Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2002, Qupperneq 94

Frjáls verslun - 01.01.2002, Qupperneq 94
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Með fullan bílskúr af koníaki r Islenskur markaður hefur verið starfræktur í flugstöðinni frá árinu 1970 og var fyrst í stað eingöngu með íslenskar vörur á boðstólum. Nú er vöruúrvalið mun ijölbreyttara þó svo íslensku vörurnar séu enn í meirihluta eins og gefur að skilja. Stórar vörulínur hafa bæst við og er auðvelt að eyða góðum tíma í þessari verslun sé verið að bíða eftir flugvél. „Hér vinna nú um 25 manns á vöktum en opnunartíminn fer eftir umferðinni hér,“ segir Logi Ulfarsson, framkvæmdastjóri Islensks markaðar hf. í Leifsstöð. ,Aðalsöluvara okkar hér eru minjagripir, sælgæti og gjafavara, að bókum og blöðum ógleymdum en hér er mjög öflug bóka-, ritfanga- og blaðadeild sem við rekum í samstarfi við Pennann. Þeir Islendingar sem hér fara í gegn kaupa mest af matvöru, sælgæti og lesefni auk gjafavöru en í henni eru árstíðaskipti. Fyrir jólin séljast erlendu merkin, Jensen og Bing & Gröndal, sérlega vel en aðra árstíma seljast íslenskir listmunir betur.“ Þeir sem fara frá Leifsstöð eru um 870 þúsund á ári og munar um minna. Af þeim eru líklega um 40% sem aldrei koma inn í landið og einu kynnin sem þeir fá er Leifsstöð. Því skipti máli að þeim hugnist það sem þar er og er talsverð áhersla lögð á það í Islenskum markaði. Verslunin hefur þess vegna oft verið kölluð gluggi Islands að umheim- inum og þar fá menn gott yfirlit yfir það sem fram- leitt er í landinu í þeim vöruflokkum sem eru til sölu. „Við höfum fundið til þess að nýja álman er ekki að skila eins miklu og búist var við, enda er verslunin okkar á slæmum stað og það eru ekki allir sem finna hana,“ segir Logi. „Þessir „transit"- farþegar eru þó mikilvægir og þeir eyða gjarnan talsverðu fé hér þannig að það skiptir máli að aðstaða fyrir þá sé góð og að vöruúrval sé eins og best verður á kosið.“ Logi, sem verið hefur framkvæmdastjóri frá árinu 1990, hefur horft á ýmsar breytingar í gegn um tíðina: „Matur hefur alltaf verið vinsæll til gjafa hjá Islendingum sem fara til útlanda og nú getum við boðið upp á það að pakka sérstaklega i körfur fyrir fólk, ef það sem til er pakkað, hentar ekki. Það að koma með íslenskan mat og gefa viðskipta- aðilum í útlöndum, mælist vel fyrir og sérstaklega hjá mönnum sem eiga fulla bílskúra af koníaki frá hinum og þessum gestum sínum. Þeir kunna vel að meta íslenskan harðfisk og annan mat sem hér fæst,“ segir lítið af hverju í körfu og krassandi sögur um hákarl og brenni- Logi brosandi. ,Að ekki sé talað um þegar komið er með sitt vín látnar fylgja með.“ H5 Fjölbreyttar vörur eru hjá Islenskum markaði. í flugstöðinni eru fjórar verslanir á vegum íslensks markaðar. búðarinnar í „gömlu“ byggingunni, minjagripaverslun beint á móti henni, lítil matvöruverslun á horninu við útganginn og útibú í Schengenbyggingunni. 94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.