Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 50

Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 50
Krabbameinsfélag Suðumesja 40 ára Þann 15. nóvember s.l. varð Krabbameinsfélag Suður- nesja 40 ára. I’ildrögin að stofnun félagsins voru þau að á sérstökum hátíðarfundi í tilefni 400. fundar Rótaryklúbbs Ketlavíkur, flutti Alfreð (ííslasson bæjarfógeti tillögu þess efnis að Rótaryklúbbur Ketlavíkur beitti sér fyrir stofnun Krabba- meinsfélags í Keflavík. Var tillagan samþykkt samhljóða og kosin undirbúningsnefnd, sem í voru Karl G. Magnússon héraðslæknir, Alfreð (iíslasson bæjarfógeti og séra Björn Jónsson sóknarprestur. Núverandi stjórn félagsins. Frá vinstri: Andreas Færseth, Konráð Lúðvíksson, formaður, (iuðni Jónsson, Margeir Jónsson og Gunnar Sveinsson nú eru félagar um 950. Allt fram til ársins 1986 var í lögum Krabbameinsfélags Islands að aðildarfélög skyldu greiða til þess 50% af innkomnum tekjum, en á aðalfundi þess það ár var þessu breytt á þann veg að aðildarfélögin ráðstöfuðu sjálf sínum tekjum, og hefur það gengið eftir. Tekjuliðir félagsins hafa aðallega verið þessir. Félagsgjöld, samúðar- kort og gjafir. Félagsgjöldin hafa þar vegið mest. Því hefur verið lögð áhersla á að alla félaginu sern ilestra félaga. Sala minningarkorta hefur verið annar aðaltekjuliður félagsins. Eru þau til sölu á póstafgreiðslu og á fleiri stöðum s.s. hjá Apóteki Keflavíkur. Félaginu hafa oft borist veglegar gjafir, sem of langt yrði upp að telja, hafa þær styrkt starfsemi félagsins verulega. Aðal verkefni félagsins síðustu ár hefur verið að slyrkja Sjúkrahúsið í Keflavík til tækjakaupa, svo og að styrkja almenna fræðslustarfsemi unt krabbamein og skaðsemi reykinga í því sambandi. Árið 1987 voru gefnar kr.250 þúsund krónur til D álntu Sjúkrahússins og 60 þúsund til tækjakaupa. Árið 1988 60 þúsund til tækjakaupa. Árið 1989 kr. 100 þúsund til fræðslustarfsemi um skaðsemi rykinga og kr. 150 þúsund til Sjúkrahússins til tækjakaupa. Á því ári var einnig gert stórt átak til fjáröfiunar í samvinnu við Krabba- meinsfélag Islands, og varð hlutur Krabbameinsfélags íslands kr. 176 þúsund. Árið 1990 var keypt omsjá Stofnfundur var síðan haldinn í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík sunnudaginn 15. nóvember kl.5 e.h.. Hlaut félagið nafnið Krabba- meinsvöm Keflavíkur og nágrennis, en var síðan breytt í Krabbameins- félag Suðumesja. Fyrstu stjóm þess skipuðu Karl G. Magnússon formaður, Alfreð Gíslasson varaformaður, Björn Jónsson ritari,(og meðstjórendur voru Friðrik Þorsteinsson og Þorgrímur St. Eyjólfsson), Egill Þorfinnsson gjaldkeri og Karvel Ögmundsson vararitari. I lögum félagsins segir um tilgang þess. “Tilgangur félagsins er að styðja í hvívetna baráttu gegn krabbameini. Þessum tilgangi hyggst félagið fyrst og fremst ná með því: 1. Að fræða almenning í ræðu og riti og með kvikmyndum um helstu byrjunar einkenni krabbameins, eftir því sem henta þykir. 2. Að stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð krabbameins. 3. Að stuðla að útvegun eða kaup- um á fullkomnustu lækningatækjum. 4. Að hjálpa krabbameinssjúkl- ingum til þess að fá fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ er á innanlands og utan. 5. Að stuðla að krabbameins- rannsóknum hér á landi. Formenn félagsins frá upphafi hafa verið þessir. Karl G. Magnússon héraðslæknir í 3. ár, Alfreð Gíslason bæjarfógeli í 2 ár, Kjartan Ólafsson héraðslæknir í 19 ár, Jóhann Ellerup lyfsali í 2 ár, Eyþór Þórðarsson vélstjóri í 5 ár, Jón Sæmundsson skipstjóri í 2 ár, Björgvin Lúthersson símstöðvarstjóri í 4 ár og Konráð Lúðvíksson læknir í tvö ár. Ásamt Konráði skipa núverandi stjóm þeir Andreas Færseth varaformaður, Guðni Jónsson gjaldkeri, Gunnar Sveinsson ritari og Þorleifur Sigurþórsson meðstjórnandi. Varamenn eru Margeir Jónsson og Ómar Steindórsson. Þorleifur Sigurþórsson lést þann 26.10.1993. Á þrjátíu ára afmæli Krabba- meinsfélagsins var starfsemi þess gerð skil í ágætri blaðagrein í Faxa, er því ekki ástæða til að endurtaka þá sögu hér. Það sem hefur verið efst á baugi í starfsemi félagsins á undanförnum árum er alls kyns fjáröflun, sala merkja og happadrættismiða til styrktar heildar starfinu, og svo alhliða fræðslustarfsemi. Félagsmannafjöldi hefur verið mjög breytilegur. I upphafi samanstóð hann að mestu frá Rótaryfélögum og áhangendum þeirra en 1979 voru félagar 41. Á aðalfundi 1982 voru félagar orðnir 360. Hafði þá verið gert átak til félagatjölgunar af Rótaryklúbbnum. Margeir Jónsson og Jóhann Pétursson sáu síðan um átak til söfnunar félaga. I Sandgerði og Garði unnu að söfnum félaga þær Bogga Siglusdóttir og Sigurlaug Júlíusdóttir. Varð því veruleg fjölgun í félaginu 1982 og 1983. Arið 1987 vom félagar orðnir 1042, Félagarnir Jón Tómasson og Eyþór Þórðarson skoða úrklippubók yfir viðburði í sögu félagsins sem Eyþór hefur tekið saman. Ljósm. KAJ 210 FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.