Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 77

Frjáls verslun - 01.11.2001, Page 77
NÁMSKEIÐ í BOÐl Hvað er í boði á vorönn? „Við skrifborðið mitt hefégkomist að einum mikilvægum sannleika. Svarið við öllum vandamálum þjóðar okkar - svarið við öllum vandamálum heimsins - kemstfyrir í einu orði. Það orð er: Menntun. “ Lyndon B. Johnson Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Mynd Geir Olafsson Aldrei hefar verið jafh mikið framboð á ýmis konar námi og nú. Lengra nám, stutt og löng námskeið, fræðslufundir og ijarkennsla býðst hveijum þeim sem hafa vill og hefur til þess forsendur. Þá gildir einu hvort um er að ræða nám að loknu stúdentsprófi eða sambærilegu prófi eða nám sem bæt- ir við þekkingu þess sem þegar hefur unnið í einhvern tíma við fagið. Margur vill feta nýjar slóðir og sér til þess tækifæri nú þegar svo auðvelt er að læra. Endurmenntun Háskóla Islands Hér verður stiklað á stóru hvað varð- ar nám og námskeið sem í boði eru á nýju ári. Skólarnir eru margir þó að nokkr- ir séu meira áberandi en aðrir og má þar nefna t.d. Endurmenntun Háskóla Islands sem býður ijölbreytta flóru námskeiða, allt frá íslandssögu til MBA náms. Fyrir fólk í atvinnulífinu er líklegast að freisti námskeið á borð við starfsmanna- stjórnun, áhrifameiri málflutning, árangursrík samskipti, samskipti við ijölmiðla, að halda erindi á ensku og árangursríkir fundir. Þar iyrir utan eru námskeið sem heita Persónustyrkur ogTilfinningagreind, Verkkvíði og frestunarárátta og Öflugt sjálfstraust. Öll þessi námskeið eru í flokknum Fólk og færni. í flokknum Stjórnun og starfsþróun er að finna námskeið sem heita Fjármál iyrir almenna stjórnendur, Að skrifa fréttatilkynn- ingar og fréttabréf, Verkefnastjórnun, Samskipti á kvennavinnustað og Fjölþjóðlegur vinnustaður, en þetta eru verkefni nýrrar aldar, snúa að raunveruleika dagsins í dag, þar sem vinnustaðir eru ijölþjóðlegir, stjórnendur hafa dagleg samskipti við ijölmiðla og til- kynningar af ýmsu tagi eru mikilvægur þáttur í starfinu. Undir markaðs- og þjónustumál fellur ýmiskonar markaðstengt nám, s.s. stjórnun við- skiptasambanda, árangursstjórnun í rekstri iýrirtækja og notkun Excel svo að nokkuð sé nefnt. Þegar að fjárhag iyrirtækja kemur, eru í boði margvísleg og spennandi námskeið. Ym- islegt um skattamál, virðisaukaskatt, ársreikninga, samninga af ýmsu tagi og verðbréf. Ekki má gleyma tölvutækni en undir hana falla námskeið þar sem beint er kennt á ýmsan hugbún- að og vefsmiðar sem stöðugt verður mikilvægara að kunna. Fleiri flokkar eru í boði og má nefna lögfræði, verkfræði, tæknifræði, arkitektúr, heilbrigðisfræði, tungumálanám og fleira. Þjálfun og fræðsla hjá IMG IMG er rannsóknar- og ráðgjafafyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína við ákvarðanatöku og þekkingarsköpun. Innan IMG er öflugt svið fræðslu og þjálfunar. Boðið er upp á fyrirlestra og styttri sem lengri námskeið í eftirtöldum efnisflokk- um: Færni og árangur; stjórnun; stjórnandinn og samskipti; starfsmannamál; þjónusta, mark- aðsmál og þjóðfélagsmál; ævintýraferðir og lengra nám á nokkrum sviðum. Sérfræðingar IMG hafa fjölbreyttan bakgrunn og mikla reynslu í að miðla þekkingu og upplýsingum. 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.