Frjáls verslun - 01.01.2002, Side 99
FYRIRTÆKIN fl NETINU
Baugur.is
er fyrir
fjárfesta
Baugur rekur öfluga starfcemi á veffanginu www.baugur.is. Markmið hans
er fyrst og fremstþaö að veita erlendum og innlendum fjárfestum upplýs-
ingar á aógengilegan hátt auk þess sem starfsfólk Baugs og dótturfyrirtækja
getur fylgst með fyrirtœki sínu á Netinu.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Baugur stendur fyrir öflugri starf-
semi á Netinu með sæmilega ítar-
legum en fyrst og fremst einföldum
og aðgengilegum vef á veffanginu
www.baugur.is. Þegar farið er inn á vef-
inn er gefinn kostur á enskri eða
íslenskri útgáfu og þegar búið er að velja
tungumál opnast heill heimur af upplýs-
ingum um Baug, ekki bara með grund-
vallarupplýsingum á borð við sögu fyrir-
tækisins heldur birtast líka fréttir úr
starfsemi þess, upplýsingar fýrir fjárfesta
og almennar upplýsingar um fyrirtæki
Baugs auk þess sem hægt er að skoða
fréttabréf, fréttasafn, myndasafn, milli-
uppgjör, ársskýrslu, þróun hlutaijár og
margt fleira. Athygli vekur að enska út-
gáfa vefsins er einstaklega góð fýrir er-
lenda ijárfesta en vefur Baugs þykir
einmitt einn sá fremsti af íslenskum veíj-
um á því sviði.
Fyrir eigendurna „Við hönnuðum vef-
inn með þrennt i huga. Baugur er skráð-
ur á markaði og yfir 2.000 manns eiga
hlutabréf í fýrirtækinu. Okkur fannst því
mikilvægt að eigendur fýrirtækisins
gætu nálgast upplýsingar um fýrirtækið,
sérstaklega ijárhagslegar upplýsingar, á
aðgengilegan hátt á vefnum. Sama gildir
um ijárfesta og starfsmenn banka og
greiningadeild fjármálafyrirtækja. Við
hugsuðum vefinn mikið út frá þeirra
þörfum. Þá fannst okkur mikilvægt að
starfsfólk dótturfýrirtækja Baugs gæti
Jýlgst með fréttum og starfsemi félagsins
á Netinu," segir Sara Lind Þorsteins-
dóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga- og
kynningarmála hjá Baugi.
Ársgamall Baugur.is er ekki gamall
vefur í núverandi mynd. Sara Lind kom
til starfa hjá Baugi í október fyrir rúmu
ári og var endurnýjun vefsins eitt af
hennar fýrstu verkum. Vefurinn var svo
opnaður í byrjun mars 2001 og hefur því
ekki verið lengi í loftinu, eins og stund-
um er sagt, og starfið heldur stöðugt
áfram, vefurinn endurbættur og þróaður
áfram. Við vefmn starfa að jafnaði tveir
menn og segir Sara Lind stefnt að því að
setja inn nýjar fréttir um leið og þær ber-
ast eða uppfæra a.m.k. fréttirnar á
tveggja daga fresti. Verið er að smíða
innri vef Baugs og verður honum hleypt
af stokkunum í byrjun ársins. 35
Hægt er að velja milli íslenskrar eða enskrar
útgáfu.
Eftir að tungumál hefur verið valið koma
fréttirnar upp á skjáinn.
Fjallað er um dótturfélög og hlutdeildarfélög
Baugs undir flipanum Fyrirtœki Baugs.
Svona birtist Baugur þegar enska útgáfan
er valin.
Vefurinn er m.a. œtlaður fjárfestum og
hérna eiga þeir auðvelt með að finna t.d.
helstu lykiltölur.
VIÐSKIPTI ■ TÖLVUR • FERÐALÖG • VÍN - WWW.HEIMUR.IS
99