Frjáls verslun - 01.01.2002, Qupperneq 35
um að þessar öryggisráðstafanir skila sér hvað snertir þær per-
sónuupplýsingar sem hér kunna að vera,“ segir hann og bendir
á að fleira geti komið til, t.d. sé verið að vinna innanhúss með efni
sem geta verið hættuleg ef óvarlega er farið með þau.
Einu Skrefinu nær Móðurfélag íslenskrar erfðagreiningar,
Decode Genetics í Bandaríkjunum, keypti nýlega bandaríska
lyOaþróunarlýrirtækið Medichem Iife Sciences fyrir um 8,4 millj-
arða króna. Fyrirtækið vinnur að þróun lyfja og starfar að þjón-
usturannsóknum týrir líftækni- og lytjaiðnaðinn. Með þessum
kaupum má segja að Islensk erfðagreining sé einu skrefinu nær
yfirlýstu markmiði sínu að nýta niðurstöður genarannsókna sinna
til lytjaþróunar og til að tryggja hluthöfum sem mestan ávinning
af rannsóknum fýrirtækisins. Hugsanlegt er að kaupin á
Medichem verði til þess að um 200 störf týrir sérmenntað starfs-
fólk skapist á íslandi. íslensk erfðagreining hefur stefnt að því að
geta nýtt sér eigin uppgötvanir til að þróa og framleiða lyf og
hámarka þannig arð af uppgötvunum týrirtækisins og hefur
reyndar unnið að þvi í samstarfi við Hoffmann La Roche frá 1998.
Það hafi þó verið ljóst að innan íslenskrar erfðagreiningar hafi
ekki verið að finna þekkingu eða mannafla til að fara í gegnum þá
efnafræði sem þarf til þess að setja saman lyQaeihi. Eftír að hafa
kíkt í kringum sig og komist að raun um að alltof fáir Islendingar
höfðu sérþekkingu á þessu sviði hafi verið ákveðið að kaupa
Medichem. „Við þurfum að byggja upp 200 manna einingu til að
brúa bilið milli Medichem og okkar í því skyni að nýta íyllilega
bæði erfðafræðina og elhafræðina. Þessa einingu komum við til
með að byggja upp annað hvort hér á Islandi eða útí í heimi iýrir
lok þessa árs,“ segir Kári og telur hugsanlegt að íýrsta afurðin, lyf
Islenskrar erfðagreiningar, komi á markað eftír 12-15 ár.
Á blóðugum sverði Fjármál íslenskrar erfðagreiningar hafa
verið reglulega til umræðu, tapreksturinn hefur náttúrulega
verið umtalsverður og gengi hátækni- og líftæknifyrirtækja hefur
ekki verið upp á marga fiska síðustu misseri. Kári hefur þó ekki
miklar áhyggjur af ijármálunum þessa dagana. Hann segir iýrir-
tækið standa Jjárhagslega mjög vel, tekjurnar hafi aukist jafnt og
þétt en 18 milljarða króna eigið fé dugi til reksturs í Jjögur tíl fimm
ár auk þess sem tekjurnar komi til með að aukast töluvert á
næstu tveimur árum.
- Er ekki beinlínis heilsuspillandi að leiða svona fyrirtaeki;
stöðugar sveiflur og gengisbreytingar, fyrirtæki keypt fyrir
stórar fiílgur o.s.frv.?
„Samkvæmt þessari kenningu þá væri dauðinn hið ákjósanlega
ástand vegna þess að þá gerist ekkert. Það eru ákveðin átök sem
felast i því að vera lifandi og það felast ákveðin átök í því að gera
það sem ekki hefúr verið gert áður,“ svarar hann.
- Halda gengissveiflurnar fyrir þér vöku?
„Nei, það gera þær ekki. Það er ýmislegt annað sem heldur
miklu frekar fýrir mér vöku. Það er flókið mál að reka íýrirtæki
á almennum markaði, ekki bara vegna þess að markaðurinn
breytir mati sínu á svona íýrirtækjum mjög hratt heldur líka
vegna þess að það er mjög erfitt að skilja tengslin milli raun-
verulegs verðmætis sem liggur í Jýrirtækjum og hins vegar
þess verðmætis sem markaðurinn ætlar iýrirtækjunum. Ef
maður ædar að hlúa að verðmæti fýrirtækis á svona markaði,
þá er maður oft að vinna í lítilli birtu, svolitlum skugga. Þetta
verður alltaf svolítið erfitt en spennandi. I átökum enda menn
auðvitað af og til svolítið sárir. En þetta er bara hluti af því sem
allir verða að fara í gegnum. Ef þú tekur t.d. síðustu tvö ár þá
hefur það verið geysilega átakamikill tími iýrir hátækniiðnað,
hvort sem það er í upplýsingatækni eða líftækni um allan heim,
og það er töluvert blóðugur svörðurinn þessa dagana. En þetta
er hluti af því að vera til í frjálsu hagkerfi." 131]
35