Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Side 32

Frjáls verslun - 01.01.2002, Side 32
VIÐTAI ryA Rl STEFÁNSSON Ahyggjulaust er lífifi leiðinlegt / Islensk erfóagreining er vinsælasta fyrirtæki landsins samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar. Kári Stefánsson er í hópi áhrifamestu stjórnenda í heimi og fyrirtæki hans er nýflutt inn í nýbygg- ingu, sem kostabi prjá milljaröa króna. Frjáls / verslun hitti Kára Stefánsson í „porpi“ Islenskrar erfóagreiningar á dögunum. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Mynd: Geir Ólafsson W Islensk erfðagreining er ótvíræður sigurvegari sem vinsælasta fyrirtækið hjá Fijálsri verslun þriðja árið í röð, samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar sem Frjáls verslun lét gera. Sigurinn var naumur í fyrra en nú hefur munurinn milli fyrsta og annars sætis aukist verulega. Hver skyldi vera galdurinn á bak við þessar vinsældir? Blaðamaður Frjálsrar verslunar hitti Kára Stefánsson, forstjóra og stjórnarformann Islenskrar erfðagrein- ingar, að máli þar sem hann var nýfluttur inn í skrifstofuna sina í nýbyggingu fyrirtækisins í Vatnsmýrinni í Reykjavík í lok janúar og lagði þessa spurningu fyrir hann. „Eg átta mig ekki á því hvað gerir fyrirtæki vinsælt hjá fólki almennt í samfélaginu," sagði Kári og hugsaði sig um. „Bónus er fyrirtæki, sem er í mikilli snertingu við fólkið í landinu þannig að það er býsna vel gert hjá Bónus að halda þessum vinsældum. Um 70 þúsund Islendingar hafa gefið blóð í tengslum við rannsóknir okkar þannig að við erum í snertingu við fólk en við erum ekki að þjóna þvi með sama hætti og Bónus. Að mati fólksins í landinu hefur Bónus greinilega þjónað þvi vel. Við erum að vissu leyti að vinna i meiri fiarlægð en Bónus og kannski gildir málshátturinn „Fjarlægðin gerir fyöllin blá og mennina miklá' líka um fyrirtæki, ég veit það ekki. En það er voðalega notalegt að vita af þessum vinsældum þvi að við þurfum að leita til almennings um leyfi til að nýta upplýsingar og nota blóð til að einangra DNA Eg er montinn af þessari niðurstöðu." Svolítið pjatt Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagrein- ingar, lenti í 53. sæti á lista yfir 100 áhrifamestu sljórnendur á sviði tækni, flármála og viðskipta í bandaiiska Jjármála- og tækni- tímaritinu Upside og er Kári einn tjögurra sfjórnenda úr líftækni- geiranum. A listanum er helstu stjórnendur í heiminum og má þar m.a. sjá hinn þekkta forstjóra finnska símafyrirtækisins Nokia, Jorma Ollila, Carly S. Fiorina, forstjóra og stjórnarfor- mann tölvufyrirtækisins Hewlett-Packard, Stephen M. Case, stjórnarformann AOLTime Warner, Jefffey R Bezos, stofnanda, forseta og framkvæmdastjóra Amazon.com, og hinn umdeilda Bill H. Gates, sljórnarformann Microsoft. Arlega eru valdir 100 áhrifamestu stjórnendurnir á listann en í ár er listinn frábrugðinn listum Jyrri ára því að þar má finna fleiri iðnjöfra, bankamenn og áhættufjárfesta meðan tæknilyrirtækin hafa ekki jaJhmarga full- trúa og áður auk þess sem fulltrúum netfyrirtækja og netvið- skipta hefur fækkað stórlega. „Sú staðreynd að við höfum lent inni á listum af þessari gerð hefur opnað Jýrir okkur dyr. Þetta býr til ákveðinn sýnileika sem endanlega, ef rétt er haldið á spilunum, á að skipta máli en eitt og út af fyrir sig gerir það ósköp lítið. En þetta má nýta eins og allt annað. Þetta er harður heimur og maður verður að nýta sér allt sem maður hefur til þess að búa sér til aðstöðu umfram aðra. Við höfum átt tiltölulega auðvelt með að fá aðila úti í heimi til að skoða okkar fyrirtæki, meta það o.s.frv. Afleiðingin er sú að við lendum á þessum listum. Sú staðreynd gerir það að verkum að við eigum auðveldari aðgang að fólki þegar við leitum til þess í annað skipti. En út af Jyrir sig er þessi listi svolítið pjatt. Við fáum að meðaltali eina beiðni á dag um viðtöl frá hinum ýmsu Jjölmiðl- um úti í heimi. Það stafar kannski að nokkru leyti af þvi að erfða- fræði er vinsælt svið í heiminum í dag, bæði umdeilt og vinsælt, og hefur töluvert aðdráttarafl sem ég held að hjálpi tfl.“ - Hvaða dýrmætu eiginleika þarf forstjóri í svona fyrirtæld að Jiafa? „Eg væri reiðubúinn að svara þessari spurningu eftir tvö til þijú ár um Jyrirtækið eins og það er núna. Á þessu augnabliki er mér ekki alveg ljóst hvað þarf en ég veit að sá hluti af sjálfum mér sem ég nýti til að reka þetta fyrirtæki í dag er allt annars konar en var Jýrir Jjórum til fimm árum. Nú er fyrirtækið með 600 manns í vinnu á Islandi og nýbúið að kaupa fyrirtæki með 170 manns í Bandaríkjunum. Við erum með markaðsskrifstofu í Boston og starfsemi nokkuð víða. Við þurfum að leggja meira á okkur við að samhæfa starfsemina, búa til sams konar sýn á þessum þremur stöðum og sjá til þess að unnið sé að einu markmiði. Eg held að mestu skipti að forsJjóri í Jýrirtæki af þessari gerð hafi þann eiginleika að kunna að ráða gott fólk. Forstjórinn á að gera sem allra minnst sjálfur. Hann á að raða í kringum sig fólki sem getur höndlað hina daglegu vinnu og séð til þess að vinnan haldi áfram. Eg er líka sJjórnarformaður í þessu Jýrirtæki og mitt hlut- verk, ef það er eitthvað eitt umfram annað, er að sjá til þess að halda lífi í þeirri sýn sem stjórn Jýrirtækisins setur saman. Og sú 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.