starfsemi sinni með tilkomu sjónvarpsins árið 1966, en einmitt það ár var mikið líf í kómum. Árið 1965 auglýsti kórinn eftir kvenröddum, en áður hafði hann notið aðstoðar Drengja- og Telpnakórs Gagnfræðaskóla Kella- Þórður Guðmundsson formaður stjórnar karlakórsins á tali við Guðmund Norðdahl söngkennara sem var hvatamaður að stofnun karlakórsins fyrir fjörtíu árum. Hefur það örugglega glatt hann að sjá, hversu vel afkvæminu hefur vegnað. Ljósm. Páll víkur og einnig hafði hann sungið með Kvennakór S.V.F.I. í Reykjavík. Vorið 1966 fór þessi kór með kvennaröddunum alls 62 söngvarar í ógleymanlega söngferð til Vestfjarða. Við tókum Esjuna á leigu, með lúxus fæði og öllu því sem hægt var að bjóða upp á. Við fengum frábærar undirtektir, urðum t.d. að endurtaka konsertinn á Isafirði. Til gamans má geta þess að við greiddum fyrir þessa ferð kr. 62.300, sem deildist niður á 140 manns, eða 445 kr. á mann fyrir 4 sólahringa. Þessi sami stóri kór fór svo árið 1967 til írlands og tók þar þátt í alþjóðlegri söngkeppni áhugamannakóra. Þar fékk kórinn 3. veðlaun sem var 1600 pund. I báðum þessum ferðum stjórnaði hinn kornungi Keflavíkingur Þórir Baldursson kórnum. Hefðbundin starfsemi Karlakórs Keflavíkur hefur verið á þann veg að æfa tvisvar sinnum í viku, yfir veturinn, stundum oftar, halda síðan konserta fyrir styrktarmeðlimi sína og aðra áhugamenn um tónlist. Lyfta sér svo Laugardaginn 4. desember hélt Karlakór Kellavíkur hátíðlegt fjörutíu ára afmæli sitt í félagsheimilinu að Vesturbraut 17. Þar var að vonuni glatt á hjalla og komu margir gestir. IMeðal þeirra var Sigurður Demet/. söngkennari, en hann var söngstjóri kórsins í eina tíð. I hófinu rifjuðu menn upp gömul kynni og á þessari mynd má sjá kórinn taka lagið undir stjórn Demetz. Ljósm. Páll Hilmarsson. 204 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.