Frjáls verslun - 01.01.2002, Qupperneq 80
Verslunarmiðstöð
i Leifsstöð
Flugstöð Leifs Eiríkssonar er að vissu
/
marki hlið okkar Islendinga út í hinn
stóra heim og á sama hátt inn í landið.
Það fylgirþví sérstök tilfinning að koma
inn í flugstöðina, tilfinning um að senn
muni allt verða öðruvísi.
Þegar upp rúllustigann er komið, blasir við stór
salur. Sá sem kemur þar í fyrsta sinn verður ofur-
lítið ruglaður, snýr sér í hringi og reynir að finna
út hvað er hvað. Barinn sést fyrst. Lítill og opinn og við
hlið hans eins konar setustofa, sem þó er engin stofa
því hún er galopin öllum sem skoða vilja þó notalegt sé
að sitja þar. Innan við barinn er veitingasalur með
þægilegum sætum og útsýni yfir kalt og hijóstrugt um-
hverfið, en einnig listaverkið „Egg“ sem stendur fyrir
framan stöðina.
Smám saman áttar ferðamaðurinn sig svo á því að
hann er í raun staddur í verslunarmiðstöð. Hvert sem
hann snýr sér eru verslanir og þær standa í engu að
baki hefðbundnum verslunum í borginni nema síður
sé, því verðið er mun betra en það sem þar gerist. Það
eru nefnilega engir tollar eða skattar á vörunum sem
í flugstöðinni fást og það munar svo sannarlega um
minna.
Fyrsta verslun sem komið er í þegar gengið er irá
barnum, á vinstri hönd, er Optical Studio. Gleraugna-
verslun þar sem hægt er að fá gleraugun afgreidd á 15
mínútum, sé viðkomandi með uppáskrift frá augnlækni,
annars er það bara spurning um að velja. Þeir sem það
vilja, geta verið búnir að láta ganga frá pöntun á öðrum
sölustöðum og fengið hana senda í Leifsstöð, ef svo vill
til að ferðalag er á döfinni. Og sparað með þvi talsvert fé.
Ur gleraugnaversluninni er gengið inn í Fríhalhar-
verslunina. Hún er stór og viðamikil og úrvalið af vör-
um þar er gríðarmikið. Ilmvötn og snyrtivörur fyrir
karla og konur, myndavélar og önnur rafeindatæki,
hljómdiskar, myndbönd, töskur, úr og skartgripir,
áfengi, tóbak og sælgæti, svo eitthvað sé nefnt. En líka
margt fleira. Það er jafnan líf og Jjör í þessari búð, „allir“
eiga þangað ferð þó að ekki sé nema til að kaupa filmu.
Við hlið inngangsins er litil minjagripaverslun á veg-
um Islensks markaðar. Þar er hægt að finna skemmtilega
íslenska minjagripi á svipstundu og ekki ólíklegt að erlendir
gestír séu hrifnir af þessu framtaki.
Minjagripaverslunin.
Næst er að skoða verslunina Leonard en unnendur fal-
legra skartgripa og vandaðra úra eiga ekki í vandræðum með
að finna sér þar eitthvað við hæfi. Hvort sem það er til gjafa
Optical Studio.
Fríhafnarverslunin.
80