Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Page 75

Frjáls verslun - 01.01.2002, Page 75
■ ' r* Sigrún Halldórsdóttir býr í Kaupmannahöfn oggefur út bækur íDanmörku og á Islandi. Hún er með fimm starfsmenn íDanmörku ogþrjá á Islandi - og hyggst hún gefa útbækur í Svíþjóð á þessu ári. deilda bók um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð, sem einnig kom út í Danmörku. Það skondna er að upplagið var jafnstórt í báðum löndum, þrjú þús- und eintök, þó Danir séu næstum tuttugu sinnum fleiri en Islendingar. í ár gefur Sigrún út fimmtán titla í Danmörku og er einna glöðust yfir að meðal þeirra er bók Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna, sem er verið að þýða á dönsku. Auk þess eru bækur, sem Sigrún hefur látið skrifa iýrir sig, ein um framandi grænmeti og ávexti og önnur um megr- un, en þar við bætast svo þýddar fagurbókmennt- ir. A Islandi er hún að fara út í útgáfu efnis fyrir grunnskóla og stefnir á að gefa út tíu íslenska titla í ár. Ferðina til London notaði hún til að tala við forlög og eitthvað gæti komið út úr því. Að reka fyrirtæki í Danmörku og á islandi „Það er oft eins og að starfa í Austantjaldslandi," stynur Sigrún, þegar kemur að því hvernig sé að reka fyrirtæki á íslandi í samanburði við Danmörku. Fyrir þann sem er að heija fyrirtækjarekstur í Danmörku býðst heilmikil ókeypis aðstoð, til dæmis lögfræði- og bókhaldsaðstoð. „Á íslandi kostar allt,“ segir hún. „Það kostar að fá kennitölu, sem er ókeypis í Danmörku. Eg hef verið að vonast til að íslenska stjórnin gerði eitthvað í því að auðvelda fólki að stofiia fyrirtæki en sé ekki að svo verði.“ Þar við bætist að ijár- mögnun og greiðslugeta er erfið, því markaðurinn er lítill. - En hver er annars almennt munnrinn á að reka fyrirtæki í Dan- mörku og ó Islandi? „Maður er alltaf með eftirlitið á bakinu í Danmörku, mætir óskap- legri tortryggni. Það er eins og gengið út frá að maður sé að ljúga og svindla. Fyrir hvern einn sem vinnur eru þrír að „kontrólera“ hann,“ segir Sigrún. „Þetta er reyndar betra núna, því ég hef sannað mig, en það er nauðsynlegt að vera ákveðinn og þijóskur til að koma hlutunum í gegn. Kerfið sjálft er hins vegar þjált en starfsfólkið er oft leiðinlegt. En nýja ríkisstjórnin í Danmörku hefur lofað að bæta úr þessu. A Islandi er þessu öfugt farið. Starfsfólkið vill allt fýrir mann gera, en kerfið er óþjált, til dæmis tollyfirvöld. Sú stofnun getur verið skrambi erfið oft á tíðum. Er ofsa viljug að rukka, líka fyrir það sem á ekki að borga eins og opinber gjöld af vöruprufum og eins er erfitt og seinlegt að ná út vörunum. En þar innan veggja er einnig ágætis fólk sem gerir allt tíl að greiða götu manns og redda á síðustu stundu." Svo er Sigrún á því að Island sé mjög erfitt viðskiptaland á meðan það standi utan við Evrópusambandið. RekStur í tveimur löndum Rekstur í tveimur löndum gefur einnig möguleika á að láta gera hlutina þar sem þeir kosta minnst. Þannig lét hún fjölfalda myndband með Jamie Oliver á íslandi, því það var ódýrast þar. Hönnun og umbrot lætur Sigrún gera í Danmörku, prentunin fer fram um allan heim. Síðan er auðvitað hægt að samnýta ýmislegt, til dæmis hönnun og útlit. Virðisaukaskatturinn mótar einnig umhverfið. „Hugsaðu þér, það er enginn virðisaukaskattur á bókum í Noregi og í Svíþjóð hefur hann verið lækkaður niður í 5%,“ segir hún. „I Danmörku er 25 prósenta virðisaukaskattur á bækur og 14 prósent á Islandi, sem þrengir mjög að.“ Þó áhyggjuefnin séu mörg er Sigrún ekki í vafa um ánægjuna af bókaútgáfu. „Þetta er skemmtilegur bransi og ég vildi ekki gera neitt annað en þetta, þó samkeppnin sé hörð,“ segir hún. „Eg er þreytt á að heyra tuð um erfiðleikana, því bóksala hefur aukist I Danmörku er ekki þessi jólatörn, heldur er salan jöfii yfir árið. Þetta er fjölbreyttur bransi og möguleikar á að selja til útlanda. Heimurinn er minni en áður. Og það besta er að í þessum bransa er skemmtilegt og litríkt fólk, bæði höfundarnir, hönnuðirnir og ritstjórarnir." Sigrún er heldur ekki trúuð á að bækur séu á banabeði. „Bækur í tölvutæku formi hafa ekki gengið vel og ég held að það verði ekki meðan tæknin til að lesa þær er ekki betri. Fólk vill hafa bækur í höndunum.“ „Kúl“ að vera kona í fyrirtækjarekstri Sigrún er á því að það hafi bæði galla og kosti að vera kvenmaður í fyrirtækjarekstri. „Það er gott að vera kona í þessum bransa, því kvenfólk hefur þetta kvenlega eðli og innsæi og það spillir ekkert að nota sér sjarmann. En fyrst er að láta taka eftir sér og þá þarf oft að beija í borðið til að öðlast trúverðugleika og láta taka mark á sér. En þetta er bara skemmtilegt, gaman að nota þá eiginleika, sem maður hefur.“ Almennt er Sigrún á því að það ríki velvild í garð kvenna í rekstri. „Það þykir smart og „kúl“ að konur eigi fyrirtæki og margir, sem vilja allt fyrir mann gera, eru leiðir á karlaveldinu.“ Hún kvartar þó sáran yfir skilningsleysi í bankakerfinu og segist hafa orðið fyrir biturri reynslu í þessum efnum, bæði í Danmörku og á Islandi. „Eg hef þurft að skipta um banka vegna lélegrar þjónustu og hafði á tilfinningunni að það væru einhverjir strákbjálfar í bönkunum, sem settu fyrir sig að ég væri kona. Það hefur tekið mig 2-3 ár að finna réttu bankana og starfsfólkið. Eg hefði ekki viljað vera ómenntuð kona í þessu stappi. Eg er ekki í vafa um að það hefur komið sér vel að hafa góða menntun." 3!1 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.