Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Side 49

Frjáls verslun - 01.11.2001, Side 49
ATVINNUHORFUR í BYGGINGARIÐNAÐI kannski helst hjá einyrkjum því fastir starfsmenn fyrirtækja eru auðvitað með laun sem bundin eru samningum og þeim verður ekki breytt. Það hefur þó gripið um sig ákveðin hræðsla en ég held að hún sé ástæðulaus því nóg er fyrir hendi af verkefnum um allt land. Mikið hefur verið talað um virkjanir og álver og sennilegt að það styttist í að farið verði í þær framkvæmdir." 33 „Við höfum verið að feta okkur út fyrir Kefla víkurflugvöll en höfum alla tíð lagt meiri áherslu á viðhald og þjónustu en beinlínis nýframkvæmdir,“ segir Kári Arngrímsson, yfirverkfræðingur hjá Keflavíkurverktökum. BYGG: Talsverður kippur Það er líf að lokinni Smáralind,“ segir Konráð Sigurðsson, tæknifræðingur hjá Byggingafé- lagi Gylfa & Gunnars, kankvíslega þegar hann er spurður þess hvernig ástandið sé á bygginga- markaði. ,Að vísu er yfirvofandi samdráttur á útboðsmarkaði og sala á íbúðum hefur verið lakari á þessu ári miðað við árið í fyrra, en undanfarna tvo mánuði hefur komið talsverður kippur í hana.“ Bjart framundan Gylfi & Gunnar eru að byggja íbúðir í Arsölum í Kópavogi og við Naustabryggju í Bryggjuhverfinu. „Við bíðum eftir því að sjá nokkurn bata á íbúðamarkaðinum áður en við hefjum byggingu íbúða við Kristnibraut í Grafar- holtinu,“ segir Konráð. „Þar erum við í startholun- um sem og annars staðar en við höfum haldið að okkur höndum vegna minni sölu á fasteignamark- aðinum almennt. Um leið og stjórnvöld lækka vexti og gengið styrkist þá eru bjartir tímar framundan hjá okkur öllum. Um áramótin eigum við að skila af okkur stóru skrifstofuhúsnæði í Skógarhlíð 12 þar sem PriceWaterhouseCoopers verður til húsa og svo erum við að byggja eitt verslunarhúsið enn í Kópavogi en það er fyrir Byko við Skernmuveg." Haldlð I undirverktaka Hjá Gylfa & Gunnari starfa nú um 110 manns og segir Konráð að lítið hafi verið um uppsagnir. „Þó aðeins, en við höfum reynt að halda þeim í lágmarki og það er stærsta ósk okkar Konráð Sigurðsson, tœknifræðingur hjá Byggingafélagi Gylfa & Gunnars. að þær þurfi ekki að koma til framkvæmda. Áætlanir okkar gera ráð fyrir 100-110 manns um áramótin. Við höfum haldið í okkar undirverktaka eins og kostur er, en þeir sem aðrir hafa fundið fyrir einhveijum samdrætti. Eg hef ekki heyrt mikið frá jarðvinnumönnum en það hlýtur að segja sér sjálft að ef ríki og borg draga úr framkvæmdum þá kemur það fyrst niður á þeim. í heildina verður að segja að við séum bara nokkuð hressir með útlitið," segir hann að lokum. B3 „Sala á íbúðum hefur verið lakari á þessu ári miðað við árið í fyrra, en undanfarna tvo mánuði hefur komið talsverður kippur í hana,“ segir Konráð Sigurðsson. Eykt' Næg verkefni Við erum rétt að ljúka byggingu húss íslenskrar erfða- greiningar í Vatnsmýrinni," segir Theodór Sólonsson, annar eigenda Eyktar hf. „Við afhentum húsið á umsömdum tíma í desember og Islensk erfðagreining flytur þar inn í fullklárað húsnæði." Eykt hefur verið að byggja í Borgartúni og er nú að ljúka byggingu tveggja húsa þar, Borgartúns 19 og Borgartúns 21a. „Þeir eru margir sem áhuga hafa á því að komast inn í Borgartún 19, eins og gefur að skilja, enda húsið glæsilegt og vel staðsett. Við erum að ljúka við utanhússfrágang þar fyrir veturinn. Einnig erum við að byggja stórt hús á Lynghálsi 4, 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.