Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 60

Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 60
Signý Eiríksdóttir, markaðsstjóri Innanlandsdeildar Ferðaskrifstofu Islands: „Þeir sem fara verst út úr gjaldþrotinu eru ferðaþjónustu- aðilar hér heirna sem munu ekkifá greitt fyrir þá þjónustu sem þegar er búið að veita. “ Páll Þór segir Urval-Utsýn verða með svipað framboð ferða og í fyrra þrátt fyrir yfirtöku nokkurra leiða og hótela SL. Það komi til vegna ákveðinna tilfæringa og breyttra áherslna í heildar sætairamboði. „Það er greinilegt að Islendingar vilja fara í sólina hér eftir sem hingað til. Hér hefur verið mikið að gera að undanförnu og ijölmargar ferðir uppseldar. Einnig yfirtókum við golfferðir sem SL var með m.a. til Taílands og höfum við nú þegar farið eina slika ferð.“ Breytir kannski viðskiptaháttum Signý Eiríksdóttir, markaðsstjóri Innanlandsdeildar Ferðaskrifstofu Islands, segir mikilvægt að gæta viðskiptasambanda SL innanlands. „Ferðaskrifstofa Islands er langstærst í innanlandsferðum. Við réðum til okkar ijórar manneskjur úr innanlandsdeild SL, enda er okkur full alvara með að viðhalda viðskiptasamböndum og ferðum SL eftir því sem unnt er. Þetta gjaldþrot varð mjög snöggt, eins og raunar vaninn er í slíkum málum, og eðlilegt að erlendir viðskiptaaðilar séu uggandi um sinn hag, að ekki sé talað um þá sem viðskiptin voru við hér heima. Þeir sem fara verst út úr gjaldþrotinu eru ferðaþjónustuaðilar hér heima sem munu ekki fá greitt fyrir þá þjónustu sem þegar er búið að veita (hótel, veitingahús o.s.frv.) I sumum tilfellum virðist sem ferðaskrifstofur greiði ekki upp fyrr en í lok sumars. Ef til vill verður þetta gjaldþrot til að hrista upp í þeim málum og breyta einhveiju.“ Hverjir tapa? Ferðaþjónusta bænda tapar tugum milljóna vegna gjaldþrots SL. Þar fyrir utan tapar íjöldi afþreyingar- fyrirtækja og samgöngufyrirtækja tugum milljóna og hafa samtök ferðaþjónustunnar áætlað að heildartap íslenskra ferðaþjónustuaðila nemi á bilinu 250 -260 milljónum króna. Þá eru ótaldar skuldir SL en þær eru taldar nema hátt í 900 Páll Þór Armann, markaðsstjóri hjá Úrvali-Útsýn: „Auðvitað hafa sambönd Islands og Irlands skaðast nokkuð við þetta gjaldþrot en við vonumst til að tíminn lagi það. “ milljónum króna. SL átti 10% i Fosshótelum og íslenskar ævintýraferðir keyptu þann hlut með innanlandsdeild SL. SL átti samt sem áður viðskipti við allar hótelkeðjurnar, þ.e. Fosshótel, Lykilhótel og Flugleiðahótel. Talið er að Fosshótel hafi tapað um sex milljónum króna á gjaldþrotinu en að tap Lykilhótela nemi tugum milljóna og tap Flugleiðahótela nemi um 15 milljónum. Nákvæmar tölur liggja þó ekki fyrir enn sem komið er. Árið gott og næsta enn betra Heimsferðir hafa tekið yfir suma af viðskiptasamningum Samvinnuferða-Landsýnar á Italíu, Benidorm og Kanaríeyjum. „Eg veit ekki hvort hægt er að tala um að Heimsferðir hafi beinlínis tekið við farþegum Samvinnuferða-Landsýnar á neinum leiðum," segir Andri Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. „Minn skilningur hefur alltaf verið sá að ferðaskrifstofur bjóði eins góða þjónustu og þeim er unnt og svo velji farþegar það sem þeim hentar. Hins vegar höfum við bætt við hjá okkur vikulegum ferðum til Rimini í tengslum við annað flug okkar til Ítalíu og fellur það ákaflega vel að öðrum áætlunum okkar. Hvað varðar Benidorm þá vorum við í fyrra orðnir mun stærri en Samvinnuferðir-Landsýn í þeim ferðum og munum halda þeim áfram. Samvinnuferðir keyptu af okkur sæti í þær ferðir og verðum við í staðinn með aukið sætaframboð en hins vegar höfum við gert samninga við nokkur af þeim hótelum sem Samvinnuferðir-Landsýn skiptu við og bætum þeim við okkar eigin. A Kanaríeyjum tókum við yfir gistisamninga Samvinnuferða til að geta áfram boðið þeim farþegum þjónustu sem þegar höfðu bókað ferðir. Síðasta ár var mjög gott hjá okkur og við horfum fram á enn betra ár nú í ferða- þjónustunni.“ Janúar á þessu ári er með 40% aukningu m.v. janúar í fyrra, þannig að við lítum fram á spennandi tíma. [E 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.