Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 63
árið 2001 mjög fljótlega. Þar er hægt að sjá hvernig útlánum hefur
verið háttað og fá leiðbeiningar vegna umsókna um lán. Breytingar á
samþykktum sjóðsins árið 1998 gerðu einnig ráð fyrir því, að allt að
1,5 milljónum DKK af hagnaði sjóðsins væri ráðstafað til NORA og
hefur svo verið frá þeim tíma.
Árið 2001 kom vel út hjá sjóðnum, þar sem samþykkt voru
alls 12 lán, að upphæð rúmlega 32 milljónir DKK. Af þeim hafa
nú þegar rúmlega 11 milljónir DKK verið greiddar út. Hagnaður
sjóðsins eftir að búið var að taka frá 1,5 milljónir DKK fyrir
NORA, varð rúmlega 1 milljón DKK.
Nú í upphafi árs 2002 hafa þegar verið greidd út tvö lán, þar
sem íslensk fyrirtæki eru í samstarfi við Grænland annars vegar
og Færeyjar hins vegar. Þetta er sérstaklega ánægjuleg þróun,
þar sem eins og áður hefur komið fram, var sérstaklega horft
til þess við stofnun sjóðsins, að hægt yrði að efla atvinnulífið á
Vestur-Norðurlöndum og þá ekki síst með samstarfsverkefnum
á milli Grænlands, Færeyja og íslands.B3
Forstjóri Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda er: Sverri Hansen.
Aðalbókari er: D. Hildur Leifsdóttir.
Fulltrúi er: Elva Ólafsdóttir.
Þau starfa öll á aðalskrifstofunni hér í Reykjavík.
Skrifstofustjóri á Grænlandi er: Mogens Brinkmann
Formaður Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda nú er: Jorn Birk
Olsen, Nuuk, Grænlandi.
Varaformaður nú er: Sigurd Poulsen, Tórshavn, Færeyjum.
Stjórn sjóðsins skipa sjö fulltrúar,
einn frá hverju aðildarlandi.
Markmið með stofnun sjóðsins var að efla samkeppnishæft og
fjölbreytt atvinnulíf á Vestur-Norðurlöndum, þ.e. Grænlandi,
Færeyjum og íslandi. Flest lán fóru til íslands fyrstu árin en árið
1998 varð sú breyting á útlánareglum sjóðsins, að íslensk fyrir-
tæki fá því aðeins lán að um samstarfsverkefni við færeysk eða
grænlensk fyrirtæki sé að ræða. Þeir sem hafa einhvern áhuga
á slíku samstarfi geta því sett sig í samband við sjóðinn og
fengið þar ráðgjöf og upplýsingar.
Á heimasíðu Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda, www.uestnorden.is,
er hægt að skoða ársskýrslu fyrir árið 2000 og von er á skýrslu fyrir
Lánasjóöur Ifestur-Norðurlanda
Suðurlandsbraut 24 ■ 108 Reykjavik
Sími: 530 2100- Fax: 530 2109
www.vestnorden.is
Færeyingurinn, Suerri Hansen, forstjóri Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda. Nú
í upphafi árs 2002 hafa þegar verið greidd út tuö lán, þar sem íslensk fyrir-
tæki eru í samstarfi við Grænland annars vegar og Færeyjar hins vegar.
63