Frjáls verslun - 01.01.2002, Síða 81
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
eða eigin nota. Úr sem kostar fimm þúsund
eða úr sem kostar 250 þúsund og allt þar á
milli. En Leonard selur ekki aðeins skartgripi,
heldur er þar einnig að finna litlar og fallegar
styttur úr gleri og kristal sem gott er að kippa
með sér til gjafa.
Landsbankinn er við enda gangsins og í
honum skipta menn aurunum sínum í dollara
eða evrur, allt eftir því sem þarf. Þeim sem eru
að flýta sér er til þæginda hraðbanki sem
skiptir umyrðalaust og rösklega íslenskum
krónum i útlenda peninga. Bankinn sá ræður
yfir dollurum, evrum, dönskum krónum og
pundum og er afskaplega einfaldur og þægi-
legur í notkun.
Skáhallt á móti Landsbankanum er lítil
verslun, litla búðin á horninu. The Corner
shop. Þar má finna fersk matvæli og drykki
sem tilvalið er að taka með sér til gjafa því öllu
er þessu pakkað samkvæmt reglugerðum. ís-
lenskur markaður rekur þessa ágætu verslun
og á þakkir skildar fyrir.
Hin stóra verslunin í flugstöðinni er íslensk-
ur markaður. Hann hefur verið rekinn lengi,
allt frá árinu 1970. Þar má finna fyrst og fremst
íslenskar vörur, matvæli, ullarvörur og list-
muni, enda var verslunin í upphafi sett upp til að
kynna erlendum gestum það sem landið býður
upp á þegar þeir höfðu ekki færi á að komast
lengra en í flugstöðina. Verslunin hefur stækk-
að mjög að undanförnu og hefur yfir að ráða úti-
búi á Schengensvæðinu en uppi í stóru búðinni
er gríðarstór og öflug bóka- og blaðadeild sem
Penninn og Islenskur markaður reka í samein-
ingu. Þar er allt nýjasta lesefnið á boðstólum og
einnig ritföng og fleira fýrir þá sem það þurfa.
Einnig má fá nokkuð af raftækjum, filmur og
annað sem gott er að grípa með sér.
I horninu vinstra megin þegar komið er inn
í salinn er svo lítil sportvöruverslun þar sem
hægt er að fá ágætt úrval af sportfatnaði og
skóm.
Síðasta verslunin, en hreint ekki sú sísta,
er Saga Boutique. Uppáhald margra því að i
henni má kaupa vönduð föt i þekktum merkj-
um á verði sem vart á sér hliðstæðu. Skó frá
Lloyds, töskur frá Longchamp, fatnað frá
Boss, Sand og DKNY svo eitthvað sé nefnt.
Einnig fýlgihluti eins og slæður, veski og belti.
Stöðugt koma nýjar vörur og farþegar geta
verið búnir að undirbúa komuna með heim-
sókn á heimasíðu verslunarinnar eða spjalli
við afgreiðslufólk til að vita hvað er til hverju
sinni og hvaða tilboð eru í gangi. Lítil en þægi-
leg búð.
Þar sem allar vörur í verslunum stöðvar-
innar eru án tolla og skatta, er skynsamlegt að
skipuleggja ferðina vel og gefa sér góðan tíma
til að skoða og versla. Það borgar sig tvímæla-
laust. 35
Leonard.
Landsbankinn.
Islenskur markaður.
Saga Boutique.
81