Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 21
hljóta menn að velta fyrir sér hvernig þeir hafi
farið að því; hvort þeir hafi sett sér markmið
og unnið markvisst að þeim eða látið reka
með vindi. Agúst verður fyrst fyrir svörum: „í
upphafi var þetta spurning um að reyna að lifa
af og hafa meiri tekjur en útlagðan kostnað,
eins og hjá flestum sem stofna fyrirtæki.
Fyrstu árin fóru í það að reyna að koma ein-
hverri reglu á reksturinn, læra á þessi við-
skipti og öðlast reynslu. Fyrirtækið er stofnað
með engu hlutafé þannig að fyrstu ljögur árin
má segja að hafi farið í það að styrkja sig og
læra á viðskiptin. Upp úr 1990 fórum við að
vinna að formlegri stefnumótun og á árunum
1991-1992 gáfum við í fyrsta skipti út formlega
stefnumótun þar sem við settum fram okkar
stefnumið á komandi árum,“ segir hann.
Þeir hafa ávallt unnið eftir skýrt settum
markmiðum og unnið markvisst að þeim þó
að ekki hafi markmiðin verið sett strax á blað. „Markmiðin
voru skýr frá fyrsta degi þó að við höfum ekki skrifað þau nið-
ur fyrr en árið 1990. Almennt séð held ég að menn komist ekk-
ert áfram fyrir tilviljun, þetta er mörkuð braut sem menn
ganga,“ segir Lýður. Þeirra fyrsta stefnumótun var til tíu ára
eða fram til ársins 2000 og segja bræðurnir að hún hafi gengið
nokkurn veginn eftir. Þeir fóru svo í nýja stefnumótun 1994-
1995 og hún var sett til ársins 2005.
- Hvað er það sem hefur rekið
ykkur áfram?
„Metnaður og áhugi,“ svara þeir
strax og hugsa sig um sekúndu-
brot. Agúst heldur svo áfram:
„Okkur finnst gaman í vinnunni.
Það eru svo miklir möguleikar í
heiminum, sem verður að nýta.
Tækifærin eru úti um allar trissur.
Það er ómögulegt að sitja og horfa
á þau þjóta framhjá." Lýður bætir
við að þetta sé spurning um að
velja réttu tækifærin og hafa þau í
samræmi við sett markmið. Þeir
eru sammála um að markmiðin
þurfi að vera háleit en ekki eru
þeir tilbúnir til að greina frá mark-
miðum sínum í neinum smáatrið-
um. Það er greinilegt að þarna eru
á ferðinni menn sem vilja láta verk-
in tala. „Við ætlum að halda áfram
á þessari braut sem við höfum
markað og byggja upp fyrirtækið
af miklum krafti. Við viljum helst
ekki gefa út neinar yfirlýsingar en
við ætlum allavega að halda áfram
Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavör Grouþ, segir m.a. um uþpskriftina að árangri:
„Það skiþtir miklu að njóta ekki ávaxtanna áður en þeir verða til. Ekki borða frœin!“
Mynd: Geir Olafsson
hraðri uppbyggingu og skila hluthöfum okkar arði. Það er okkar
stefna og þannig hefúr það alltaf verið,“ segir Agúst.
- Mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki haía verið að vinna á Banda-
ríkjamarkaði en þið á Evrópumarkaði. Af hverju?
einhverjum ákveðnum tímapunkti komum við til með að
fara víðar en það eru næg sóknarfæri fyrir okkur í Evrópu
næstu árin. Við komum væntanlega til með að einblína á þau,“
svarar Agúst.
Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavör Grouþ, dr. Guðmundur Stefánsson verkefnastjóri, Hilmar
Asgeirsson, framkvæmdastjóri Bakkavör Island, Asbjörn Asbjörnsson, fjármálastjóri Bakkavör Island,
og Agúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavör Grouþ.
ÁGÚST 0G LÝÐUR IVIENN ÁRSINS 2001
Eftirspurnin eftir tilbúinni, ferskri fæðu er stöðugt að aukast. Vinsældir niðursoðinnar
vöru eru að líða undir lok. Neytendur vilja kaupa ferska og tilbúna vöru sem lítið þarf að
hafa fyrir í stað hefðbundinnar heimilismatreiðslu.
21