Frjáls verslun - 01.01.2002, Page 90
Sævar Jónsson, eigandi Leonard-verslananna.
Myndir: Geir Olajsson
Fallegir skartgripir og úr freista margra og ekki er verra að
geta keypt vandaðar vörur á góðu verði. í Leonard eru aðeins
vönduð vörumerki til sölu og verðlag einstaklega gott þar
sem nær allar vörur eru keyptar inn beint frá framleiðanda.
„Við hófum rekstur hér fyrir flórum árum og höfum á
þeim tíma þróað verslunina í takt við óskir viðskiptavina
okkar,“ segir Sævar Jónsson, eigandi Leonard-verslananna.
„Styrkur okkar felst fyrst og fremst í því að við getum boðið
hagstætt verð á mjög vönduðum vörum þar sem við kaupum
eins og áður segir nær allt beint frá framleiðanda og losnum
þannig við allan milliliðakostnað. Við leggjum mikla áherslu
á að vera með þekkt merki og vönduð, en um leið að hafa fjöl-
breytt úrval á boðstólum. Þannig eiga allir að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi, hvort sem það eru tækifærisgjafir eða veg-
legri gjafir af stærra tilefni.
I versluninni starfa að jafnaði 11 manns og er unnið á
vöktum eins og annars staðar í flugstöðinni. Húsnæðið er
ekki stórt en vel nýtt og mikill metnaður lagður í fallega fram-
setningu. ,Auðvitað myndi ég kjósa stærra húsnæði ef það
væri hægt,“ segir Sævar. „Það er einfaldlega of dýrt og því
látum við þetta duga og gerum okkar besta með það sem við
höfum.“
Sævar segir ekki alltaf sömu vörur i versluninni í Reykjavík
og þeirri sem er í flugstöðinni. „Það seljast ekki alveg sams
konar vörur á báðum stöðunum og því þurfum við oft að velja
og hafna eftir kröfum viðskiptavina okkar.“
Leonard í Leifsstöð
Vinsæl úr Sævar segist ekki vilja gera upp á milli vöruteg-
unda í versluninni en segist þó halda mikið upp á Breitling sem
séu sérlega vönduð og skemmtileg úr. „Við erum einnig með
úr frá Jaeger LeCoultre en þau þekkja kannski ekki margir hér
á landi. Þetta eru hágæðaúr og mjög falleg og framleiðandinn
er einn af þekktustu ffamleiðendum í heimi. Við liggjum þó
yfirleitt ekki með þessi úr nema að litlu leyti en pöntum eftir því
sem þarf. Svo eru það Tag Heuer úrin sem eru með þeim vin-
sælli hér á landi, sem og annars staðar."
Eitt af því sem breyst hefur á undanförnum árum er einmitt
verðið á merkjavöru. Nú er það liðin tíð að Islendingar þurfi að
fara utan til að kaupa vandaðar vörur, þær eru einfaldlega á
mjög góðu verði hér á landi.
„Við vitum að verðið hjá okkur er
betra en víðast hvar annars staðar í
heiminum og það er mjög notaleg til-
finning,“ segir Sævar. „Viðskiptavinir
okkar vita þetta líka og þó svo megin-
hluti okkar viðskiptavina séu Islend-
ingar, þá fer fjöldi erlendra viðskipta-
vina vaxandi. Reyndar hefur það tals-
vert að segja varðandi Islendingana
sem versla í fríhöfninni að þeir hafa
möguleika á viðgerðarþjónustu í
Reykjavík. Það tengir verslanirnar.
Sævar segir heldur minni umferð hafa
verið um flugstöðina frá 11. september
en þó sé það vonandi að lagast.
Síðustu jól voru betri hjá okkur en
jólin þar á undan,“ segir hann. „Ég
held að ferðahræðslan sé að gangayfir
og að innan skamms verði allt komið í
samt lag aftur. I það minnsta er ekkert
sem bendir til annars hjá okkur.“ 33
Kolbrún Tobíasdóttir og Svafa Tyrfingsdóttir skoða úrin hjá Leonard í Leifsstöð.
90