Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Side 43

Frjáls verslun - 01.11.2001, Side 43
ENDURSKOÐENDUR í STJÓRNUNflRSTÖRFUIVI fylgja einhveijum viðskiptavini eftir. Hröð og bein ákvarðanataka er nokkuð sem ekki er að finna í endur- skoðunarstarfinu á sama hátt og hjá stjórnendum í atvinnulffinu og getur endurskoðendur langað til að kynnast slíku. Ekki er vist að þeir séu sjálíkrafa góðir stjórnendur. Stjórnendur þurfa ýmsa eiginleika til við- bótar við talnaskilning, t.d. lagni í mannlegum samskipt- um, og þvi fer auðvitað alfarið eftir hvetjum einstakfingi hvernig hann reynist við stjórnun,“ segir Hjörleifur. SÓSt eftir endurskoðendum Margir hljóta að velta fyrir sér hvort þekking endurskoðanda á tilteknu fyrirtæki verði frekar til þess að hann sé ráðinn tíl fyrirtækisins. Árni telur að það sé ekkert úrslitaatriði. „Eg held að meira máli skiptí að stjórn og stjórnendur þessara fyrir- tækja hafi kynnst þessum einstaklingum, leitað til þeirra og þegið af þeim ráð í vandasömum úrlausnar- efnum. Þeir hafa kannski verið ánægðir með þau ráð sem þeir hafa fengið og meta einstaklingana út frá því. Það auðvitað hjálpar og er alltaf þægilegra að koma inn í fyrirtæki sem maður þekkir en skiptir ekki höfuðmáli því að það er eðli endurskoðenda að setja sig með skipulögðum hætti inn í rekstur nýrra fyrirtækja. Þeir eru sífellt að takast á við ný verkefni," svarar Arni. - Heldurðu að þessi þróim haldi áfram og þeim endur- skoðendiun fari fiölgandi sem ráði sig til fyrirtækja? „Ég gæti trúað því að það yrði sóst eftír endurskoð- endum, sérstaklega í Jjármálastjórn hjá stórum fyrir- tækjum, og jafnvel líka tíl stjórnunarstarfa. Þó held ég að þetta síðarnefnda verði ekki eins algengt. Ég verð mikið var við að stór fyrirtæki spytja eftir góðum mönn- um og sem betur fer er mikið af hæfum mönnum í end- urskoðendastétt þannig að það kæmi mér ekki á óvart að endurskoðendur réðu sig í auknum mæli tíl fyrir- tækja. Starf innan endurskoðunarfyrirtækjanna er hins vegar mjög tjölbreytt og skemmtilegt, en um leið kretj- andi, þannig að um mjög spennandi störf þarf að vera að ræða tíl þess að þau séu áhugaverð fyrir starfandi endurskoðendur," segir Árni Tómasson. 31] wmt k.' Arni Tómasson hafði starfað sem endurskoðandi í fjölda ára, síðustu árin sem meðeigandi og stjórnarformaður hjá Deloitte & Touche, en í mars 2001 varð hann bankastjóri við Búnaðarbanka Islands. Mynd: Geir Olafsson f stjórnunarstörf Tryggvi Jónsson var einn þekktastí og hæst launaði endur- skoðandi landsins þegar hann hættí sem endurskoðandi hjá KPMG og gerðist aðstoðaríorstjóri Baugs sumarið 1998, eins og kom fram í grein í Fijálsri verslun á þeim tíma. Hagkaupsflöl- skyldan hafði þá dregið sig út úr verslunarrekstri á matvöru- markaði og selt reksturinn Bónusfeðgum og nokkrum flárfest- um. Tryggvi hafði starfað í 14 ár hjá KPMG Endurskoðun hf. og var þar hluthafi þegar hann skiptí um vettvang. Hann hafði sinnt endurskoðun fyrir bæði Bónus og Hagkaup. Guðmundur Frímannsson tók við starfi tjármálastjóra hjá Verðbréfastofunni 1. júní sl. Hann starfaði áður hjá Deloitte&Touche. Guðjón Eyjólfsson gerðist ráðgjafi hjá Kaup- þingi. Af öðrum endurskoðendum má nefna Friðrik Jóhanns- son, forstjóra Burðaráss, Bjarna Lúðvíksson, sem nú er for- stjóri Kassagerðar Reykjavíkur en var áður hjá SH, Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóra SÍE Hann var m.a. endurskoðandi fyrir SÍF áður en hann tók við fyrirtækinu. Aðrir sem hafa farið úr endurskoðendastétt í fyrirtækjarekstur og nefndir eru í grein Fijálsrar verslunar frá árinu 1998 eru Sveinn Jónsson, fv. að- stoðarbankastjóri Búnaðarbankans, og Kristinn Sigtryggsson, sem á sínum tíma var einn fyrsti endurskoðandinn sem réð sig tíl fyrirtækis þegar hann gerðist forstjóri Arnarflugs. Athugið að þessi úttekt er ekki tæmandi. Sj 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.