Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 61

Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 61
 Þeir voru kampakátir þegar gengið var frá kaupunum á Vífilfelli hf. í byrjun ársins. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, og Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu. Sviptingar hafa orðið á ferðamarkaði á árinu. Ómar Kristjánsson, stjórnarmaður í Terra Nova-Sól hf„ Stefanía Davíðsdóttir, eiginkona Sverris Sigfússonar í Heklu, Sigurður Gizurarson, fv. sýslumaður á Akranesi, og Sverrir Sigfússon í Heklu. sj,V Það er ekki á hverjum degi sem kirkjan vinnur til auglýsingaverðlauna en sú varð raunin þegar Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hreppti verðlaun fyrir óvenju- legustu auglýsinguna á Ímarkshátíðinni. Margir settust í nýjan forstjórastól á árinu. Þórður Sverrisson, fv. framkvæmdastjóri hjá Eimskip, var einn af þeim fyrstu að færa sig til þegar hann gerðist forstjóri Nýherja sl. vor. Skylmingar viðskiptalífsins og nýjar viðskipta- blokkir voru skoðaðar í Frjálsri verslun snemma á árinu því að mörgum fannst, og finnst sjálfsagt enn, viðskiptalífið einkennast af tvíkeppni á Samdráttur olli erfiðleikum á fjölmiðla- mörgum mörkuðum. markaði og ýmsar breytingar áttu sér stað. Fréttablaðið hóf göngu sína undir forystu Eyjólfs Sveinssonar, útgáfustjóra DV, og síðar urðu eigendaskipti á DV. 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.