Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 74

Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 74
SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR BÓKflÚTGEFflNDI Gefur út Jamie Sigrún Halldórsdóttir er ekkert að skafa af hlutunum og talar tæpitungulaust Reynslan, sem hún hefur aflað sér undanfarin ár sem bókaút- gefandi í Danmörku og á Islandi hefur verið dýrmæt, og nú stefnir Sigrún Hall- dórsdóttir að því að færa út kvíarnar. Með fimm starfsmenn í Danmörku og þijá á Islandi hyggst hún gefa út bækur í Svíþjóð á þessu ári. I framtiðinni hefur hún augun á Noregi. Hún barmar sér ekki, en er þó á því að bóksala á íslandi sé í molum. „Annað eins kerfi tíðkast hvergi," segir hún. „Bóksala á íslandi er eins og skransala. Það er svona Kolaportsmenning yfir henni.“ Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver River Café er staðurinn, sem Sigrúnu finnst tilvalið að hittast á í London. Veitingastaðurinn liggur afskekktur við Thames, en allir sem hafa ánægju af góðum mat og fylgjast með veitingastöðum þekkja staðinn. Allt yfir- bragðið er mjög nútímalegt, hannað af Richard Rogers, einum þekktasta arkitekt Breta, sem er með vinnustofu við hliðina og kvæntur annarri konunni, sem er drifflöður veitingahússins. Þarna vann sjónvarpskokkurinn kunni Jamie Oliver áður. Vin- sældir Olivers hafa komið Sigrúnu vel. Hún hefur gefið út tvær bækur hans bæði í Danmörku og á Islandi og sú þriðja er vænt- anleg með haustinu. I Danmörku hafa bækurnar selst í ca. 50 þúsund eintökum, fimm þúsund eintök hafa selst á Islandi og þær seljast enn vel. Ahugi Sigrúnar á bókaútgáfu er brennandi, en það var eigin- lega hending að hún lenti þar. Eftir nám í viðskiptafræði við Háskóla Islands fór hún í framhaldsnám við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn 1993. Að loknu 2 1/2 árs námi stýrði hún fjár- máladeild dönsku flóttamannahjálparinnar, en efdr að hafa unnið þar í þrjú ár var starfsemin endurskipulögð og Sigrún ákvað þá að hætta. Áhugi á bókaútgáfu hafði alltaf blundað með henni og meðan hún velti fyrir sér hvað hún ætti að gera næst gaf hún út bók Ophru Winfrey á íslandi 1998. „Ég var heppin og bókin seldist vel,“ segir Sigrún. Síðan hafa Sigrún Halldórsdóttir býr í Kauþ- mannahöfn, gefur út bœkur á Islandi og í Danmörku og kvartar ekki. Henni hefur jafnvel tekist að klófesta bækur, sem stóru dönsku forlögin hafa haft augastað á, eins og matreiðslubœkurnar eftir sjónvarpskokkinn Jamie Oliver- sem nefndur er kokkur án klæða. umsvifin aukist og nú leitar hún ekki ann- ars en áhugaverðra bóka til að gefa út. Myndir og texti: Sigrún Davíðsdóttir Slagurinn um sjónvarpskokkinn Oliver Með útgáfúnni á bók Olivers árið 2000 var grunnurinn orðið nokkuð góður. Stóru forlögin Gyldendal og Host og Son höfn- uðu bókinni og naga sig líklega ærlega í handabökin fyrir. Þegar Sigrún fór á stúfana eftir útgáfuréttinum var Aschehoug, annað stórt forlag, í eigu Egmont-samsteypunnar, komið í spilið. „Það var sama hvað ég bauð, alltaf gat Aschehoug bætt um betur. En þegar ég skellti Islandi á borðið, sagði Jamie Oliver ,já“ og þar gat Aschehoug ekki yfirboðið. Jamie vildi gjarnan fá bókina sína gefna út á Islandi, þó umboðsmaður hans væri á móti því að skipta við lítíð og óþekkt forlag í staðinn fyrir stórt forlag. Jamie sagði einfaldlega: „Ég byrjaði með ekki neitt og það geta aðrir líka gert“." Hann hafði sitt fram, Sigrún hreppti bókina og hvorki hún né Jamie hafa þurft að sjá eftír þvi. Bækur á íslandi eru seldar eins og skran, ekki menning Það er íslenska umboðssalan í bóksölunni, sem Sigrúnu er sem mest í nöp við á íslandi. „Utgefendur geta sjálfum sér um kennt. Þeir hafa grafið sér eigin gröf og taka þátt í kerfinu. Þetta kerfi tíðkast hvergi annars staðar í heiminum og það er engin önnur vara seld með þessum hætti,“ fullyrðir hún óhikað. „Með þessu móti er engin ábyrgð hjá smásölunum, því þeir geta bara skilað þvi sem selst ekki. Það er gremjulegt að stórmarkaðirnir skuli í þokkabót fá að selja bækur á þessum forsendum og það eingöngu fyrir jól. Þeir geta selt á undirverði miðað við bóksalana, sem selja allt árið og geta ekki lækkað verðið - og svo geta stórmarkaðirnir skilað því sem selst ekki. Þetta er eins og skransala.“ Sigrún segir á að þetta kerfi geri allar aðstæður í íslenskri bókaútgáfu einkar leiðinlegar. Hún bendir á danska kerfið, þar sem það hefur tíðkast að bækur haldi föstu verði í tvö ár frá útgáfu og síðan geti bóksalar boðið bækurnar á lækkuðu verði. Nú er hins vegar að koma til sög- unnar „leiðbeinandi verð“ og enn of snemmt að segja hver reynslan af því verði. Enn sem komið er hefur Sigrún aðallega gefið út fagbækur og þýddar bækur. „Það eru svo margir um skáld- sagnamarkaðinn," segir hún, en hefur greinilega áhuga á honum með tímanum. Hún veit að bókaútgáfa er viðsjárverð grein og eins gott að yfirvega allar ákvarðanir sem best Fyrir jólin gaf hún út Jamie á Islandi og Isherrann, um- Matreiðslubækurnar eftir sjónvarþskokkinn Jamie Oliver hafa ekki aðeins komið Sigrúnu á bragðið heldur á beinu brautina. Fv-mynd: Geir Olafsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.